Vikan


Vikan - 24.06.1971, Blaðsíða 46

Vikan - 24.06.1971, Blaðsíða 46
Solbriín án sóibruna M i John Lindsay hf. SÍMI 26400 og ... Hún þagnaði snöggvast, svo sagði hún: — Ég veit ekki neitt. Hann ... — Þér haldið því fram að þér hafið ekki myrt hann? — Ég hefi ekki gert það! Þér eruð vondur! Þér eruð ... — Ekki öskra svona! sagði Jim ergilegur. Hann benti vikadrengnum að rannsaka íbúðina. Þeir komust fljótlega að því að enginn gat hafa falið sig þar. Stúlkan stóð í sömu sporum, þegar hann kom til hennar aftur. -— Það er enginn annar en þér í íbúðinni, sagði hann. — En ég segi yður að ég hefi ekki gert þetta... ég veit ekki hver... það var enginn hér og hann átti enga óvini. Ég varð að taka hnífinn út. Skjálfandi rödd hennar varð veikari. — Ég gæti aldrei myrt... hvíslaði hún og skjögraði svo hún var nærri dottin. Jim greip í hana. Það leið ekki yfir hana, en hún hallaði sér þunglega að honum og and- lit hennar var hræðilega fölt. — Sæktu vatn, sagði hann við herbergisþernuna. — Ég legg hana á rúmið í hinu herberg- inu. Hann varð að bera hana gegnum stofuna og inn í svefn- herbergi hennar. Hann lagði hana á rúmið og setti kodda undir fætur hennar. Hún lá með opin augu og horfði á hann bænaraugum, þegar hann gekk í áttina til dyranna. — Louise verður hjá yður, sagði hann stuttur í spuna. — Ég ætla að hringja til lögregl- unnar. Vikadrengurinn Luzo beið í stofunni og lyftudrengurinn fyrir utan dyrnar. Hann hrökk við, þegar Jim kom fram á ganginn og augun ranghvolfd- ust í svörtu andlitinu. Jim leit á dyraröðina á ganginum. — Hefirðu séð nokkhrn, Ge- orge? — Nei, herra. — Það er gott. Láttu mig vita ef einhver kemur fram á ganginn. Vertu svo kyrr hérna og mundu eftir því að svara engum spurningum. Öskraðu, ef eitthvað skeður ... eitthvað hættulegt. — Já, herra. Jim gekk inn í stofuna og greip símann. Dyravörðurinn svaraði strax. — Náðu i lögregluna í Ham- ilton. Segðu að hér hafi skeð slys. Sjáðu svo til að enginn heyri það. Hann heyrði að pilturinn stóð á öndinni. — Já, herra. —• Flýttu þér og segðu Marn að taka að sér lyftuna. Svo skellti hann á. — Og nú segir þú mér ná- kvæmlega hvað skeði, Luzo. Vikadrengurinn var greini- lega rólegri, eftir að búið var að breiða yfir líkið. En samt tók það einar tíu mínútur að fá skilmerkilega lýsingu frá honum. Luzo hafði verið í stof- unni, þegar hann heyrði raddir frá svefnherberginu. —- Hvað varstu að gera hér? — Sólhlífin, herra. Ég þurfti að fara út á svalirnar og setja hana upp. Ég barði að dyrum, en enginn svaraði. Svo barði ég aftur og gekk inn. Ég varð að ganga í gegnum stofuna til að komast út á svalirnar. — Var nokkur hérna, þegar þú komst inn? — Nei, herra, og dyrnar að svefnherbergjunum voru lok- aðar. Ég læddist í gegnum stof- una og þá heyrði ég raddir þarna inni. Hann benti með skjálfandi fingrum á dyrnar. Háværar raddir, herra. Her- bergið... Hann þagnaði, eins og hann væri að leita eftir orði. Það suðaði, herra. —- Suðaði? Jim hrukkaði ennið. — Þú sagðir það líka áð- an. Hvern fjandann meinarðu með því? Pilturinn yppti öxlum. — Ég veit það ekki, herra. Það var VIÐ HÖFUM ÖDÝRASTA 0G BEZTA ÚRVALIÐ AF STRIGASKÖM SEM VÖL ER A VERÐ FRÁ 120 KR. ^ SKÓBÚÐIN SUÐURVERI 46 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.