Vikan


Vikan - 24.06.1971, Blaðsíða 49

Vikan - 24.06.1971, Blaðsíða 49
MIG ÐRBYMOI Svartil E.E.G. Við erum vissir um aS þennan draum hefur þig dreymt aS morgni; þá sefur maSur létt og ýmsar myndir og hugsanir renna í gegnum hugann. Þannig er þaS meS þennan draum þinn og því er ekkert aS marka hann. Og viS viljum hvetja lesendur til aS láta nöfn fylgja meS draumum, þau geta veriS hjálp- leg viS ráSningu þeirra en aS sjálfsögSu birtum viS ekki nöfn og annaS þess háttar sé þess óskaS. Ætlaöi að synda á eftir skipinu Kæri draumráðandi! Mig langaði til að biðja þig að ráða fyrir mig eftirfarandi draum: Strákur, sem við skulum kalla X, var að fara niður að höfn. Hann ætlaði að fara út með móður sinni, en ég vissi að hún hafði farið á undan og sá ég skipið fara. Þegar ég sá X labba þarna langaði mig að segja hon- um að skipið væri farið (ég er mjög hrifin af honum). Ég gekk á eftir honum og sá alltaf á dökkan kollinn. Myrkur var. — Gatan skiptist í þrennt og vissi ég ekki hvaða götu ég átti að fara, þvf ofar urðu einhverj- ar tafir þannig að ég missti af X. Ég reyndi allar göturnar, en gat hvergi séð hann. Þá fór ég og náði mér í leigubíl og lét aka mér niður að höfn. Minnir mig að þar hafi ég hitt hann og sagt honum að hann væri búinn að missa af skipinu. Hann vildi þó ekki trúa mér og held ég að hann hafi ætlað að synda á eft- ir skipinu. Svo varð draumurinn ekki lengri en ég vonast til að fá ráðningu fljótt. Kær kveðja. í=^=) Þetta er þér mjög hagstæður draumur. Boðar þér friS og ham- ingju en þótt undarlegt megi virðast kemur ekki fram í hon- um hvort þú nærS í piltinn eSa ekki. Nafn hans er mjög gott aS dreyma, en í stuttu máli boSar þessi draumur þér ekkert eitt eða tvennt ákveSiS, hann er miklu viStækari og einhvers konar upphefS verSur þú fyrir. Ævintýri á dansleik & dætur Kæri draumráðandi! Mig langar alveg óskaplega að biðja þig um að ráða fyrir mig tvo drauma og ég vona að þú hafir tíma og pláss fyrir þá því mér lízt ekkert á þá. Mér fannst ég vera á dansleik, ásamt nokkrum kunningjum mínum. Mér var boðið upp en í því að ég kem á gólfið hættir hljómsveitin að spila. Þrátt fyr- ir það fer ég að dansa. Herr- ann var horfinn en ég lét það ekkert á mig fá og dansa við stelpu sem var á gólfinu. Við vorum mjög fá þarna á gólf- inu, sem mér fannst vera með rauðum dregli. Þegar hljómsveitin kemur aftur vill ég ekki dansa meira og sezt við borðið. Þá kemur par að borðinu og pilfurinn rýkur á m:p og tekur að kyssa mig; ég kyssi hann á móti. Unnustan bíður við hliðina á honum og lætur sem ekkert sé. Á eftir flýti ég mér niður á klósett með vinkonu minni og sé þá eftir öllu saman. Botna hreint ekkert f mér að hafa verið að kyssa trúlofaðan mann- inn sem ég þekkti ekki einu sinni hætishót. Ég og þessi vinkona mín ætl- uðum að verða samferða tveim- ur strákum heim, en hættum við það og löbbuðum af stað. Þeir komu á eftir í snjónum (sem var úti). Þegar við erum búnar að labba smástund koma kunningjarnir sem við fórum með á ballið. Þau voru á Tra- bant og voru að leita að strák sem hafði verið með þeim í bílnum. Hann kom f leitirnar og í því að þau eru að leggja af stað kom lögreglan. Þeim fannst víst eitthvað ekki f lagi og mér fannst ég þakka fyrir að þau væru ekki of mörg í bílnum. Hinn drauminn dreymdi mig fyrir nokkru sfðan: Mér fannst ég og vinkona mín vera staddar ' verzlun