Vikan


Vikan - 24.06.1971, Blaðsíða 40

Vikan - 24.06.1971, Blaðsíða 40
► heimurinn segirjá við hinum logagylltu BENSONand HEDGES • pOCCOMITt z\soNanj Hed ismmm mmmm Jmmammss m KmtssMsss mmmmmmm wmmttMm kr.52 / ^ hafiö þiö sagt Já ? rannsóknastofunni þegar hann tengdi þræðina í háspennuvél- inni. Skyndilega hrökk hann við — þarna — þarna — þarna — hvað var það? Dauf, fögur, ljósrauð glóð, sem smátt og smátt varð að bláu ljósi, áður en hún varð að draugalegum fluoriserandi geisla. Hann sá líka einkennilegt svart strik á pappírnum sem hélt pípunni. Þetta er skrítið, sagði hann við sjálfan sig þarna í einver- unni. Hann var undrandi og tor- trygginn, þetta hlaut að vera sjónvilla. Röntgen vann alltaf einn, talaði aldrei við aðra um störf sín, lét engan fá innsýn í þau. Hann fór nú að rannsaka þetta fyrirbrigði. Hann hélt í fyrstu að þetta væri einhver ný ljóstegund. En hann komst fljótt að því að þetta var allt annað og fram að þessu óþekkt. Það var hvorki ljós né raf- magn. Þetta var einfaldlega ný teg- und af geislum, með svo gífur- legan gegnlýsingarmátt að hann hafði aldrei látið sig dreyma um slíkt. Þessvegna breyttist hann svona í háttum. Það var eins og hann væri í álögum, vissi varla hvernig hann át'ti að vera. Það sem hann hafði kom- izt í tæri við varð að rannsak- ast og prófast vandlega og frá öllum sjónarhornum. En hver prófun sannaði ennþá betur til- vist þessara geisla. Þessir nýju geislar þrengdu sér gegnum pappír, tré, tau og málm. Að vissu marki skipti þykkt efnisins ekki máli. Og það sem var ennþá merkilegra, þessir geislar lýstu líka í gegn- um hold, þannig að hægt var að mynda beinin, já, það var hægt að mynda allt í mannslíkam- anum, sem var innan við hold- ið. Sjálfur sagðist hann ekki vera spámaður og trúði heldur ekki á spámennsku ... GEISLAR í GEGNUM MERG OG BEIN Samt grunaSi hann, já, hann var viss að þessi nýja uppgötv- un hans hefði mikla þýðingu fyrir mannkynið. Hann átti þá að verða til þess að veita því innsýn í leyndardóma, sem ekki höfðu áður verið kunnir. Þetta yrði gífurleg bylting fyr- ir læknavísindin, ný aldahvörf. Röntgen var látleysið sjálft, maður sem lifði eftir þeirri meginreglu að vera ekki að svnast. Fyrir honum var þetta einfaldlega uppgötvun, ekki að 40 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.