Vikan


Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 15

Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 15
Heilsteikt kóteletturöð (Þ. E. KLOFINN HRYGGUR) > kg kóteletturöð 1'/2 tsk. salt V2 tsk. pipar V2 tsk. rósmarin Fáið hrygginn skorinn að endi- löngu í verzluninni. Nuddið með salti, pipar og rósmarin og setj- ið á grind inni- í ofni með ofn- skúffuna undir. Setjið kjötið inn í 175° heitan ofn. Steikið í 1% —2 tíma. Fínn lambakjötsréttur V2 kg beinlaust lambakjöt 2 msk. smjör eða smjörlíki IV2—2 dl teningasoð 1 V2 tsk. salt pipar á hnífsoddi 2—3 meðalstórir laukar 2 gulrætur 1 lítið blómkálshöfuð 1 pk. frosnar baunir steinselja Skerið kjötið í stóra teninga og brúnið það vel á pönnu. Sett í pott, saltið og kryddið. Sjóðið af steikingarpönnunni með teninga- soðinu og hellið í pottinn. Sjóði í tæpl. klukkustund. tíminn fer eftir hvernig og hvaðap kjötið er. Laukurinn skorinn í báta og brúnaður á pönnunni. Settur i pottinn ásamt gulrótunum sem skornar .eru í smáa bita. Sjóðið gulræturnar með síðustu 10—15 mínúturnar og blómkálið soðið með síðustu 5—10 mínúturnar og baunirnar settar að síðustu úti. Kryddið ef þörf gerist með meira salti og kryddi og stráið steinselju yfir að síðustu. Gott er að bera fram hrísgrjón með þessum rétti. Steikt læri 2 —2V2 kg læri 2 tsk. salt V2 tsk. pipar 2 msk. smjör steinselja, hvítlaukur eða rósmarin, paprika Saltið kjötið og stingið steinselju í það hér og þar (með aðstoð hnífs) eða nuddið það inn með hvítlauk, rósmarin eða papriku. Hitið ofninn í 220° og setjið kjötið á rist í ofninn með nokkr- um smjörbitum ofan á. Lækkið síðan hitann í 170°. Eftir ca. 1 V2 klst. er kjötið steikt en Ijós- rautt inn við béinið fyrir þá sem þannig kjósa að hafa það. Hellið örlitlu vatni á ofnskúffuna og berið soðið með jafnað eða ójafnað eftir yðar eigin smekk. Berið gott salat með og soðnar kartöflur. Það er t. d. gott að skera niður papriku og lauk og setja á salatblöð og hella franskri sósu yfir. GlóSarsteikt lambakjöt með hríísgrjónum (CHELO KEBAB) IV2 kg lambakjöt 1 stór laukur 1 tsk. safran salt, pipar 3 dl hrísgrjón 75 gr smjör 2 eggjarauður Kjötið skorið í litla bita. Kjötið marinerað í rifnum lauknum yf- ir nótt ásamt safran. Skálin verð- ur að vera vel lokuð því það lyktar sterkt. Kryddið kjötið svo með salti og pipar og setjið á grillspjót og síðan glóðarsteikt I 10—15 mínútur allt eftir því hve stórir bitarnir eru og hvaðan þeir eru. Hrfsgrjónin soðin meyr, hrærð saman með smjörinu og eggja- rauðunum og látið gufusjóða undir þéttu loki í 10—15 mínút- ur. Berið síðan fram með kjöt- inu. ÚR PERSNESKU ELDHÚSI 41.TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.