með dætrum okkar sem voru á öðru ári. (í rauninni á vinkona mfn tveggja mánaða gamla dóttur en ég er barnlaus). Dóttir henn- ar var klædd í bleika úlpu og buxur í sama lit, en dóttir mín var íklædd blárri úlpu sem ég var mjög hrifin af og hugsaði ég með sjálfri mér eitthvað á þá leið, að ég sé ekkert að kaupa buxur, það skipti engu máli þótt úlpan sé blá. Ég veit að þetta er óttaleg þvæla en ég vona að þú getir ráðið eitthvað úr þessu. Þú hef- ur áður ráðið fyrir mig draum og það rættist allt. Með fyrirfram þökk og virð- ingu. Jóna. Satt er það að báðir draumarnir eru heldur ógreinilegir, senni- lega hefur þig dreymt þá í morgunsárið, en út úr fyrri draumnum má þó lesa að gæfu- hjól þitt á eftir að taka að snú- ast á eínhvern annan veg á næstunni, þó skal ég ekki full- yrða í hvora áttina. Þá virðist sem þú lendir í ástarsorg fljót- lega og má sjálfsagt draga þá ályktun að það verði ( fram- haldi af því sem áður greinir. Og ekki er laust við að heilsu- brestur einhver sé þarna á sveimi líka — að öllum líkind- um í enn frekara framhaldi. Siðari draumurinn er eiginlega framhald af þeim fyrri: Þú færð fyrirboða þess að þú munir sigrast á þeim erfiðleikum sem þú kemur til með að lenda í og láta ekkert á þig fá . . . hið ytra en hið innra munt þú að sjálfsögðu eiga í baráttu — sem þú sigrar — að öllum líkindum. Rúnar og Gunnar Kæra Vika! Ég sendi ykkur hér tvo drauma sem mig langar að fá ráðningu á. Sá fyrri er svona: Mér fannst vinkona mín hringja í mig og spyrja hvort ég vilji koma í Silfurtunglið. Ég sagð- sit frekar vilja fara í Glaumbæ. ,,Gerðu það, komdu," biður hún. „Hverjir fara?" spyr ég. „Jón (hún er með honum) og annar sem heitir B (ég man ekki nafnið greinilega) sætur strákur, „ég lofaði að þú skyldir vera með honum," segir hún þá. „Heldurðu að það verði ekki allt f lagi Rúnars vegna?" (það er strákur sem ég er nýhætt að vera með) spyr hún ennfremur. Þá segi ég henni að við séum hætt að vera saman. Hún virt- ist himinlifandi og $egir: „Fínt, þá plata ég strákana að koma í Glaumbæ." Hinn var svona: Það var hringt til mín og þegar ég kem í símann er sagt: „Blessuð, hvað segir þú gott?" „Hver er þetta " spyr ég. „Þekkirðu mig ekki?" segir Gunnar (við vorum saman fyrir þrem árum. Hann er núna trú- lofaður og á lítinn strák). Jú, ég segist þekkja hann núna, en hvað hann sé að hringja ( mig, spyr ég hann. „Mig langaði að heyra f þér," svarar hann. — „Heyrðu, klukkuna vantar 3 mfn. í 6 og ég verð að fara út í búð og kaupa mjólk," segir hann svo allt í einu. „Ég hringi í þig seinna." „Já, gerðu það," svara ég. Lengra var það svo ekki. Nú ætla ég að biðja ykkur að ráða drauminn sem fyrst. Ásta. Hvorugur þessara drauma hefur nokkurn stórkostlegan boSskap aS flytja en þó er sá síSari þér fyrir einhverri baráttu, tæplega þó viS sjálfa þig, og nær ör- ugglega ekki viS Gunnar. Held- ur má búast viS aS þaS verSi viS einhvern nákominn þér. Svar til Skugga í Grindavík Enginn vafi er á aS fyrri draum- urinn er þér fyrir ástarævintýri, en ekki þarf endilega aS vera aS þaS verði umrædd kona sem þar á í hlut, en þó ættir þú aS fara aS öllu meS gát. SíSari draumurinn er ( nánum tengslum viS þann fyrri og er- um viS ekki frá þvi aS hann sé þér viSvörun: eitthvaS gæti far- iS aS slettast upp á kunning- skap ykkar félaganna. 25. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.