Vikan


Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 11

Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 11
sjálf, — auðvitað stutta mynd, til að byrja með. Þetta varð alls ekki erfitt, notaleg dagstund, það sem móð- ir mín myndi kalla „skemmti- legt rabb“, hvorki meira né minna. Robert, það er að segja hennar Robert, varð mér sama ráðgátan. Catherine var allt of háttvís og greind til að gefa mér tækifæri til að skyggnast undir yfirborðið. Sem sagt, ég hafði ekkert upp úr þessari .tilraun. En ég hafði heldur ekki komið upp um sjálfa mig. Hún hafði ekki minnstu hugmynd um hve ofsalega ég var ástfangin í manninum hennar. Ég var ekki svo grimmlynd. Og svo gekk lifið hjá okkur Robert sinn vanagang. En eftir heimsókn Catherine kvaldi for- vitnin mig ekki eins og áður. Ég sJcil þegar dyrum er lokað við nefið á mér. Ég var nákvæm- lega jafnnær um það hvernig samband Roberts og Catherjne hafði verið. Ég hafði reyndar fengið meira upp úr Robert í Amsterdam um þá hlið lífs hans, meira en ég gat vonast til að fá aftur. Þegar við Robert vorum ekki á fleygiferð til furðulegra staða þá lifðum við rólegu lífi, eins og venjuleg hjón, nema að því eina leyti að Michael var eigin- lega alltaf hjá okkur. Ég lærði heilmikið í matreiðslu. Michael var snjall kokkur og hafði mik- ið dálæti á góðum mat. Stund- um setti hann upp svuntu og tók öll völd í eldhúsinu. í og með var hann að skemmta mér, en mér fannst hann ósköp kjánalegur. Þá notaði Robert venjulega tækifærið og flýtti sér að ritvélinni. Þegar matur- inn var tilbúinn settumst við öll þrjú við borðið og stúlkan bar fram það sem við höfðum mallað. Þetta var ósköp heim- ilislegt. Stundum fórum við út eftir matinn, i bíó eða á einhvern skemmtistað, en stundum þurftu Robert og Michael að fara til vinnustofunnar f nokkra klukkutíma og ég sat heima og lagði kabal, en oftast horfðum við á myndaþætti heima.. Það voru reyndar ekki venjulegar heimakvikmyndir, heldur voru þetta allt þættir, sem við höfð- um sjálf tekið. Kvöldið sem varð okkur ör- lagaríkt, var einmitt eitt af þessum kvikmyndakvöldum. Við höfðum verið að horfa á mynd sem við tókum í sirkus, þar voru nokkur af dýrunum, sem við tókum þátt í að veiða í fyrstu ferðinni til Afríku. Þær voru dásamlegar. En næsta spóla var tekin síðar, í annarri Afríkuferð, þegar við fórum í heimsókn til Masaiflokks. Mas- aiarnir voru tregir til að láta taka af sér myndir, þangað til ég kom til skjalanna. Michael benti á hve sniðug ég hefði ver- ið. Svo kom myndin af gamla ljóninu, sem ég fékk að strjúka eins og það væri köttur. Ég var hrifin af þeirri mynd! Svo voru mörg atriði, sem mér þótti gam- an að; það voru myndir af okk- ur Robert (við vorum að vísu innileg hvort við annað á mynd- unum, annað ekki, en þó man ég að ýmislegt skeði á eftir) hjá tjörn, sem var einna líkust díki, einhversstaðar inni í auðninni. Ég skríkti og hló af ánægju, þar sem ég sat við hlið Roberts og hélt um handlegg hans, en Mic- hael malaði stanzlaust og tætti af sér brandara. Svo kom að at- riðinu, þar sem Robert var að kenna mér að drekka úr skinn- flösku innfæddra. Aðalatriðið í þvi er að drekka ekki raunveru- lega vatnið, heldur halda því í munnmum til að svala sér og spýta því svo út, því að vatnið á þessum slóðum er hættulegt. — Sjáðu Candice, hrópaði Mic- hael, — sjáðu, sjáðu, þú gerir þetta ekki rétt! Þetta er nóg! Svo var myndin búin. — Er þetta allt og sumt? sagði ég og vonaði að önnur spóla væri eft- ir. — Já, því miður. Vildurðu hafa það meira? Það hefði.ég sannariega vilj- að, ég fékk aldrei nóg af þess- um myndum. — Ó, hve við höfðum það unaðslegt í Afríku. Látum okkur nú sjá, hve langt er nú síðan? -— Sex mánuðir? Sjö mánuð- ir? gizkaði Michael á. — Það var í fyrravetur, svar- aði Robert. Framhald á bls. 34. 41. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.