Vikan


Vikan - 24.06.1971, Blaðsíða 37

Vikan - 24.06.1971, Blaðsíða 37
— Þú veizt, að þú ert allt- af velkomin, svaraði hann í staðinn. -— Er það Kristján? Hún kom engu orði upp. Það var kökkur í hálsinum á henni og augu hennar rök af tárum. Þau þögðu um stund. — Taktu það ekki svona nærri þér, Anna litla, sagði hann loksins. — ÍÉg skal hjálpa þér að leysa flækjuna, hver svo sem hún er. Enn kom hún engu orði upp. Hún hlyti að brotna alveg nið- ur, ef hún réyndi það og bresta í grát og það vildi hún ekki — alls ekki . . . — Nei, þetta getur ekki gengið, heyrði hún bróður sinn segja. — Sg kem og sæki þig, þú lætur vinnuna lönd og leið. Svo hvílirðu þig og við förum út í kvöld og skemmt- um okkur. — Já, stamaði hún loksins. — Þakka þér fyrir, Pétur. Þú ert góður. Þvi var ekki að neita, að það var gott að hvíla sig, að vita, að einhver’ vildi hugsa um mann, að vita, að einhver annar bar áhyggjurnar og sorg- irnar. Það var gott að sitja í hnipri við hlið Péturs í leigu- bílnum, þegar hann sótti tösk- urnar hennar á jáfnbrautar- stöðina og ók síðan heim til sín. Þau höfðu ekkert rætt um það, sem máli skipti. Pétur tók allt í einu utan um hana, bróðurlega og klunnalega. — Viltu segja mér, hvað kom fvrir? spurði hann. — ’É'g — ég hafði eiginlega ekkert leyfi til að fara, svar- aði Anna meyr. — Við Kristj- án sömdum um, að við værum bæði frjáls og . . . Pétur bölvaði lágt, en lengi. — Svo það er gamla sagan einu sinni enn! Samningur, takk fyrir! Ég held, að sá samn- ingur hafi hentað Kristjáni betur en þér. — Það má vera, sagði Anna og leit undan. — En ég hefði afborið það, ef það hefði ekki verið með Kristinu. Hún sagði alla söguna og sá að bróðir hennar beit á jaxlinn. — Anna, sagði hann loks- ins. — Þú átt ekki að þola þetta. Það gæti engin kona af- borið það. Nú skulum við hvíla okkur og fá okkur mat- arbita og vínsopa, enda veitir okkur ekki af. Ég skal sjá um allt á morgun. Verður það þá ekki gott? — Sjá um? hugsaði Anna. Sjá um hvað. Eigum við ekki TÍMALENGD DÁNARBÆTUB ÖRORKUBÆTUR DAGPENINGAB A VIKU IDG.TALD 14 dagar 500.000.— 2.500.— 271,— 17 dasar 500.000,— 2.500,— 293.— 1 niánuður 500.000,— 2.500.— 399 — cn oo SJÓVÁTRYGGINGARFÉLAG ÍSLANDSI? INGÓLFSSTRÆTI 5 REYKJAVÍK UMBOÐSMENN UM LAND ALLT SÍMI 11700 Hvort sem þér farið langt eða skammt — og hvert sem þér farið, til Spánar eða Sigluf jarðar, Bandaríkjanna eða Bildudals, þá er ferðaslysatrygging SJÓVÁ nauðsyn. Ferðaslysatrygging SJÓVÁ greiðir bætur við dauða af slysförum, vegna varanlegrar örorku og vikulegar bætur, þegar hinn tryggði verður óvinnufær vegna slyss. Ennfremur er hægt að fá viðbótartryggingu, svo að sjúkrahúskostnaður vegna veikinda eða slysa, sem sjúkrasamlag greiðir EKKI, er innifalin í tryggingunni Ferðaslysatrygging SJÓVÁ er nauðsynleg, ódýr og sjálfsögð öryggisráðstöfun allra ferðamanna. Ferðaslysatrygging SJÓVÁ er tryggur förunautur. Dæmi mn iðgjöld af ferðaslysatryggingum SJÓVÁ: (Söluskattur og stimpilgjöld innifalin). 25. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.