Vikan


Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 42

Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 42
sen, býr í Farragut-stræti 120, tyggur. aldrei tyggigúmmí og 'svo framvegis. Taktu eftir. Kenning mín gerir ráð fyrir því, að hún hafi orðið fyrir árás fyrir utan dyrnar á auðu íbúðinni, áður en hún fékk ráð- rúm til að gefa frá sér hljóð, hafi verið borin upp yfir þak- ið og niður gegnum næsta hús út í bíl, sem beið, meðan þér fóruð og biðuð í fordyrinu. Gal- houn, hringdu á stöðina og og láttu þá senda strax mann út til húss Hessens i Myrtle Drive, og láttu hann vakta það, þangað til að við komum þang- að út eftir. Ég vil gjarnan at- huga skrifstofuna betur í ann- að sinn.“ Meðan við vorum á leiðinni þangað, stundi ég upp: „Hald- ið þér, að þeir hafi-----“ „Nei, ekki ennþá,“ sagði hann til að róa mig. „Þá mundu þeir hafa gert það í auðu íbúð- inni og séð um, að grunur félli á yður.“ Ég vissi ekki, hvort hann meinti það eða ekki, svo að það róaði mig ekki mikið. Næstu uppgötvun gerðum við á skrifstofunni. Ég gekk að litla borðinu, þar sem hún var vön að sitja, á meðan hann framkvæmdi rækilega rann- sókn á skjalaskápunum. Upp- götvanir okkar voru gerðar svo að segja samtímis. „Sjáið þér!“ sagði ég með andköfum. Hún var í rifu í gólfinu, falin af skugganum af borðinu: ljós hárnál, sem hún hlaut að hafa týnt í vinnunni og sem dökkhærður kvenmað- ur af þeirri tegund, sem við höfðum hitt hjá Hessen, mundi aldrei láta sér detta í hug að nota. „Ljóshærð, á því er eng- in vafi,“ sagði hann digrum rómi og sýndi mér, hvað hann hafði sjálfur fundið. „Mér hlýt- ur að hafa sézt yfir það í öll- um asanum hér áður. Þriðja hvert nafn í viðskiptamanna- skránni hérna hefur erlent heimilisfang. Hlutlaus lönd eins og Sviss og Holland. Hvers vegna skyldu þeir hafa áhuga á smá-slúðurgreinum í blöðun- um hérna?“ Aðeins sú stað- reynd, að viðkomandi aðilar eiga ekki heima hér, sýnir, að úrklippurnar geta ekki fjallað um þá persónulega. Að minu áliti er náunginn hérna njósn- ari, og „úrklippurnar“ eru eins konar dulmál —• en einstakar ekta, meinlausar greinar eru settar inn á milli til að villa um. En það er verkefni, sem alríkislögreglan verður að taka að sér. Ég hef aðeins áhuga á að finna stúlkuna yðar. Cal- houn getur svo sett sig í sam- band við skrifstofu alríkislög- reglunnar hér í borginni." „Næsta atriðið í kenningu minni,“ hélt hann áfram, um leið og við flýttum okkur burt þaðan, ,,er það, að hún hafi komizt að einhverju, og að þeir hafi þess vegna álitið, að hún væri hættuleg fyrir þá. Hefur hún nokkurn tíma sagt yður nokkuð í þá átt?“ „Ekki eitt einasta orð. En hún hafði sagt honum, að hún mundi hætta í lok næstu viku, því að við ætlum að gifta okk- ur.“ „Gott og vel, þá hefur hún ekki komizt að neinu, en hann hélt, að hún hefði komizt á snoðir um eitthvað, og það kemur í sama stað niður. Hann þorði ekki að sleppa henni. Og svei mér ef hann hefur ekki gert sitt bezta til að afmá hvert spor um tilveru hennar! Eina glappaskotið var þessi pakki. Ef til vill hefur einhver leigj- andi komið upp á þakið til að taka niður þvottinn sinn, áð- ur en þeir fengu ráðrúm til að snúa til baka og sækja pakk- ann, þannig að þeir hafi neyðzt til að skilja hann eftir til þess að eiga ekki á hættu, að kennsl yrði borin á þá síðar. Komið þér, við skulum á leiðinni fara í þessa klúbbíbúð, svo að við getum náð í húsmóðurina. Hún er augljóslega ein af þeim, úr því að hann mælti með því frá byrjun við stúlkuna yðar, að hún skyldi taka herbergi hjá henni. Hún hefur flutt allt til í herberginu og meira að segja komið fyrir stykki af tutti- frutti tyggigúmmíi undir þvottaskálinni." „Við skulum koma aftur af stað undir eins!“ hrópaði ég. Við gerðum eina uppgötvun enn í herbergi hennar, en hún var í rauninni aðeins staðfest- ing á því, sem við fundum á skrifstofunni. „Hver einasta ung stúlka þvær hár sitt endr- um og eins,“ sagði Gilman, á meðan hann var að róta með eldspýtu í frárennsli þvotta- skálarinnar. Hann breiddi úr einhverju á pappírsblað og sýndi mér það — það voru tvö, mjög ljósleit hár. „Af hverju datt mér það nú ekki í hug í fyrra skiptið?