Vikan


Vikan - 24.06.1971, Blaðsíða 14

Vikan - 24.06.1971, Blaðsíða 14
Uppgötvun Kans hefur bjargað milljónum mannslífa „Nú segir fólk auðvitað að Röntgen sé brjálaður, þetta hlýtur að hljóma eins og lygasaga!“ Þannig hugsaði Wilhelm Conrad, Röptgen prófessor, þegar hann einn á hljóðum nóttum fann hina gegnumlýsandi geisla, sem áttu eftir að hafa svo mikil áhrif á mannkynið. Hann fékk að launum fyrstu Nobelsverðlaun í eðlisfræði... Kvöldið hafði verið eins og öll önnur kvöld. Wilhelm Con- rad Röntgen kyssti konu sína eftir máltíðina, sagðist ætla að vera svolítið le'ngur á vinnu- stofu sinni, sem var í sama húsi og íbúðin. — Þreyttu þig nú ekki of mikið, Willy, sagði Bertha blíð- lega. — Það er engin hætta á því, sagði hann hlæjandi. Undir fjögur augu kölluðu þau alltaf hvort annað gælu- nöfnum . .. Eftir tuttugu og þriggja ára hjónaband vissi frú Röntgen að hún átti aðeins einn keppinaut um manninn sinn og það var vísindastarf hans Hún var hreykin af honum, vissi að hann var einn af færustu eðlis- fræðingum Evrópu, enda var hann orðinn prófessor fyrir þrítugt. Hún vissi líka að hún var eina konan í lífi hans. Hann elskaði hana eina og myndi al- drei elska aðra konu og hann var lika eini maðurinn í lífi hennar. Hún virti fyrir sér þénnan hávaxna og axlabreiða mann; horfði með ástúðaraugum á hann og sá að hann var orðinn nokkuð lotinn, eins og títt er um hávaxna menn. En hendur hans voru smágerðar og vel formaðar. Fyrstu hvítu hárin voru farin að skjóta unp koll- inum í úfna. svarta skegginu. Hann var rétt fimmtugur og húij var sex árum eldri. Dökkbrún augu hans ljóm- uðu af innri glóð og vinir þeirra sögðu alltaf að það væri eitt- hvað rafmagnað við persónu hans. Það hafði henni sjálfri fundizt frá því hún sá hann í fyrsta sinn. Hann var hlédrægur, næstum feiminn og nokkuð einrænn. En hann talaði alltaf af ástríðu- þunga svo það fór ekki fram- hjá neinum að hann var skap- heitur maður. Hann var prófessor í vísinda- legri eðlisfræði við háskólann í hinum rómantíska bæ Wúrz- burg og síðasta árið hafði hann líka verið deildarforseti yfir eðlisfræðideildinni. Hjóna- bandshamingja þeirra var mik- il og ást þeirra jókst með ár- unum. Þau voru barnlaus og það olli þeim trega, þau höfðu alltaf þráð að eignast barn. En fyrir átta árum ættleiddu þau sex ára gamla bróðurdóttur hennar, svo heimilið var glað- legra eftir það. MINNISSTÆTT KVÖLD Síðar átti Bertha eftir að minnast þessa kvölds. 8. nóv- ember árið 1895. Eftir það kvöld gerbreyttist líf þeirra, hinar háttbundnu vemur þeirra og friðurinn á heimilinu varð aldrei eins og áður . . . Hún hafði strax um morgun- inn fundið að eitthvað sérstakt var á seyði. Willy, sem veniulega var svo rólegur, var eins og umskipt- ingur; spenntur, æstur og taugaóstyrkur, jafnvel hryss- ingslegur. Það var eins og hann væri víðsfjarri, tæki ekki einu sinni eftir heimilisfólkinu. Þeg- ar hún sagðist æt!a að gefa honum ejtthvað gott að borða um hádegið, fussaði hann og sagðist vilja fá bita inn á rann- sóknarstofuna. Og svo þaut hann af stað! Gamla þjónustustúlkan þeirra kvartaði yfir því að prófessor- inn hefði varla snert matinn, sem hún hafði lagt sig í lima við. En þær áttu eftir að verða ennþá meira hissa ... maður- inn hennar bað um að fá bedda inn á rannsóknarstofuna, hann ætlaði að vera þar um nóttina. Það hafði aldrei komið fyrir áður. — Hvað er að, Willy? spurði Bertha. — Það hefir margt undarlegt skeð, svaraði hann. — Eitthvað stórkostlegt hefir orðið á veg. mínum og ég losna ekki við það. Meira fékk hún ekki út úr honum næstu vikur. Bertha Röntgen var alvarlega hrædd um að Willy, sem hún til- bað, væri að verða eitthvað undariegur. Hann var algerlega heillaður af vísindum sínum. Hún tók þessu skynsamlega á hlédrægan hátt. Beið aðeins eftir þeirft degi sem hann kæmi og tryði henni fyrir leyndar- máli sínu. Og að því kom . . . — Ja, nú hóar fjandinn, sagði hann. — Það verður ábyggilega sagt að Röntgen sé Framhald. á hls. 39. Wilheim Conrad Röntgen, var sem ungur piltur rekinn úr skóla, vegna þess að hann vildi ekki segja til félaga sins, sem hafði framið einhver pör. En hann hélt áfram skólanámi sínu í Sviss . . . þar hitti hann líka Berthu. Bertha Röntgen var dóttir verts- húshaldara í Sviss. Hún dó eftir 47 ára hjónaband, Röntgen lifði hana í 4 einmanaleg ár. 14 VIKAN 25.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.