Vikan


Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 28

Vikan - 14.10.1971, Blaðsíða 28
— Ég er ekki svo yfir- máta upptekin af hinni fagurfræðilegu hlið hlut- anna. Leitast við að list mín hafi kyngimögnuð áhrif — magíska effekta — óg ef það tekst ekki finnst mér verkið allt unnið fyrir gíg. Ég vildi gjarnan kalla verk mín magísk leikföng. Þannig komst María Jósefsdóttir að orði við blaðamann Vikunnar sköinmu áður en hún opn- aði myndlistarsýningu sína í Norræna húsinu í sept- ember síðastliðnum. Þá sýningu liélt hún ásamt annarri listakonu, Sigriði Björnsdóttur. María Jósefsdóttir mun líklega öllu kunnari undir nafninu Mirjam Bat-Jósef, en það er hið hebreska nafn hennar. Að henni standa ættir Gyðinga frá Litháen, en hún er fædd í Berlin og ólst upp í ísrael. Þar stundaði hún listnám, tók próf sem Iistkennari, gegndi herþjónustu eins og aðrar ísraelskar ungfreyj- ur, fékk styrk til listnáms í París og bjó þar næstu seytján árin. En síðan 1969 lierfur hún átt heima í Jerúsalem, en er íslenzk- ur ríkisborgari; var áður gift Erró (Ferró, Guð- mundi Guðmundssyni). — Verk mín eru mínir einu tryggu elskhugar, jafnt andlega sem líkam- lega, hélt listakonan áfram. — Þau hafa kostað mig mikla vinnu og fyrirhöfn, en þeim mun meira erfiði sem ég verð að leggja í þau, þeim mun meiri full- nægingu veita þau mér. Verk Maríu, þau er mesta athygli vekja, eru hlutir ýmiss konar, stóll (stool for her), blævæng- ur, vog. Þau eru dekóratif og í mjög sterkum litum, full með tákn. Þar er mjög slegið á strengi þess eró- tíska og dulúðar þeirrar er tengd er við erótík og frjósemd. Einhver myndi kalla þessi listaverk kven- leg í fyllsta máta, og sú skilgreining væri listakon- unni sjálfri varla á móti skapi. — Á ferli minum sem listakona, sagði hún, — og i samskiptum við aðra listamenn hef ég þrásinn- is rekið mig á þann grund- vallarmun, sem er á kynj- unum og kemur skýrt fram i listtúlkun þeirra. Karl- maðurinn cr vísindalegri i sinni túlkun, konan hneig- ist hins vegar fremur að því skapandi, kreatífa. Eins og sjá má af ofan- skráðu er María nánast heimshorgari, og hlæbrigði þau er koma fram í verk- um hennar því komin úr mörgum stöðum. Frá því 1964 hefur hún unnið að því að tengja saman ólik- ar listgreinar ásamt ljóð- skáldum, danslistamönn- um, leikurum, tónlistar- mönnum og fleiri. Hún hefur haft frumkvæði að sýningum á verkum, sem ska]iazt liafa við slíka sam- Framhald á bls. 29. Myndin að ofan er af einu verka Maríu, sem táknar erfiðleika kyn- þáttanna við að nálgast hver annan. Að neðan er María með blæ- væng forkunnarfagran, sem er gerður af þeirri hind að hægt er að láta hann sýna fjórar ólíkar hliðar. Enda heitir hann „Fjögurra and- lita blævængur".

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.