Vikan


Vikan - 24.06.1971, Blaðsíða 33

Vikan - 24.06.1971, Blaðsíða 33
FRÁ RAFHA BORÐHELLA MEÐ 4 HELLUM, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur. — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÓÐINSTORG - SÍMI 10322 mundi ég þá vafalaust geta náð honum líka. Þegar ég kom út fyrir garðshliðið, gekk maður- inn föstum löngum skrefum spölkorn á undan mér. Ég reyndi að ganga með svipuðum hraða og hann, því mér fannst ég vera með því öruggari og verða ekki af ferðinni. Án þess að beina athygli minni sérstaklega að útliti mannsins, sá ég að hann var meðalmaður á hæð, herða- breiður og aðeins álútur, þar sem hann gekk upp brekkuna. Eftir því sem ég gat greint, var hann klæddur fötum úr grófu efni, og snið þeirra var nokkuð frábrugðið því, sem ég mundi eftir að hafa séð áður. Þegar við náðum upp á brekkubrúnina, blasti þjóðveg- urinn við. í regninu var hann eins og svart lakkborið strik, sem lá í átt til borgarinnar. í huganum var ég þegar komin heim, og öll mín óró horfin. Maðurinn gekk ennþá nokkr- um skrefum á undan mér, en leit aldrei við eða sýndi þess merki, að hann vissi af mér. Samt var ég þakklát fyrir að vera ekki ein á ferð svo seint á degi. Þegar við vorum í þann veginn að ná til biðstöðvarinn- ar, var að mér komið að yrða á þennan samferðamann minn, þó ekki væri nema að láta orð falla um veðrið. En skyndilega sá ég áætlunarvagninn renna upp að biðstöðinni, utan úr myrkrinu. Um leið og hann staðnæmdist, sá ég dyr hans opnast og maðurinn. sem var einu til tveimur skrefum á undan mér, sté upp í vagninn. Áður en ég gat áttað mig, rann vagninn aftur af stað, og hvarf mér út í myrkrið og rigning- una. Ég stóð eftir á vegbrúnni, bæði undrandi og reið yfir framkomu vagnstjórans. Uti- lokað var, að hann hefði ekki getað séð mig, þar sem ég stóð svo nálægt vagninum, að ég hefði hæglega getað gripið hendi til hans. Að skilja eina konu eftir á auðum vegi í hellirigningu, og það um mið- nætti, vitandi að ekki var um aðra ferð að ræða, var vægast sagt óafsakanlegt. Ég hét því að gera viðeigandi athugasemd við starfshæfni þessa manns við fyrsta tækifæri. En það varð að minnsta kosti að bíða til næsta dags. Mér hraus hugur við að ganga til baka eftir rennblaut- um veginum og koma að kol- dimmu sumarhúsinu; en um annað var ekki að ræða. Þegar ég kom að garðshliðinu, hafði ég mesta löngun til að ganga framhjá því og halda áfram upp að ,,Búinu“ og biðjast gistingar þar. En með því mundi sjálfs- traust mitt minnka að mun. Hvað mikið sem ég þyrfti að einbeita mér til að sigrast á ótta mínum, skyldi það gert. Mér tókst að opna útidyrnar og hengja rennblauta kápuna mína í fatahengið. Án þess að kveikja ljós, bjó ég um rúmið mitt og þurrkaði mestu bleyt- una úr hárinu. Ég reyndi að fara ekki óðslega að neinu og taldi sjálfri mér trú um að ég væri hin rólegasta. Og ein- hvernveginn tókst mér að sofna. Hvað lengi ég svaf veit ég ekki, en einhverntíma um nótt- ina vaknaði ég við hin undar- legu hljóð hússins, sem svo oft áður höfðu náð eyrum mínum. Nú virtust þau hafa aukizt og margfaldast svo að helzt hefði mátt líkja þeim við brothljóð í skipi, sem er í þann veginn að farast, með rá og reiða. Á þessu var þó einföld skýring; við regnið hafði nú bætzt ofsarok. Óveðrið hristi og skók langa og háreista burðarviði hússins og ýlfraði í þakskeggi og rennum. Ég reyndi að sefa ótta minn og einmanakennd, þarna sem ég lá. alein í myrku hálfókunnu húsi um hánótt með því að 25.TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.