Vikan


Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 18

Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 18
„VIÐ VORUM MESTU 4 SKEMMTI- KRAFTAR í HEIMI" ÞriSji og síðasti hluti viðtalsins við Ringo Starr. Hér talar hann m.a. um sjálfan sig sem hljjóðfæra- leikara, beztu plötur Bítlanna. — Tölum um trommuleik þinn. Æfir þú þig mikið? — Ég hef aldrei æft mig nema með hljómsveit. Ég hef aldrei getað setið einn og lam- ið á bretti eða eitthvað svoleið- is, rump a bump. — En það er samt satt, að síðan Bítlarnir leystust upp, þá hefur þér farið fram sem trommuleikara og þú hefur hlotið almennari viðurkenn- ingu? — Ég hef alltaf verið góður trommuleikari. Það hefur alltaf verið gert lítið úr mér sem trommuleikara, en mér hefur verið sama. Mér væri ekki eðli- legt að reka upp öskur og segja: „Hvaða rétt hafa þeir til að segja að ég geti ekki spilað? Ég er beztur...“ Ég veit að ég er bezti trommuleikari í heimi... mér finnst ég allavega bezti trommuleikarinn á þessu sviði. Og allt í einu er ég farinn að spila með öllum og allir segja að ég sé góður. Ég hef aldrei haldið því fram að ég væri góð- ur trommuleikari, ég hef ekki þurft þess. Ef mér finnst ég vera það, þarf ég ekki að hafa áhyggjur-af því, þótt einhverjir segi: „Iss, hann getur ekkert spilað og það er Paul McCart- ney sem spilar á öllum plötum.“ Fólk hefur svo sem sagt þetta, tómir helvítis asnar. Svo spila ég allt í einu með Leon (Russ- ell) sem segir fallega hluti um mig og sömu sögu er að segja um Steve Stills og B.B. King „Það hefur alltaf verið gert lítið úr mér . . . en mér finnst ég bezti trommulcikari í heimi . . .“ og marga fleiri og allir segja að ég sé ofsalegur. Þetta er allt i lagi, mér er skítsama þótt ein- hverjir segi að ég geti ekki spil- að. Ég veit að ég get það. — Þér finnst still þinn þá ekki hafa breytzt mikið siðan á „With The Beatles"? — Mér finnst ég vera sterk- ari núna... Á ,,Pepper“ bar töluvert á mér og svo á hvíta albúminu og „Abbey Road“ var það mjög gott. Á þeim plötum fannst mér trommuleikurinn mjög góður, einstaklega góður — allavega fyrir mig, persónu- lega. Ég er trommuleikari sem Ringo og kona hans, Maureen, ásamt eldri syninum, Zak. Mynd- in er tekin fyrir nokkrum árum, á Maharishi-tímabilinu. legg mig fram og gef allt mitt í það sem ég spila. Bilin eru mér mjög mikilvæg. Ég þoli ekki trommuleikara sem spila sóló á meðan einhver er að syngja. Það er algjör óþarfi. Svo lengi sem maður leggur sitt i músík- ina, vertu kyrr á þínum stað og haltu bandinu saman, hvaða tilgangi þjónar það þá að spila sóló allt lagið? Það er einhver að syngja skemmtilegt lag sem fólk vill hlusta á. En sumir trommuleikarar geta ekki hætt þessu, vegna þess að þeir vilja alla tíð vera mestir. — Hver var fyrsti uppáhalds- trommuleikarinn þinn? — Cozy Cole, ha ha ha! Ég hef aldrei keypt eina einustu trommuplötu. Ég eignaðist fyrsta trommusettið mitt þann 1. janúar og í febrúar var ég kominn i hljómsveit. Það hefur verið þannig síðan; ég hef al- drei æft nema með hljómsveit. Jú, fyrstu vikuna sem ég átti settið lokaði ég mig inn í svefn- herberginu mínu í Liverpool og barði settið og þá kom manrma inn og skipaði mér að hætta, þvi ég vekti nágrannanna. Það gérði Ómar Valdimarsson heyra KA * ma bo lægra láti ekki svo mikið til, því mér leiddist að sitja þarna og berja á trommurnar. Maður gat ekki spilað nein lög, þú skilur, svo ég æfði mig ekki meira eftir það. Ég æfi þegar ég fer inn i stúdíóið og þegar ég á að fara á svið. Ég get ekki lagt neitt út fyrir sjálfan mig, og hef al- drei i lífi mínu átt æfingabretti. „É(! get ekki sagt að Mick Jagger sé vinur minn . . . við vorum alltaf meiri og stærri en Rolling Stones." Ég hef hreinlega engan áhuga á að vera hraður og teknískur; það er ekki góður trommuleik- ari í huga mér. Ég vil gera mitt og ef einhversstaðar kemur gap, vil ég vera nógu góður til að fylla það. Fyrir mér eru trommur eins og að mála; maður bvggir upp. Ég er ekki að skrifa skáldsög- ur um allt. Trommuleikur er mynd meira en nokkuð annað. Ég er undirstaðan og svo set ég tilfallandi búta hér og þar, en þetta verður að vera fast fyrir mér. Það verður að vera ákveð- ið form á því sem ég spila. Ég er rokk trommuleikari. Ég er hrifinn af holum sem birtast hér og þar og mér finnst gaman að gera mistök. Nú hef ég sérstakan stíl og fólk reynir að kópíera þann stíl. Rétt eins og fólk hefur reynt að stæla Ginger (Baker), reynir fólk núna að stæla mig. Ég veit það, því ég hef talað við marga trommuleikara. Þeir segja allir: „Nú förum við og spilum eins og Ringo.“ — Hvaða trommuleikara heldur þú upp á núna? — Aðallega Jim Keltner og Jim Gordon — og sérlega vegna þess að ég hef spilað með þeim báðum; ég hef ekki spilað með öðrum trommuleikurum. Þeir eru mjög góðir; þeir leggja sitt út og fram. Teknískt séð er Jim Gordon hreint ótrúlegur . . . svo 18 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.