Vikan


Vikan - 24.06.1971, Blaðsíða 31

Vikan - 24.06.1971, Blaðsíða 31
STJÖRNUSPÁ HRUTS- MERKIÐ 21. MARZ - 20. APRÍL Um helgina gerist at- burður sem ekki lætur mikið yfir sér í fyrstu en fyrr en varir gerirðu þér grein fyrir dýpri merkingu hans. Vinur þinn er nokkuð laus- máll um það sem er ykkur sameiginlegt. NAUTS- MERKIÐ 21. APRIL • 21. MAÍ & Það er nokkur deyfð yfir þér þessa dagana sem þú getur ekki gert þér fulla grein fyrir. Þú skalt gera eitthvað sem er alveg nýtt því að líkindum stafar þessi drungi af tilbreyt- ingarleysi og mikilli innisetu. TVIBURA- MERKIÐ 22. MAÍ — 21. JÚNÍ I vikunni kemur til þín maður sem þú þekkir ekkert. Líklega kemur hann á vegum annars aðila, en hann mun þó hafa nokkura persónu- lega þýðingu fyrir þig. Unga fólkið má eiga von á mjög skemmti- legri helgi. KRABBA- MERKIÐ 22. JUNI - 23. JÚLÍ Það verður gildra á vegi þínum sem þú að öllum líkindum slamp- ast framhjá af ein- skærri hundaheppni. Þú átt óleyst verkefni sem krefjast snöggra handtaka. Varaðu þig á viðskiptalífinu í heild. LJONS- MERKIÐ 24. JULÍ — 24. ÁGÚST Gömul ósk rætist og kemur sér mjög vel, einmitt nú. Leggðu ekki út í löng ferðalög, nema þau séu mjög vel skipu- lögð. Þú átt vangoldna skuld sem veldur óvið- komandi aðilum nokkr- um áhyggjum. Varastu töluna fjóra. MEYJAR- MERKIÐ 24. AGUST — 23. SEPT. 1 Vikan hefur upp á margt að bjóða, sérstak- lega þeim sem ekki sitja með hendur í skauti. Þú getur orðið þér úti um mjög skemmtilegt og lær- dómsríkt tómstundar- starf ef þú kærir þig um. Laugardagskvöldið verður minnisstætt. VOGAR- MERKIÐ 24. SEPT. 23. OKT. Vikan færir þér ekkert óvenjulegt. Þú skemmt- ir þér á nokkuð nýstár- legan máta, sem er góð tilbreyting í hversdags- leikanum. Þú færð heimsókn eldri persónu sem opnar þér nýjar leiðir og fær þig til að hugsa um ný verkefni. DREKA- MERKIÐ 24. OKT. 22. NÓV Það skeður margt skemmtilegt fyrir þá sem eru ungir og glað- ir. Vikan er alveg sér- staklega hagstæð fyrir fólk undir tvítugu. Þú munt þurfa að umgang- ast nokkuð ókunnugt fólk, en um leið hef- urðu mikið yndi af því. BOGMANNS MERKIÐ 23. NOV. 21. DES. Þú ert nokkuð þverúð- arfullur og óbilgjarn sem gæti komið þér í koll ef þú tekur þig ekki á. Það er ekki allt- af hægt að vera uppi á móti öllum, sérstaklega er það óheillavænlegt fyrir þá sem setja sig upp á móti yfirboður- um sínum. STEIN- GEITAR- MERKIÐ 22. DES. — 20. JAN. Gamall kunningi kem- ur mjög á óvart upp úr helginni. Það er nokk- uð undir sjálfum þér komið hversu áhrif þess verða en vertu við- búin því bezta. Reyndu að haga þér skynsam- lega, þú þarft ef til vill að taka ákvarðanir. VATNSBERA MERKIÐ 21. JAN. — 19. FEB. Taktu ekki mark á öllu því sem þvaðrað er, þótt það sé freistandi. í sambandi við stórvið- burð í fjölskyldu þinni kemur atvik fyrir sem þú átt eftir að velta fyr- ir þér. Heillatala er þrír og heillalitur blár. FISKA- MERKIÐ 20. FEB. — 20. MARZ Mörg tækifæri sýna sig en sakir annríkis þíns þá geturðu ekki gripið þau öll. I raun og veru ertu mjög vel settur eins og er og unið þér vel. Þú þarft að hafa 6amband við ókunnar persónur og leita ráða hjá þeim. VELATRYGGINGAR Samvinnutryggingar leggja óherzlu ó að maata kröfum tímans og bjóða hvers konar tryggingar, sem tilheyra nútíma þjóðféhgi. Vinnuvélar eru notaðar i vaxandi maeli við byggingaframkvaemdir, jarðvinnslu og vegagerð. Viljum vér bonda eigendum slíkra taekja ó, að vér tökum að oss eftirtaldar tryggingar á jarðýtum, beltadróttarvélum, skurðgröfum, vélkrönum og vélskóflum: BRUNATRYGGINGAR, sem nó til eldsvoða og sprenginga ó tækj- unum sjólfum. ALL-RISKSTRYGGINGAR, sem ná til flestra tjóna á sjálfum tækjunum. ÁBYRGÐARTRYGGINGAR.ef eigendur verða skaðabótaskyldir vegna tækjanna. SLYSATRYGGINGAR á stjórnendum tækjanna. Alvarleg slys og stór tjón hafa hent á undanförnum árum sérstök ástæða til að benda á nauðsyn þessara trygginga. GREIÐSLA TEKJUAFGANGS TRYGGIR IÐGJÖLD FYRIR SANNVIRÐI. LEITIÐ UPPLtSINGA HJA AÐALSKRIFSTOFUNNI ARMÚLA 3 EÐA UMBOÐSMÖNNUM UM LAND ALLT. SAMM > I'NÍJAK SIMI 38500 VIÐARÞILJUR í miklu úrvali. Viðartegundir: eik, askur, álmur, fura, val- hnota, teak, caviana, palisander o. fl. HARÐVIÐUR og þilplötur, ýmsar tegundir. PLASTPLÖTUR, Thermopal, ýmsir litir. SPÓNN (eik, gullálmur, teak, valhnota). * Harðviðarsalan sf. Þórsgötu 14, símar 11931 og 13670. 25. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.