“ Hann lét lög- regluþjón fara með húsmóður- ina með sér á stöðina, og við ókum áfram — í þetta skipti til hússins í Myrtle Drive. Lögregluþjónn sá, sem hann hafði látið Calhoun senda af stað til að gefa húsinu gætur, sást hvergi, og Gilman bölvaði reiðilega, á meðan ég hafði ofsalegan hjartslátt. Húsið var dimmt og kyrrt að sjá, en eng- inn okkar var svo heimskur að halda, að fólkið væri þegar farið í háttinn. Hann nálgaðist aðaldyrnar, og ég fór í kring og kom að eldhúsdyrunum — með skammbyssu, sem hann hafði látið mig fá, því að nú var hann loksins á mínu máli. Við skutum lásana upp sam- tímis og mættumst í miðjum skálanum, sem lá alveg í gegn- um húsið. Á þrem mínútum höfðum við rannsakað herberg- in á efri hæðinni. Engin merki voru um skjóta brottför, en fuglarnir voru flognir — bæði hinn alúðlegi hr. Hessen, þjónn hans og hin laglega, dökkhærða stúlka hans. Þarna voru engin leyniskjöl, en hins vegar sér- staklega grunsamlegt stutt- bylgjusenditæki, sem var inn- byggt í vatnsdunk yfir klósetti, sem ekki var ætlað til notkun- ar. Gilman gerði þessa upp- götvun á-mjög eðlilegan hátt! „Þetta er sjálfsagt njósna- hringur," rumdi í honum, um leið og hann fór að hringja út um bæinn. En þrátt fyrir þetta var Stef- fie ófundin. Ég var svo niður- dreginn, að ég tók ekki sér- staklega eftir þessu eins fljótt og ég hefði átt að gera. Ég meina: Það var eitthvað, sem allan tímann hafði kitlað mig óþægilega í nefið, á meðan við vorum þarna inni. Ég tók fyrst eftir því, eftir að ég var kom- inn út undir bert loft og hann og ég stóðum daprir saman fyr- ir utan húsið. En áður en ég hafði ráðrúm til að vekja at- hygli hans á því, var myrkrið rofið af skörpum ljósgeislum, og bíll kom akandi til okkar. Við færðum okkur svolítið fjær, en það var aðeins lög- regluþjónn sá, sem hafði átt að gefa húsinu gætur, þangað til við- kæmum. Gilman stökk á móti horiurp og öskraði: „Hvern ■skrambann eruð þér að gera! Meiningin var, að þér ætt- uð-------“ „Ég hef njósnað um þau!“ sagði lögregluþjónninn hressi- lega. „Þau fóru úr húsinu, tróðu sér inn í bíl og stungu af. Ég hafði auga með þeim allan tímann, og það gerði ég samkvæmt skipun!“ „Hvert héldu þau?“ „Til bryggju nr. 7 við Norð- urá. Þau fóru um borð í ein- hvers konar vöruflutningaskip, sem leysti landfestar eftir minna en stundarfjórðung. Ég reyndi að ná í yður á stöð „Höfðu þau ljóshærða stúlku með sér?“ greip Gilman fram í fyrir honum. „Nei, það voru aðeins þess- ar sömu þrjár manneskjur, sem fóru frá húsinu hérna: tveir karlmenn og dökkhærð stúlka. Ekki var heldur neinum laum- að um borð, áður en þau komu. Því komst ég að með því að þaulspyrja einn af áhöfninni ___u Hjarta mitt hótaði því, að það mundi brátt hætta að slá. „Nú náum við ekki til þeirra," stundi ég upp. „Við munum al- drei geta------“ „Við náum reyndar til þeirra," sagði Gilman hvasst og hátíðlega. „Það er mögulegt, að þau séu farin frá bryggjunni, en einn af hraðbátum lögregl- unnar getur auðveldlega náð þeim við sóttvarnarstöðina.“ Hann flýtti sér aftur inn í hús- ið til að hringja. Ég fylgdi honuni eftir. Þá var það, að ég tók aftur eftir hinni óþægilegu lykt. Ég vakti athygli hans á henni, þegar hann var búinn að hringja. „Segið mér eitt, er ekki lykt hérna, eins og þau hefðu látið sótthreinsa eða — - “ Hann þefaði. Svo varð hann skyndilega alveg grgr í fram- an. „Það er benzín!" sagði hann. „Og þegar af því er .svona þung og kæfandi lykt, er það ekki góðs viti!“ Ég gat séð, að hann var allt í einu orðinn hræddur — og það gerði mig að minnsta kosti helmingi hræddari. „Bill!“ hrópaði hann út til hins lögreglumannsins. „Komdu hingað inn í skyndi og hjálpaðu okkur! Stúlkan, sem þau tóku ekki með, hlýtur að vera ennþá hérna einhvers staðar. Ég vona bara ekki, að hún sé---------“ Hann lauk ekki við setning- una. Það var heldur ekki nauð- synlegt. Hann vonaði bará, að hún væri enn ekki dáin. Ég var ekki til mikillar hjálpar í því óðagoti, sem allt í einu var á þeim. Eins og í þoku sá ég þá þjóta fram og aftur. Gilman og ég höfðum þegar farið um allt húsið einu sinni — einkum efri hæðina — svo að þeir fundu fljótt rétta stað- inn. Hún lá klemmd inn á milli tveggja stórra ferðakistna og var með tvo poka yfir sér. Ég sá þá lyfta henni upp, og mér virtist líkami hennar vera al- veg slappur og líflaus. „Segðu mér það heldur strax,“ sagði ég. „Bíðið ekki, þangað til að ég hef ekið henni 42 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.