Vikan


Vikan - 13.07.1972, Síða 16

Vikan - 13.07.1972, Síða 16
HINN LEYNDI ÓVINUR Framhaldssaga eftir George Harmon Coxo Fyrsti hluti Hún ætlaSi að fara að loka dyrunum, en ég teygði út höndina og greip í hurðina. £g opnaði hana betur og gat þá séð mest af klefanum. Ég býst við, að það hafi verið klefinn, sem ég vildi sjá. Það hafði verið farið burtu með flöskurnar og glösin og það var ekki búið að búa um þilrúmin ... Þegar fyrsta ýlfrið i blistru járnbrautarlestarinnar kvað við i myrkrinu, þá var sem taugar minar ýlfruðu með henni og æptu, og ég fann gamla óróleikann og ó- styrkinn gripa mig á ný. Ég stirðnaði allur upp og sat graf- kyrr i lestarklefa minum við þetta óvænta hljóð. Mér létti i rauninni ekkert að ráði, þegar ég gerði mér grein fyrir þvi, hvert þetta óvænta hijóð var. Ég var enn fullur óróa og kviða. Ég starði út um gluggann og reyndi að berjast við þetta, ...að ná vaidi yfir mér. Ég beið þess-, að tauga- titringurinn hætti, og gerði mér grein fyrir þvi, að ég hafði ekki enn læknazt af þessu, sem ég hafði veikzt af eftir bardagana á Salómónseyjunum vestur i Kyrrahafi. Hljómfail lestarh jólan na breyttist dálitið við skiptisporið á járnbrautarteinunum. öryggis- merkið klingdi skyndilega viö eitt augnablik, framljós bils, sem beið við skiptisporið, lýstu upp gluggann i kiefanum minum. Svo hófst aítur sama tilbreytingar- lausa hljómfall hjólanna. Það varð aftur niðamyrkur. Og nú heyrði ég, að einhver barði að dyrum hjá mér. Earl Carlin kom inn. Har.n var með vinflösku og tvö glös í hönd- unum. Hann var jakkalaus, skyrtan hans var iburðarmikil og með gullhnöppum. Hann virtist ekkert drukkinn að ráði, þótt hann væri búinn að drekka allan timann siðan við fórum frá New York fyrir hálfum öðrum tima siðan. Hann virtist jafnvel ekkert þreyttur. Hann leit bara út eins og venjulega, ... dökkur á brún og brá, slyngur og slægur. Hann lokaði siðan klefahurðinni á eftir sér með þvi að ýta þrekinni öxl- inni i hana. ,,Ég hélt kannske, að þig langaði i dropa undir svefninn,” sagði hann. „Annars skal ég drekka pr báðum glösunum.” Hann lét" glösin á hillu og hellti whiskýi i þau. Ég ákvað að þiggja hressingu. Ég hafði drukkið tvö glös i við- hafnarklefa Jóhanns Marshalls. Mér hafði svelgzt á við hvern sopa, á meðan ég reyndi að leika hlutverkið eftir beztu getu, sem ég varð þar að leika. Nú vonaði ég, að ég hefði gott af sterkum sopa. Ég þakkaði honum fyrir og tók við glasinu. Hann settist á rúmið og horfðí á mig undan þykkum, svörtum brúnum, sem voru næstum samvaxnar yfir breiðu nefi hans. ,,Ég býst við, að þú hafir ekki vitað um giftingu Jóhanns, sem er nýafstaðin,” sagði hann. „Jóhann sagði mér bara að ná i manninn I svefnklefa númer B og koma með hann i viðhafnar- klefann. Það leið næstum yfir mig, þegar ég sá, að þú varst þessi náungi i klefa númer B.” „Vissirðu ekki, að ég var i lestinni?” „Nei,” hann hristi höfuðið. „Þetta var auðvirðileg brella hjá Jóhanni. Það var andstyggilegt af honum að blekkja þig þannig. Ég veit ekki, hvar Jóhann fær þessar hugmyndir i kollinn né hvers vegna. Ég veit ekki, hvað hér liggur á bak við hjá honum, en þegar illmennskan nær tökum á honum......” Hann lauk ekki við setninguna. Hann þurfti þess heldur ekki. Og nú langaði mig til að vita, hvort Carola hafði vitað, að náunginn i klefa númer B væri ég sjálfur, en ég gat ekki spurt hann að þvi. Beiskjan og reiðin hafði komið mér öllum úr skorðum innvortis, og ég var hræddur um, að merki um það heyrðust I rödd minni, ef ég spyrði þess. Við sátum þvi bara þegjandi. Carlin starði á glas sitt, en ég út um gluggann, þangað til dyrnar voru aftur opn- aðar. 1 þetta skipti var ekki bariö að dyrum. Dyrnar voru bara opn- aðar, og Jóhann Marshall slangraði inn. Hann greip i hurðina og megnaði að rétta sig upp aftur. Þarna stóðu tuttugu miljón dollarar .. blindfullir! Hann var jakka- og vestislaus. Skyrtan var opin i hálsmálið. Otitekið andlit hans var slétt og regiulegt. Það var slikja i bláum augum hans, og um munn hans lék bjánalegt fylliraftsbros. Mig langaði til að lemja brosið burt. Ég gat fundið krampadrættina aukast i baki mér og fætur mina byrja að titra snögglega, og þá hreyfði Carlin sig allt i einu og stanzaði á milli okkar. „Halló,” sagði Marshali. „Ég þarf bara einn drykk i viðbót.... bara einn sopa.” Hann teygði út höndina og tók glasið úr hendi Carlins. „Það var rétt og, vinurinn! Gamli, góði Carlin!” Hann saup gúlsopa og reyndi að skorða fætur sinar til að vinna á móti ruggi lestarinnar. Hann horfði á mig augum, sem virtust vera orðin hálfblind, og kimdi. „Halló, Wallace,” sagði hann. „Ég held að nýja brúðin min hafi hundskammað mig.” Hann teygði út hendina og ætlaði að fara að láta glasið i gluggakistuna, en honum tókst þaðekki. Ég greip glasið, er hann hljóp allur i keng, og Carlin greip hann og lagði á rúmið mitt. „Alveg út úr, steindauður! ” sagði Carlin. (,Já, þetta er nú brúðgumi i lagi! Að kvöldi sjálfs giftingardagsins!” Ég setti glasið I gluggakistuna. Ég skalf ennþá, er ég horfði á Carlin hagræða máttlausum fótum Marshalls og færa hann úr skónum. Er hann hafði lokið þessu, sagði Carlin: „Hann verður að fá að sofa hérna. Þú getur verið I klefanum hennar Lindu Jordans, og hún getur verið i klefanum með Carolu. Það er aðeins nokkurra tima ferð eftir.” Ég samþykkti þetta. Ég sagðist ætla að hátta mig fyrst. Ég beið þess svo, að hann færi aftur til klefa sins, svo að ég hefði nægilegt svigrúm til að hátta mig ný framhaldssaga 16 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.