Vikan


Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 17

Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 17
A veruleika, verðhækkanir á heimsmarkað- inum, sem auðvitað ultu yfir okkur, eins og aðra og órói og vandræði á vinnu- markaðinum. Kosningarnar í fyrra gengu líka ekki eins vel og við höfðum búizt við. En það eru líka mörg verkefni, sem örva og gleðja, þótt ekki sé hægt að koma þeim í framkvæmd í augnablikinu. Það hefur verið ómögulegt að framkvæma mikinn hluta af þeirri áætlun, sem sam- þykkt var á flokksþinginu; styttri vinnu- tíma, lagfæringu á kjörum aldraðra og þeirra lægst launuðu, samræmingu stétta og fleira og fleira. En þrátt fyrir alla erfiðleika er það ljóst að ýmislegt hefur áunnizt, og það er verðugt viðfangsefni að berjast fyrir bættum lífskjörum og betri samstöðu þjóðarinnar; reyndar er óánægjan meðal almennings lika driffjöður til að sækja fram og gefast ekki upp. Það sem gerir starf mitt áhugavert er að vinna að fram- vindu þessara mála og að reyna að láta hugsjónir okkar rætast. Fáið þér oft höfuðverk? — Nokkrum sinnum á ári og þá tek ég. venjulega höfuðverkjatöflu. Hver er uppáhaldsjmatur yðar? — Ég er ekki mikill matmaður. Heima borðum við pylsur, spaghetti, blóðbúðing og ýmislegt í þá veru. Þegra við gerum okkur dagamun, þá borðum við lamba- kótelettur. Drekkið þér vin og aðra áfenga drykki? — Já, en ekki oft. Hve Iengi sofið þér og vaknið þér kannske á nóttunni, til að brjóta heilann um einhver vandamál? — Ég fæ sjaldan meira en fimm til sex klukkutíma svefn. En ef ég hef vakað lengi, þarf ég að sofa út í tvo til þrjá morgna. Ég sofna venjulega strax og sef svo fast að ég vakna ekki einu sinni við vekjaraklukku. Þegar ég er einn heima, læt ég venjulega símann vekja mig. Það kemur sjaldan fyrir að vandamálin haldi fyrir mér vöku, eða að ég vakni á nótt- unni vegna þeirra, kannske nokkrum sinnum á ári. Hvers vegna reykið þér? — Það er hjá mér eins og svo mörg- um öðrum, það er orðinn vani. Því er nú verr, því að mér finnst það peningasóun og örugglega óhollt, stundum er það líka óþægilegt fyrir þá sem umhverfis okkur eru. Svarið þér sjálfur í símann heima hjá yður og hafið þér leyninúmer? — Ég hef venjulegan síma og líka leyninúmer. Ég tek þennan venjulega stundum úr sambandi Það getur verið nauðsynlegt fyrir þá sem eiga lítil börn, þau þurfa að hafa svefnfrið. Stundum þarf ég að svara einum brjátíu símtölum á kvöldi. Ég hafði líka leyninúmer, áður en ég varð forsætisráðherra, en ég varð Svarar nær- göngulum spurn- ingum að skipta um númer, vegna þess að ég fékk stundum hinar furðulegustu upp- hringingar. Það kom til af því að sá sem hafði haft númerið áður, var síður en svo löghlýðinn borgari. Einu sinni hringdi einhver náungi klukkan þrjú um nótt og spurði hvort • þetta væri hjá sámgöngu- málaráðherranum. Ég svaraði því ját- andi. „Hvenær í fjandanum fer lestin frá Eslöv til Lomma"? Hvaða ákvarðanir eru erfiðastar? — Þér skuluð hafa það í huga að stjórnin vinnur saman. Við ræðum mál- in frá öllum hliðum, veljum og höfnum, þangað til samstaða næst. Þetta finnst mér ákaflega þægileg vinnutilhögun. Starf mitt er að mörgu leyti einmanalegt starf, en ég er aldrei einangraður. Það gefur að skilja að þær ákvarðanir, sem ég verð að taka, eru alltaf ábyrgðarmikl- ar og erfiðar viðfangs. En ég á sjaldan erfitt með að taka ákvarðanir. Það verð- ur ekki umflúið. Það þýðir ekki annað en að hugsa um málefnið frá öllum hlið- um með ábyrgðina í huga. Það er ekki hægt að krefjast meira af sjálfum sér. Það þýðir lítið að skjóta málunum á frest. Hlustið þér á pop-tónlist? — Á tímabili hlustuðu synir mínir á hana, þá heyrði ég þetta stundum. Hvað finnst yður um klæðnað konu yðar? Frnmhald á bls. 36. Einstaklingurinn Drekkið þér vin og aðra áfenga drykki? Hvers vegna reykið þér? Hvað sofið þér marga klukkutima? Hvað finnst yður um klæðnað konunnar yðar? Hvað finnst yður um klámölduna? Hvernig duga húshaldspeningarnir? Hvað ætlið þér að gera þegar þér hættið störfum sem forsætisráðherra? 41. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.