Vikan


Vikan - 17.06.1971, Side 21

Vikan - 17.06.1971, Side 21
Bandaríska loftfarið „Los Angeles". ÞaS var smíðaS samkvæmt þýzkum teikningum. eins og risabuxur. Leiðsögu- maður farþeganna forðaðist að geta þess, að þessir gasklefar höfðu inni að halda 7 milljón kúbikfet af hydrogen, léttasta gasi sem þekkist og jafnframt öflugasta við sprengingu. — Bandarísk loftskip notuðu hel- íum, sem ekki var alveg eins öflugt til lyftingar flugfarsins, en heldur ekki eldfimt. Þjóð- verjar áttu ekkert helíum. Myrkir skuggar styrjaldarinn- ar voru þegar teknir að þétt- ast, og Ameríkumenn voru því ófúsir að hjálpa væntanlegum óvinum sínum um fágæt hern- aðarleg efni. Teiknarar Hindenburgs skildu hættuna mætavel. Eins konar reykháfur leiddi það hydrogen, sem út kynni að síast, út úr flugfarinu. Sjá mátti eftirlits- menn í tölulausum asbestföt- um, með flókasólaða skó á fót- um, athuga þessa reykháfa mjög vandlega. Þeir athuguðu líka gasklefana með engu minni nákvæmni. Þegar gengið var aftur í flug- farið, framhjá íbúðum yfir- mannanna, kom maður ístjórn- klefann. Veggir hans voru úr gleri. Hann var rúmgóður og minnti að mörgu leyti á stjórn- pall á skipi. Það þurfti aðeins tvo menn til að stjórna loftfari. Stýri- maðurinn, sem snert fram, hélt því á réttri braut með hinu tröllaukna stýrishjóli sínu. Lyftumaðurinn sneri andlitinu til hliðar og fylgdist með halla- mæli og hæðarmæli — til þess að halda því í réttri hæð. Fyrir aftan stjórnklefann var svo farþegarýmið. Á Hinden- burg voru tvö þilför. Á A-þil- farinu var farþegunum ætlað rúm til skemmtigöngu. Þar voru á báðar hliðar breiðir, skásettir gluggar, jafnframt setustofa og borðsalur. Frá A- þilfarinu lá mjór gangur til hinna 25 farþegaklefa. í hverj- um klefa voru tvær svefnkoj- ur, hægindastóll, sundlaug, bað ker, spegill og rafljós. Barinn var lokaður með tvö- faldri hurð, sem þjónn lauk upp, þegar maður hringdi bjöllu. Þar var loftþrýstingn- um haldið lítið eitt hærri en annars staðar í farinu, svo að ekki væri hugsanlegt, að nokk- ur minnsta hydrogen-gufa gæti síazt þangað inn. Framháld á bls. 48. Bygging loftfars var hreinasta völundarsmíð. Járngrindin minnti á hvelfingu í dómkirkju. Hér er frægasta loftfar Breta, R-100, í smíðum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.