Vikan


Vikan - 27.05.1971, Side 43

Vikan - 27.05.1971, Side 43
sem flestir njóti góSs af sem flestu. Kæri þáttur: Geturðu gefið mér upplýs- ingar um Sverrir Guðjónsson? 1. Hvað er hann gamall? 2. Hvar á hann heima? 3. Er hann trúlofaður? 1. Hann er fœddur 1950 — og reiknaSu nú! 2. Leyndó! 3. Nei. Sæll og blessaður! Ég vil nú byrja á því að þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Mér finnst þátturinn vera alveg ágætur og ég les hann alltaf. En ég skrifa þér nú aðal- lega vegna þess að mig vantar svör við nokkrum spurningum: 1. Hvað heitir strákurinn sem söng fyrir Finnland í Evrópu- söngkeppninni? Gætirðu kann- ski birt mynd af honum? 2. Hvað heitir söngkonan sem vann Evrópusöngkeppnina og hvað heitir lagið sem hún söng? 3. Hvað er Sigurður Rúnar Jónsson gamall og hvar á hann heima? Er hann trúlofaður? 4. Hvað er Sigurður Karls- son í Ævintýri gamall og hvar á hann heima? Fleiri spurningar hef ég nú ekki, en geturðu ekki haft við- tal við Ævintýri? Jæia, það er bezt að slá botn- inn í þetta rugl. Vertu svo blessaður og sæll. Jóna Sigurgeirsdóttir. Jú. strákurinn lieitir MARK- KU ARO (sjá mynd) og með honum sungu „Koivisto Sist- ers“. Sönakonan sem söng verS- launalagið „UN BANC, UN AfíRE, UNE RUE“, heitir SE- VÉRINE. Sigurður Rúnar er 22 ára og á heima í Hraunbœ 82. Sigurður Karlsson er aftur tví- tuqvr og á heima á Njálsgötu 72. BáSir eru trúlofaðir. Varð- andi Ævintýri get ég látið þig vita, að fljótlega kemur að hví að meira verður um þá, þó eitt- hvað hafi það að vísu verið í 17. tbl., 29.4. sl. BASSALEIKARINN ... Framhald af bls. 32. því að ég tók boðinu þegar þeir lögðu það fyrir mig. Það er ör- uggt að ég sé aldrei eftir því, því ég hef lært alveg ótrúlega mikið á að vinna með þeim þó það hafi ekki leitt neitt sérlega gott af sér. Ég meina til dæmis plötuna: Hún var óskaplega slöpp og líflaus, og þar sézt kannski bezt hvað við náðum illa saman. En hún sýnir hvað við vorum og er þessvegna þess virði að hafa komið henni út.“ „Þegar ég talaði við ykkur Axel Einarsson í fyrrasumar, þegar þú varst að byrja í Til- veru, lá í orðum þínum að þú vœrir ánœgður og œtlaðir ékk- ert að yfirgefa hljómsveitina. En hvað skeði?“ „Trúbrot. Það freistaði mín og ég hef aldrei séð eftir því í eina mínútu að hafa hætt. En mér fannst gaman að vera í Tilveru og þótti gott að spila með Jóhanni (Kristinssyni) bassaleikara. Hann var svipað- ur — og þó ekki — Jóa í Óð- mönnnum og mér þótti gaman að „elta“ hann.“ ..Ertu ekki til í að labba með mér inn á Langholtsveg?“ sagði hann svo allt í einu. „Ég hefði gaman af að sýna þér þar bíl sem ég er að kaupa mér.“ Jú, ég hef ekkert á móti því og við tökum þá stefnuna. Veðrið var einstaklega gott þennan dag, stelpur voru í stuttbuxum, börn í bílaleik og brumið farið að koma út á triánum. Fyrir menn eins og rnig sem eiga erfitt með að þola vetrarmyrkur er brumið alveg stórkostlegt. Manni finnst svo gaman að maður veit helzt ekki hvað maður á af sér að gera og á endanum hlær maður eins og hálfviti. Á leiðinni rifjaði Óli upp sín fyrstu kynni af hljóðfæraleik. Það var með drengiaundrinu Tempó fyrir einum átta árum síðan. „Þá var búið að stofna Tempó,“ sagði hann, „og eg hafði aldrei látið mér detta í hug að spila eitt eða neitt. Jú, einu sinni fékk ég geysilegan áhuga fyrir saxófóni, þá hef ég verið svona 9 eða 10 ára. Ég var oft í Grundarfirði á sumrin hjá frænda mínum og þar var bæði saxófónn og trompett. Ég fékk algjöra dellu og einhverntíma þegar foreldrar mínir fóru til útlanda heimtaði ég að þau keyptu saxófón handa mér. Ég gleymi aldrei hvað ég varð svekktur þegar þau komu heim saxófónlaus, en smátt og smátt dó sá áhugi. Jæia, einhverntíma bauð Halldór (Kristinsson, nú í Þriú á palli) mér heim og þar var hann eitthvað að berja í kökubox. Allt í einu datt mér í hug að fara að tromma líka á kökuboxið og það næsta sem ég man var að ég var tekin í hliómsveitina, og leysti Halldór af en hann var trommari til að byrja með. Það var stórkostlega gaman að vera í Tempó og ég sé enn þann dag í dag eftir að hafa hætt. En þá var ég farinn að haga líferni mínu á töluvert annan hátt en þeir, til dæmis byrjaður að reykja, svo ég taldi það bezt.