Vikan - 27.05.1971, Side 46
KÓRÓNA F.
★
Fætur framan, fætur aftan hjól, Teak, Palesander.
Sófi 4. sæta, sófi 3. sæta, sófi 2. sæta.
Stóll, lár. Áklæði eftir vali.
Myndalistar með efnisprufum fyrirliggjandi.
★
v______________________________________________________y
HÚSGAGNAVERZLUNIN AUÐBREKKU 59
að halda hanastélsboð, þegar
seinni farþegar komu um borð.
„Fyrri gestir“ fengu merki fé-
lagsins við þetta tækifæri, en
það er þríarma malta-kross úr
silfri. Eftir fimm ferðir fá
menn gullmerkið og kona, sem
var að fara í sína elleftu sigl-
ingu fékk hátíðlega afhent
merkið skreytt demöntum.
Einu sinni í viku fá karl-
mennirnir sér hádegissnarl, og
þá hittast þeir eins og þýzkra
er siður, drekka bjór og segja
tvíræðar sögur. Hver hátíðin
tekur við af annarri, veizla
skipstjórans, Kólumbusardans-
leikurinn, Sjóræningjadans-
leikurinn auk óformlegra
skemmtana svo sem dansleikn-
um til heiðurs áranna 1920—
30, vígslu sundlaugarinnar o.
fl. Danskennsla, enskukennsla
og skokk á þilfari, já, allt
fylgir það með.
Ef við þorum að líta á far-
þegana í heild, sjáum við, að
hér er afar lítið um börn og
unglinga. Að vísu breytist tal-
an eilítið, þegar Bandaríkja-
mennirnir koma um borð í
Flórída, en samt held ég að
meðalaldurinn sé um sextugt
og flestir eru feitlagnir. í
klæðaburði eru farþegarnir
frekar íhaldssamir og hér sér
maður naumast bregða fyrir
tízkutilhneigingum Norður-
landaþjóða. Það eru allir álíka
á þilfarinu. í hvítum frotté-
baðsloppum með merki skipa-
félagsins í rauðu á barminum
og karabískt sólarlag á andlit-
inu minnum við á taminn hóp
hvítra fíla — eða eru það
drykkirnir, sem valda ofsjón-
um?
Það er rétt að hrósa farþega-
klefunum á þessu fljótandi
hóteli. Hér er aðeins eitt far-
rými — fyrsta — og farþeg-
arnir geta ferðazt um allt skip-
að. Aðeins stærð klefanna og
lega þeirra ákveða verðmun-
inn. íbúðirnar eru dýrastar, en
í þeim er setustofa með tveim
ferhyrntum gluggum og 22
þumlunga sjónvarpstæki, svefn-
herbergi og baðherbergi með
baði, tveim salernum og
„bídet“. En jafnvel „ódýrustu"
klefarni'r eru búnir sérbaði og
sjónvarpstæki
Þetta ódýrt er kannski svo-
lítið villandi hugtak. Kolum-
busarferðin kostar alls frá
9.000 til 16.000 danskra króna
— síðari talan er fyrir íbúð.
En menn geta ákveðið sinn
gang á leiðinni. Það er hægt
að forðast duttlungana á Bis-
caya-flóanum og fara um borð
í Las Palmas, eða stíga af
skipi í Flórida. Eða haga sér
eins og Bandaríkjamennirnir
og sigla aðeins til Vestur-
Indía.
Skipafélagið viðurkennir, að
ferðin sé dýrseld, en þó ekki
um of. „Hamborg“ ein kostaði
120 milljónir vestur-þýzkra
marka — eða næstum því Vi
milljarð danskra króna. Og þar
með hafa menn lagt rúmlega
400 þúsundir danskra króna í
hvern farþegaklefa eða tæpa
milljón í tveggja manna klefa.
I ofanálag má telja kostnaðinn
við 400 manna valda áhöfn —
en þar eru aðeins þeir beztu
nægilega góðir. Þrátt fyrir það,
að farþegarnir séu allir mjög
góðu vanir hafði enginn þeirra,
sem við ræddum við neitt út
á þjónustuna að setja — þvert
á móti. Eins og einn Svíanna
sagði: „Það er ekki hægt að
fara inn á bað til að hnerra,
án þess að manni sé réttur
hreinn vasaklútur!“
Það eina neikvæða, sem við
getum hengt okkur í eftir lang-
varandi umhugsun er það, að
það er þreytandi að finna ekk-
ert, sem hægt er að kvarta und-
an . . .
. ☆
HVAÐ ERU
HUGLÆKNINGAR?
Framhald af hls. 9.
stöðu til að fylgja rannsóknun-
um nógu vel eftir; sex tilfelli
hafi þó borið jákvæðan árang-
ur, enda þótt þau hafi ekki ver-
ið talin hafa fullt sannanagildi.
46 VIKAN 21.TBL.