Vikan


Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 45

Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 45
Frá Últímu Kjörgarði Kostir: a) — Efnismikið flos úr isl. ull. Þess vegna er l'losið fjaðurmagnað, teppið hlýlegt og endingargott. b) — Botninn er límdur. Bilar ekki. Við ábyrgjumst það. c) — Últímuteppin eru fremur ódýr, þrátt fyrir mikil gæði. Það er vegna þess, að beitt er fullkomnustu tækni við framleiðsluna. Við liöfum nýj- ustu teppavél landsins. Ilún er svo afkastamikil, að bún liefur blotið gælunafnið Gilitrutt, eftir binni fornu þjóðsagnapersónu. d) — Ollímuteppin eru flest einlit eða smáyrjótt, sem oft er mikill kost- ur í augum fólks með þroskaðan smekk, þvi þá truflar ekki mynstur í teppinu aðrar skreytingar híbýlanna, svo sem mynstur í búsgagna- áklæði, myndir á veggjum o. s. frv. Við höfum mesta áklæðaúrval landsins. Gluggatjaldadeild Últímu er á II hæð Kjörgarði. Auk lagerfata saumum við karlmannaföt eftir máli. Mikil endurnýjung vélakosts stendur nú yfir. Hltima er 30 ára á þessu ári. Við þökkum starfsfólki og viðskiptavinum ánægjuleg samskipti á 30 ára starfsferli. —- Fyrir hönd Últímu, KRISTJÁN FRIÐRIKSSON. S **' '1 : KARLMANHAFCTlN 1 ; Mtimu | lli L *■ *** semary sagði: — Ég skil hvers vegna þú vilt kalla hann það, en því miður getur það ekki gengið. Hann heitir Andrew John. Hann er mitt barn en ekki þitt, og ég er ekki einu sinni til viðræðu um þetta atr- iði. Svo eru það fötin. Hann getur ekki alltaf verið í svörtu! Roman opnaði munninn en Minnie sagði: — Heill Andrew! Hún mælti þetta hárri raust og horfðist óhikað í augu við mann sinn. Öll hin sögðu: — Heill An- drew. Heill Rosemary, móður Andrews. Heill Satan. Rosemary kitlaði barnið á bambann. — Þér fannst ekk- ert gaman að heita Adrian, var það? spurði hún hann. — Því trúi ég að minnsta kosti ekki. Viltu nú ekki vera svo góður að hætta að vera með þennan áhyggjusvip. Hún drap fingri á nefbrodd hans. Hefurðu ekki lært að brosa, Andy? Eða ertu búinn að læra það? Reyndu, Andy litli með skrýtnu augun. Geturðu brosað? Geturðu bros- að fyrir mömmu? Hún sló í silfurkrossinn öfuga svo að hann fór að sveiflast til. — Reyndu, Andy, sagði hún. — Bara eitt pínulítið bros. Reyndu, Andy-candy. Japaninn læddist fram með myndavélina, settist á hækjur sér og tók tvær eða þrjár myndir. ENDIR. EL CORDOBÉS Framhald aj bls. 26. Palma Reals varðandi Manuel Benitez Peréz árið 1955). í dýrustu svítu hótelsins eru fimm manns að sýsla við að koma nautabananum í stríðs- búninginn. Silkiskyrta, tvennir sokkar, þröngar buxur, jakki, klútur. Allt þungt vegna dýr- indis líninga og skrauts úr gulli og gullofnum þræði. Klæðnað- urinn vegur ekki minna en 8 kg og er áætlað verð um 77.000 krónur íslenzkar. Hinn aðalleikarinn í hildar- leik dagsins lifir ekki alveg jafn flott. Hann er að finna í þröng- um bás, þar sem hann getur varla snúið sér við. Hávaðinn og hitinn æsa hann og hann er farinn að rymja illskulega. Girondino. Blásvartur boli, 550 kíló. Fimm ára gamall. Snemma í febrúar árið 1960 kynntust tveir menn í Sevilla. Þeir voru múraralærlingurinn og amatörnautabaninn Manuel Benitez Peréz og hinn þekkti umboðsmaður og framkvœmda- stjóri Rafael Sanchéz, kallaður „El Pipo“. Þá var Manuel 25 ára gamall og að flestra áliti allt of gamall til að verða brúkhœfur nauta- bani. En nœm nös umboðs- mannsins og p eningagræðgi beggja leiddi til þess að um- boðsmaðurinn fékk undarlega mikinn áliuga á þessum síð- hœrða og nefbrotna unglingi. Hann gerði við hann samning og gerði Manuel Benitez Peréz að „El Cordobes“, manninum frá Cordoba. Með mútum til blaðamanna og í gegnum nokkrar duglegar auglýsingaskrifstofur kom El Pipo því þannig fyrir að El Cordobes var þekktur um allt heimaland sitt áður en hann lcorn x stóra hringinn í fyrsta skipti. Stóra stundin rann upp þann 15. maí, 1960, og auðvitað var það í Cordoba, stærstu borg Andalúsíu. Á meðan trompettar gullu gekk El Cordobes inn á leikvanginn eins og hippi í nautabanaklœðum. Fólkið gapti. Og verra varð það. El Cordo- bes mistókst meira en nokkrum öðrum nautabana í sögu Spán- ar. Hann þverbraut allar regl- ur hringsins og var hvað eftir annað kominn í beina lifshœttu áður en honum tókst að reka sverð sín í dýrið. Blöðin urðu æf. „Hjólbein- óttur trúður“, sagði eitt blað- anna xim hann og í öðru sagði: „Þessi síðhærði bóndadrengur frá Andalúsíu hefði betur setið 41.TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.