“ f sömu svipan keyrðu upp að okkur tveir ungir menn, kunn- ingjar Óla, og buðu okkur far. Við þáðum það og tróðum okk- ur í aftursætið. Innst á Lang- holtsveginum þökkuðum við svo fyrir okkur og þar í bílskúr var bíllinn. Kom þá í ljós að sá sem var að selja var enginn annar en gamall og góður vin- ur okkar, Erlingur Björnsson — sem enn er á lífi þrátt fyrir að lítið hafi frétzt af honum undanfarið. Hann var að klára að dytta að söluvarningnum, glæsilegum, fjólubláum MG sportbil. „Hafi ég einhverntíma orðið ástfanginn,“ sagði Óli, „þá er það nú og af þessum bíl. Þetta er fallegasta kerra sem ég hef nokkurn tíma séð.“ Þegar við litum í uppliómaða ásjónu hans og sáum glitrandi augun, trúðum við honum. Eftir að hafa spiallað við Er- line um stund héldum við af stað aftur. „Eigum við ekki að f»ra heim til mín?“ spurði Óli. ..Ég bv hér rétt hiá, skal gefa bér kaffi og svo hlustum við á nokkrar plötur.“ Bkrítið: Enn var ég sammála! Við fórum upp á aðra hæð á Laugarásvegi 53 og inn í her- bergi Óla. Litli bróðir hans horfði á okkur stórum augum og fór svo að fletta í mynda- hlöðum. Við fengum kaffi. át- um með því kex. brauð og hlessað marmelaðið", eins og h>á Jörundi forðum. Óli setti nlötu á fóninn. „Electric Lady- land“ með Hendrix. Við sátum og hlustuðum á dásamlega músík og söknuðum snillings. Rvo drukkum við meira kaffi, hlustuðum á fleiri plötur: Atomic Rooster, Santana, Jack Bruce, Grand Funk, Dylan; og við rifiuðum upp gamlar end- urmínningar. Ég rak augun í undarlegt t.æk.i. þriár flatar og hringlaga olötur á fæti. „Hvað er þetta?“ spurði ég. „Æfingabretti." Mér skildist að betta var til að tromma á. Annars fylgir þessu skemmti- leg saga.“ sagði Óli svo. „Ég kevoti þetta úti í Englandi í haust þegar við tókum upp „Undir áhrifum“. Þegar ég var — Maðurinn minn hlustar ekki á ráðleggingar mínar um fjár- mál, þó að ég sé búin að vinna 30 ár í banka! að fara út úr búðinni sagði af- greiðslumaðurinn mér að bíll Gingers Baker væri fyrir utan. Ég fór út og ætlaði mér bara að skoða bílinn, enda var hann sannarlega eitthvað til að skoða — annar eins bíll er varla til! Nú, þegar ég er þarna fyrir ut- an kemur einhver strákur til mín og segir að Baker sé uppi á lofti, hvort ég vilji hitta hann. Ég hélt það nú og sagði honum að ég væri trommuleikari líka. Jú, hann fór upp og rétt á eftir birtist óhugnalega ljótur mað- ur. Langur, mjór, kinnfiskasog- inn og berklasjúklingslegur. Það var sjálfur Ginger Baker, með á að gizka fjögurra ára gamla dóttur sína með sér. Ég stóð stjarfur og gat ekki hreyft mig. Gat ekki einu sinni talað og á endanum sagði ég „hæ“ eða eitthvað svoleiðis. Hann stóð og horfði á mig á móti og svo var það búið. En mikið djöfull er hann ljótur. Pétur Östlund sagði mér einu sinni að hann hefði hlustað á hann og þá hefði hann ekki verið í góðu stuði en samt stór- kostlegur. Baker er heróínsjúk- lingur og hafði sennilega tekið of stóran skammt eða eitthvað í. það skiptið, því eftir að hann hafði spilað gubbaði hann yfir +,-nmmusettið sitt.“ Meira kaffi? Nei takk, ó- mögulega. Við snerum okkur aftur að æfinffabrettinu. „Æfirðu þig mikið?“ spurði ég. „Nei. eiginlega ekkert og það er náttúrlega alls ekki nóg. í rauninni hef éff aldrei æft mig nema fyrir trommusólóin á ponnhátíðunum ”69. Þá tók ég nokburra daga törn.“ hetta minnti mig á hversu hrifinn ég varð af trommusóló- unum sem hann átti við, sér- lega þó því sem sjónvarpið flutti. „Siálfur var ég óánægð- astur með það.“ sagði Óli. „enda 21. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.