Vikan


Vikan - 24.06.1971, Blaðsíða 25

Vikan - 24.06.1971, Blaðsíða 25
sem staðsettar voru þrem míl- um í burtu hinum megin ár- innar, heldur sá hann einnig, að skotmark þeirra var Falls Church í Virginíufylki. Ur loftbelg sínum sendi Lo- we skeyti um árangur hverr- ar skothríðar fallbyssuliðanna, þ. e. hve miklu skeikaði, og síðan stilltu þeir byssur sínar í samræmi við það. Þetta sann- aði, að mögulegt væri að stjórna fallbyssuskothríð úr lofti. Haustið 1861 sá Lowe um breytingu á kolaflutningabáti í fyrsta flugvélamóðuskip sög- unnar. Þessi breyting á skip- inu fór fram í skipasmíðastöð flotans í Washington. Bátur- inn var 122 fet á lengd. Þetta flugvélamóðuskip var skírt U.S.S. G.W. Park Custis. Það var staðsett á hinni hernaðar- lega mikilvægu Potomacá og gat Lowe nú hafið sig til flugs frá ýmsum stöðum með því að flytja skipið til. Næstum öll flugtök Lowes fóru fram í „bundnum" loft- belgjum, sem alltaf voru bundnir við einhvern stað á iörðu niðri með þykkum köðl- um. Liðsmenn héldu stöðugt í kaðlana, og með hjálp kaðl- anna gátu þeir stjórnað hreyf- ingum loftbelgsins. Lowe kaus fremur að hafa þennan hátt á flueniósnum sínum, vegna þess að þá voru laftbelgir hans allt- af í vinahöndum og yfir lands- svæði vinveittra hersveita. En einn af loftbelgjafræð- ineum þeim, sem með Lowe unnu, John La Mountain að nafni, barðist fyrir notkun ,.lausra“ loftbelgia, sem fljúga skyldu yfir herbúðir óvinanna til ýtarlegra rannsókna. La Mountain stakk upp á því að hefia sig til flugs í slíkum belg dag einn, þegar vindur- inn mundi að öllum líkindum feykja honum í áttina til her- búða óvinanna, svo að honum tækist að njósna rækilega um þá. Hann áleit að varpa ætti síðan „kjölfestunni" fyrir borð að niósnunum loknum, svo að loftbelgurinn gæti stigið upp í 2—4 mílna hæð, en í þeirri hæð myndu hinir ríkjandi aus+læeu vindar feykja lionum aftur til herbúða Norðurríkja- manna. La Mountain ætlaði síðan að láta loftbelpinn síga með því að toga einfaldlega í spotta, sem opna mvndi fyrir loftrás um loka efst á belgn- um og leyfa þannig nokkru af loftinu í belgnum að streyma út. LoftbelgjasérfræSingurinn Lowe. La Mountain hélt því fram, að „frjálst“ flugtak myndi gera mönnum fært að afla sér miklu nákvæmari og ýtarlegri upp- lýsinga en athuganir þær, sem Lowe hafði með höndum í sín- um bundnu belgjum, gerðu mögulegt. Lowe hélt því fram, að upp á móti þessum kostum myndi vega sá ókostur, að þannig yrðu menn algerlega háðir hagstæðum vindum og loftbelgurinn og flugmaður- inn kæmist í miklu hættulegri aðstöðu. Hinn 18. október prófaði La Mountain sína frjálsu flugtaks- aðferð með því að fljúga yfir herbúðir Suðurríkjamanna ná- lægt Washington. Hann sveif þar yfir í 1400 feta hæð og skýrði frá herafla og stöðu herjanna allt frá Aquia Creek nálægt Fredericksburg til að- alherbúða Josephs Johnstons hershöfðingja nálægt Bull Run. Allt gekk vel, þangað til La Mountain sneri aftur til her- búða Norðurríkjamanna. Hann lenti nálægt hinni þýzku deild Louis Blenkers hershöfðingja. Þeir álitu hann vera njósnara Suðurríkjamanna, skutu fjölda gata á loftbelginn og fóru illa með flugmanninn. Til allrar óhamingju fyrir Norðurríkjamenn urðu þeir Lowe og La Mountain brátt harðir og bitrir keppinautar, sem létu ásakanir dynja hver á öðrum. La Mountain henti gaman að því, hvernig Lowe notaðist við skeytasendingar úr lofti, og ásakaði hann um að sölsa und- ir sig ónotaða loftbelgi hers- ins til