Vikan


Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 5

Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 5
aðferð það notar. Stúdentspróf er nauðsynlegt í öllum tilfellum. Christopher Plummer er Breti, 36 ára og hamingjusamlega kvænt- ur að því að bezt við vitum. Þessi hugmynd þín varðandi getraunaseðlana er því miður óframkvæmanleg vegna gífur- legs kostnaðar og tæknilegra örðugleika. „Vináttan" búin Kaeri Póstur! Ég þakka þér fyrir ofsalega gott lesefni og einkum framhaldssög- una „Barn Rosemary". Ég er ekki búin að fá lausn á mínum vanda frekar en aðrir sem skrifa þér og þess vegna bið ég þig að hjálp mér eins fljótt og þú getur. Ég var með strák fyrir skömmu og við erum nýhætt að vera saman. Einhvern veginn finnst mér að hann vilji ekki vera vin- ur minn, en við vinkonu mína, sem var með honum áður, er hann sem bróðir. Ég veit ekki til þess að neitt alvarlegt hafi komið upp á milli okkar sem gæti hafa spillt vináttu okkar. Viltu nú segja mér hvað ég á að gera til að öðlast vináttu hans? Svo vona ég að þú birtir þetta fyrir mig, því að ég hef svo lít- inn tíma til að skrifa þér aftur ef þetta skyldi lenda í rusla- körfunni. Ein í tímaþröng. Reyndu að fá vinkonu þína til að komast að þessu fyrir þig ef þú þorir ekki að tala við hann sjálf að fyrra bragði, en bezt væri náttúrlega að þú gengir beint að honum og spyrðir hann um ástæðuna fyrir framferði hans. Montrass Elsku Pósturl Við erum hérna tvær stelpur sem erum í stökustu vandræðum með hana vinkonu okkar. Hún er ágætisstelpa en er bara svo ofsalega ánægð með sjálfa sig. Þetta er farið að fara svo í taug- arnar á okkur, að við hreinlega þolum hana ekki lengur. Við erum búnar að gera allt sem við getum, en allt kemur fyrir ekki. Þegar hún fær þessi „mont- köst", sem kemur æði oft fyrir, er hún oft að gera grín að öðr- um á leiðinlegan hátt. Okkur þykir vænt um þessa vin- konu okkar og viljum reyna að hjálpa henni. Getur þú ekki, Póstur góður, gefið okkur gott ráð? Tvær uppspenntar og hjálparþurfi. Mjög liklega stafar þetta af minnimáttarkennd hjá henni; á þessum aldri lýsir minnimáttar- kennd sér gjarnan á svipaðan hátt og það gerir hjá vinkonu ykkar. Þótt það sé dálitið and- styggilegt, ættuð þið einhvern tíma að leika sama leikinn við hana og sjá hvernig henni verð- ur við. Að öllum likindum verður hún sár og fer í fýlu og þá skuluð þið nota tækifærið og benda henni á, að þið hafið einungis verið að leika hegðan hennar sjálfrar eftir. Lágkúruleg krossgátuverðlaun Kæri Póstur! Þannig er, að ég ræð alltaf krossgáturnar í VIKUNNI og fyrir kemur að ég sendi þær. Svo um daginn fékk hún frænka mín verðlaun og okkur fannst þau svo lág, að ég ákvað að skrifa þér og biðja þig að koma því á framfæri að verðlaunin hækki eitthvað. Þau eru búin að vera 250 allt of lengi. Ertu ekki sammála? Hvernig finnst þér skriftin? Ein óð í krossgátur. Jú, svo sannarlega er ég sam- mála og þrátt fyrir verðstöðvun- ina er þessu hér með komið til réttra aðila (og þér að segja, þá hafa allir tekið vel í þetta hér í fyrirtækinu). Skriftin er falleg og regluleg. Ljóma smjörlíki í allan bakstur! LJÓMA VÍTAMÍN SMJÖRLÍKI GERIR ALLAN MAT GÓÐAN OG GÓÐAN MAT BETRI !• smjörliki hf. 41. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.