Vikan


Vikan - 24.06.1971, Blaðsíða 5

Vikan - 24.06.1971, Blaðsíða 5
Kl tíma, en nú hefur veriS unnin bót á því og sá pappír sem er í þessu blaði er okkar ágæti framtíðarpappír. En varðandi möppurnar, þá hafa þær aldrei verið til utan um Vikuna — þó slíkar möppur séu til hér fyrir Úrval, sem Hilmir gefur út sömuieiðis. En þeir sem safna Vikunni, til dæmis Pósturinn, láta margir binda blaðið inn og er það ákaflega handhægt og ætti að vera á færi hvaða bókbindara sem er. Við reynum sífellt að gæta þess að hafa getraunaseðlana þann- ig að ekki komi til lesmál aftan á þeim, en því miður er ákaf- lega erfitt að ráða við slíkt og getur margt komið til, t. a. m. margslungin og margskipt vinnsla blaðsins. Dýraverndarinn er gefinn út af Dýraverndunarfélagi íslands en meira vitum við því miður ekki. Þú gætir reynt að skrifa þeim og við efumst ekki um að þú færð viðunandi svör. Gunnar Eyjólfsson Kæri Póstur! Ég ætla að byrja á að þakka þér fyrir allt gamalt og gott, en þó sérstaklega fyrir framhalds- söguna „Gullni pardusinn". Jæja, þá held ég að ég fari að koma með spurningarnar: Er Gunnar Eyjólfsson giftur? Getur þú sagt mér hvaða mál 14 ára stelpa á að hafa þegar hún er 1.62 m á hæð? (Sér- staklega þyngdin). Mér hefur verið sagt að komm- únistar fái atkvæði af öllum þeim seðlum sem eru auðir í Alþingiskosningum. Er það satt? Ég á nú frekar bágt með að trúa því. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. BRF. Jújú, Gunnar Eyjólfsson er ham- ingjusamlega kvæntur og búinn að vera það í mörg ár. Sam- kvæmt vasabók Fjölvíss, á 162 sentimetra langt kvenfólk að vera 56.8 kg á þyngd, en marg- ir leyfa sér að efast um áreið- anleik þeirra talna og málin eiga að vera . . . ja, þau koma! Og þetta með kommúnistana er tóm vitleysa, eins og þú hefur kannski gert þér grein fyrir í kosningunum um daginn. Megrunarkúr Elsku Póstur! Ég er alveg hryllilega feit. Hvað get ég gert til þess að megra mig? Mig langar að fá upp- skrift að megrunarkúr. Og svo vil ég þakka þér fyrir fram- haldssöguna „Gleymdu ef þú getur", og margt annað gott efni. Ekki snúa út úr. Ein í vanda. ____A. h—\ Það eru til margar aðferðir til að ná af sér aukapundunum, til dæmis megrunarleikfimi, sem víða er iðkuð. En megrunarkúr getum við ekki hjálpað þér með, því slíkt er einungis á færi lækna, þar sem „uppskriftir" eru mismunandi eftir einstak- lingum. Því skaltu fara til heim- ilislæknisins þíns — gangandi — og ræða málið við hann. Að lesa úr skrift Kæri Póstur! Viltu gjöra svo vel og gefa mér heimilisfang einhvers sem les úr skrift. Ég hef mjög mikinn áhuga á öllu þessháttar. Þarf ég að senda peninga með og þá hve mikið? Svo þakka ég allt gott á liðn- um árum og vonast eftir svari sem fyrst. Þrúða, Akureyri. ^------------A.____________ Skrifaðu (með eigin hendi) frú Unni Þorsteinsdóttur á Hofs- vallagötu 19 í Reykjavík og sendu bréfið, ásamt 500 krón- um, til hennar í ábyrgðarpósti. Þó viljum við taka fram að þetta verð var gefið upp fyrir 2 árum, svo að þú ættir að hringja í hana áður og athuga hvort verðbólgan hefur komið við þessa fræðigrein sem ann- að. Treystu Volvo fyrir öryggi þínu og þeirra sem eiga þig að Með aukinni umferð og hraðari akstri, skiptir öryggis- búnaður bifreiðarinnar mestu máli, þegar valin er ný fjölskyldubifreið. TÍTSYNIÐ Slæmt útsýni býður hættunni heim. Volvo hefur inn- byggða hitaþræði í bakrúðunni til varnar ísingu og móðu. Volvo 145 hefur þar að auki rúðusprautu og „vinnukonu“ við bakrúðuna. HEMLAR Tvöfalt hemlakerfi. Fari annað kerfið úr lagi, er samt sem áður 80% hemlastyrksins virkur á þrem hjólum. Gífurlegt öryggi í neyðartilvikum. Þetta eru aðeins fáein dæmi um fjölbreyttan öryggis- búnað Volvo bifreiðanna. Sölumenn Veltis h/f gefa yður með ánægju allar nán- ari upplýsingar. ÞAÐ ER KOMIÐ 1 TlZKU AÐ FÁ MIKIÐ FYRIR PENINGANA IcZIIEZði Suðurlandsbraut 16 • Reykjavik • Sirtinefni: Volver • Simi 35200 25. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.