þess eins, að La Moun- tain gæti ekki notað þá. Lowe kvartaði síðan beint við McClellan hershöfðingja og hélt því fram, að La Mountain „hafi svifizt einskis til að skaða mig“, og hann hélt því einnig fram, að keppinautur hans hefði ýkt það mjög, hvers hann sjálfur hefði orðið vísari á sínu „frjálsa“ flugi. McClellan reyndi að draga úr þessum afbrýðikenndu deil- um með því að skipa Lowe yfir loftbelgjasérfræðing í hernum. Þegar La Mountain hélt áfram árásum sínum á Lowe, rak McClellan La Mo- untain úr þjónustu hersins í febrúar árið 1862. Brottrekstur La Mountains var mikið áfall fyrir hernað- arflugið á þessu fyrsta þróun- arskeiði þess, því að hið „bundna“ flug Lowes og hið „frjálsa" flug La Mountains olli í sameiningu miklum óþæg- indum meðal yfirmanna Suð- urríkjahers, sem kvörtuðu yf- ir þessum „helvízku loftbelgj- um“, þegar hersveitir þeirra reyndu árangurslaust að skjóta loftbelgina niður. Þegar La Mountain hafði nú verið rutt úr vegi, einbeitti Lowe sér að því að koma á laggirnar loftbelgjadeild innan hersins. Haustið og veturinn 1961—‘62 sá hann um bygg- ingu sjö nýrra loftbelgja, sem komið var fyrir yfir hernað- arlega mikilvægum stöðum meðfram Potomacánni. Þessir gasbelgir voru saumaðir úr bleiku, indversku silki, sem var tvöfalt að þykkt. Það þurfti allt að 50 þjóðhollar saumakonur til að sauma dúka vandlega saman í einn loft- belg. Saumarnir voru vel styrktir. Sérhver loftbelgur var skreyttur merkjum til þess að sýna þjóðhollustu, allt frá stórum erni með útbreidda vængi til risastórrar myndar af George Washington. Þegar búið var að blása loft- belg upp, var þess gætt, að hann væri ætíð í fullkomnu lagi. Lowe hélt því fram, að hann gæti verið búinn að koma loftbelg á loft fimm mínútum eftir að hann hefði fengið skip- un um flugtak. Bundnu belgirnir hans stigu upp í allt frá 450 feta hæð til einnar mílu hæðar, og flug- njósnarinn var venjulega á lofti í minna en þrjár stundir, nema orrusta stæði yfir, en þá var hann á lofti allan daginn og jafnvel nóttina líka. f hagstæðu veðri aflaði Loftbelgjaliðið verðmætra upp- lýsinga úr þeim 3000 ferðum, sem farnar voru upp í loftið. En þessi hernaðartækni var miklum takmörkunum háð og kom oft ekki að góðurn not- um á þýðingarmiklum augna- blikum vegna slæms veðurs. Þannig komu belgirnir ekki að notum í tveimur stórorrustum í Frelsisstríðinu. f annað skipt- ið var þoka, en hitt skiptið stormur. Og að vetrarlagi þakti ís og snjór loftbelgina, sleit efninu í þeim og hafði í för með sér aðrar skemmdir. McClellan hershöfðingi, sem fór oft á loft með Lowe, fór samt miklum viðurkenningar- orðum um þessa þjónustu Lo- wes í opinberri skýrslu: „Hinn gáfaði og framtakssami flug- maður, sem stjórnaði loftbelgj- unum, á miklar þakkir skilið.“ Heilsu Lowes tók nú að hraka. Honura gramdist skrif- finnska hins opinbera, og hon- um tókst ekki að fá skipun í opinbera stöðu innan hersins (það hefði verið hægt að skjóta hann sem njósnara, ef hann hefði verið tekinn til fangal. Vegna alls þessa sagði Lowe upp starfi sínu um vor- ið 1863. Skömmu síðar var Loftbelgjaliðið leyst upp á hergöngunni til Gettysburg. Þannig varð Norðurríkjalið- ið af frekari þjónustu hæfra loftbelgjafræðinga, þjónustu, sem Suðurríkjaliðið naut al- drei. En samt varð starf banda- ríska Loftbelgjaliðsins í Þræla- stríðinu grundvöllurinn að loft- belgjaafrekum, sem unnin voru heilli öld síðar. ☆ 25. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.