Vikan


Vikan - 27.05.1971, Síða 41

Vikan - 27.05.1971, Síða 41
<H) FRÁ RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ E6614. MEÐ 4 HELLUM, ÞAR AF 1 MEÐ STIGLAUSRI STLLINGU OG 2 HRAÐSUÐUHELLUR, STÓRUM STEIKAR- OG BÖKUNAROFN. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun stýrt meÖ hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill), stór hitaskúffa, Ijós ( ofni. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SlMI 10322 Damaris hneig niður í stóiv inn og faldi andlitið í höndum sér, en i þögninni sem fylgdi eftir orðum Blairs, sagði Fletcher, til að vekja athygli á sér aftur. — Þér gleymið víst að ung- frú Tremayne er trúlofuð mér, Fagði hann og sneri sér að Da- maris. — Það er nóg komið að svo góðu. Flýttu þér nú að kveðja og komdu svo með mér! Martin Farrancourt sneri sér hægt frá glugganum. Við- kvæmnislega andlitið bar vott um mikla geðshræringu, en það var kominn einhver mynd- ugleiki yfir hann, sem ekki hafði verið þar meðan jarlinn var á lífi. Mér mislíkar tónbrigðin í rödd yðar, sagði hann kulda- lega við Fletcher, — og þar sem ég þekki til þeirra samn- inga sem þér gerðuð við bróð- ur minn, verðið þér líklega ekki svo undrandi, þótt ég segi yður að ég leyfi mér að slíta trúlofun yðar og frænku minn- ar. Sú trúlofun hefði aldrei átt að eiga sér stað. Hann gekk til Damaris og lagði höndina á öxl hennar, en kuidalegt tillit hans hvíldi ennþá á Fletcher. Það bíður yðar ferðbúið skip, eins og þér hafið verið að segja okkur. Ég sting upp á því að þér flýtið yður, svo þér missið ekki af því. Fletcher var orðinn náfölur og iliskuiegur. Hann ætlaði að mótmæla, en sá að það var til- gangslaust, svo hann sneri sér að því að hóta og formæla. Jocelyn Wade gekk til hans og tók í arm hans. Þctta var ágætis ráð, ef þér viljið halda einhverri virð- ingu, sagði hann hugsandi. — Þér virðist hafa gleymt því að ef þér gerið kröfu til að halda í ungfrú Tremayne, þá verðið þér að eiga það við Lucifer skipstjóra. Hann sá hræðsluna í augum Fletchers og brosti fyrirlitlega. — Það breytir mál- inu svolítið, finnst yður það ekki? Ingram Fletcher stóð um stund og leit í kringum sig. Svo rak hann upp einhvers konar óp og strunsaði út úr stofunni. Jocelyn horfði hugs- andi á eftir honum. Það þarf líklega ein- hverrar skýringar við um borð í „Good Hope“, sagði hann, — en ég held að herra Fletcher sé ekki rétti maðurinn til að gefa þær skýringar. Ég ætla að fylgja honum um borð og óska honum góðrar ferðar. Svo, þegar „Good Hope" létti akkerum, voru ekki tveir far- þegar um borð, aðeins einn, og farangur ungfrú Tremayne og þjónustustúlka hennar voru flutt í land. En frá Fallowmead sást aðeins skipið sem sigldi út úr höfninni og Kit stóð uppi á svölunum fyrir framan her- bergi Damaris og horfði á það með vonleysi i augunum. Það var eins og hann væri dreginn að þessum útsýnis- stað. Bak við hann lá fagurbú- ið herbergið, sem hafði staðið tómt í margar vikur og aldrei framar mundi hýsa hak^. Það var grafarkyrrð í húsinu, því að þrælarnir höfðu dregið sig í hlé í herbergjum sínum til að syrgja hina ungu hús- móður. Einhvers staðar að heyrðist ómur af syngjandi kvenrödd og tónarnir vöktu rrvinningar í brjósti Kits. Skyndilega var sem hann stirðnaði, hann greip fast um handriðið og hélt niðri í sér andanum, því að nú heyrði hann létt fótatak i þöglu hús- inu, fyrst í stiganum og svo í herbergi Damaris, og þegar hann sneri sér við, án þess að þora að trúa sínum eigin aug- um, sá hann Damaris standa í dyragættinni. Kit starði á hana, ekki viss um hvort hún væri raunveru- lega þarna, eða aðeins sýn, sem sprottin var af hans eigin þrá. En þetta var Damaris í eigin persónu, með ljósu lokkana í óreiðu og blátt merki á enn- inu, eftir höggin frá Renard. Hann leit um öxl, á skipið, sem skreið út úr höfninni. Svo gekk hann hægt inn í herberg- ið. Hún hafði numið staðar á þröskuldinum og horfði hik- andi á hann. Svo sagði hún að lokum með vesældarlegri rödd: — Ég er komin aftur, Kit. Má ég vera hér? Til svars breiddi hann út faðminn og hún fleygði sér að brjósti hans með gleðiópi, eins og svo oft áður. Alla leiðina frá Port Royal hafði hún hugsað um það sem hún ætlaði að segja við hann, skýra honum frá þeim lygavef, sem ofin hafði verið utan um þau, en nú sá hún að það var ekki nauðsynlegt að segja nokkurt orð. Seinna gætu þau talað áaman um þetta allt, en nú var þeim nóg að hvíla í hvors annars örmum og finna friðinn og öryggið sem nú um- vafði þau. Eftir stutta stund greip Kit hönd hennar og leit á rúbín- hringinn. Damaris las hugsan- ir hans og hristi höfuðið. — Það hefur aldrei verið nokkur annar, Kit, sagði hún hljóðlega. Svo tendraði minn- ing bros í augum hennar, hún tók hönd Kits og lagði hana upp að vanga sínum. — Daginn, sem við vorum fangar Renards, varaði einn af mönnum hans við þér, sagði að ég tilheyrði Lucifer. Hann sagði meiri sannleik en hann grunaði. Ég hef alltaf heyrt þér til og það mun ég gera framvegis. Þau litu brosandi hvort á annað. Allar sorgir voru nú gleymdar í alsælu augnabliks- ins. Þau litu út um gluggann og sáu seglin á „Good Hope“ hverfa sjónum. Sögulok. PÓSTHOLF 533 Framhald. af bls. 33. að sé einhver sárabót fyrir þig — og svo marga aðra, því í rauninni byggist allt á því að 21. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.