Vikan


Vikan - 13.07.1972, Síða 42

Vikan - 13.07.1972, Síða 42
HVERJ ODRU BETRA engin takmörk sett, hvorki i tima né rUmi! - 0, herra, almáttugi skapari himins og jaröar! Þetta skiptir ekki svo miklu máli, meöan þaö er aöeins hugarraun, fræöisetning. En ég er farinn aö verða var við þessa endurnýjun og þennan samjöfnuö I fari sjálfs min. Ég skynja tvifara mina og fyrirrennara, og mig órar fyrir þeim, sem koma. Hér sit ég og ákveö örlög þeirra. -Orö þau, sem ég segi nú, skulu þeir einnig mæla á krossinum, og eins og ég drekk þetta, skulu þeir einnig drekka þaö einhverju sinni i fyllingu timans, til endurgjalds syndunum i þúsund ættliðu! Hann tæmdi kaffibollann og kastaöi honum á malbikiö, svo aö hann fór I mola. Ég skenkti honum koniaksstaup. Þaö virtist hafa góö áhrif á hann. Enn eru tengslin ekki þaö sterk, aö ég sé úr sögunni sem ein- staklingur. Ég get kannski dáiö og gleymt öllu. En ég vildi ekki vera sá næsti! . Þetta byrjaöi svo sem ekki á neinu merkilegu. Ég var ein- hverjujsinni i samkvæmi þar sem einn gestanna sagbi eitthvaö móðgandi viö konu. Þetta kom okkur öllum I hálfgerð vandræöi. En allt i einu tóku áhrif þessa á skynjun mina snöggri breytingu. Ég haföi ekki drukkið neitt - eitt, tvö glös af rauðvlni, þaö var allt og sumt. Þessu syipaöi heldur ekkert til hins marglita draum- hjúps ölvunarinnar. En ég skynjaði óvænt og óljóst samrunann við fortiðina. Þarna sat ég og fannst þetta hafa gerzt fyrir óralöngu. Hlutirnir misstu hið tlmabundna og óvéfengjan- lega auðsæi sitt, hin efniskenndu einkenni sin. Það færðust nokkurs konar leiðsluáhrif yfir salakynnin og fólkiö, og ég sá svo sem gegnum það og burt frá þvi, þaö varö aö eins konar ævarandi neind. Já, ég fæ ekki lýst þvi með oröum. Það var hræöilegt. Ég veiktist og varð ab fara heim. En þegar ég tók hatt minn og staf og kvaddi, var þetta fyrirbrigöi mér ekki nálægara en gömul endur- minning. Þegar ég var aö raka mig einn morguninn, kvaö allt I einu svo rammt aö þessu, að mér fannst sem þaö myndi aldrei liða frá aftur. Og aö það myndi aldrei bera neitt nýtt fyrir mig framar. Allt, sem ég geröi, hafði ég áöur gert, ég vissi hvað það var, sem fyrir mér lá: gamlar hvimleiðar „dægrasty ttingar”, unaðs- semdir, sem ég var innilega þreyttur á, aldrei áhrif af nýju vlni, aðeins timburmenn. Og gamlar vitleysur, skyssur, óhöpp. Ég gekk að starfi minu eins og dæmdur maður, þar var engin miskunn. Auövitað gat ég skákað við- buröunum, ef ég var sá fyrsti, sem vissi hvað i vændum var. En þaö var engan veginn neinn leikur aö fara viturlega að ráði sinu. Og sé eitthvað, sem maður verður ekki vitur af, þá er það skaðinn. - Annars litur út fyrir, að fyrir- rennari minn hafi heldur ekki verið svo blár. Mér dylst sem sé ekki, aö ég endurtek mistök hans viö að reyna að komast undan þessu. Nú hef ég til dæmis tekizt ferö á hendur til Parisar. Það hefur hann lika gert, - að sjálf- sögðu. Og það var það óskyn- samlegasta, sem hann gat gert. Þvi að nú koma þau á eftir, bæði tvö, og ég mun hitta hana eftir fjóra daga! Gæti ég nú sagt henni allt af létta, þá væri okkur kannski borgið, en hún myndi ekki skilja eitt einasta orð af þvi. Þegar Varholm og heitmey hans birtust mér foröum á Karls Jóhanns götu, sá ég ekki alll i einni svipan. En ég fann, að ég haföi haft eitthvað meira saman viö þau að sælda en ég gerði mér grein fyrir. Og ég varð gripinn kveljandi ótta við tilfinninguna þaö, að i vændum væri eitthvað, sem ekki yrði hjá komizt. Mér fannst ég vera skuggi, vofa, er aðeins endurtæki það, sem aðrir höfðu áður gert. Ég gerði upp- reisn gegn þessu, ég leitaði undankomu til þess að leika á örlög min og sjálfan mig - það yrðu átakanleg, óþolandi og hláleg látalæti. Dag nokkurn hitti ég hana. Ég get ekki sagt „af hendingu”, örlög min eru þvi miður engri tilviljun háð framar. En mér var um megn að gera minnstu tilraun til að forðast hana. Það þarf ekki að fjölyrða um það, að við fórum inn I vinstofuna i TIvoli, og þar sagði hún mér svolitið, sem ég raunar vissi, en sem ég vildi þó helzt leiða hjá mér. Það leyndi sér ekki, að hún vildi mér eitt- hvað. Þá strax hefði ég átt að segja henni allt af létta, en ég gerði það ekki. Eg kenndi mig I sannleika sagt ekki mann til þess. Og nú er það um seinan. Þegar ég kom heim um mið- aftansleytið, sá ég þetta allt eins og I draumi - ekki skýrt og greinilega, en með sömu hverfulu og óskipulegu myndbrigðunum og I draumnum. Ég sá, að ég ferðaöist burtu og að ég var erlendis um missirisskeið, og ég sá, að hún elti mig. Hún brá mér um það, að ég hefði hans vegna stokkið úr landi. Hún kærði sig alls ekkert um hann framar, og vildi ekki hafa neitt meira saman við hann að sælda, hún væri fr- jáls, og hún vildi yfirleitt ekki leggja fjötur á neinn. Ég sá herbergið, þar sem við vorum, það var stórt gisti- hússherbergi með gljáfægðu gólfi, gulu veggfóðri og svörtum arni. Hún gisti hjá mér i þrjár nætur. Svo kom hann. Og hann fór aftur burtu, og úr sögunni var hann. Allt þetta sá ég. Jæja. Ég gat auðvitað ekki verið um kyrrt I Kristjaniu. Ég varð að fara burtu, og mér finnst ég hafa gert allt til að komast hjá þessu. Og nú hef ég verið hér um missirisskeið. Fyrst var ég i Paris, og svo fluttist ég út til Charenton. En fyrir viku siðan kom ég aftur til Parisar. Og hér hef ég fengið herbergið, - með gula veggfóörinu og svarta arn- inum, herbergið, þar sem viö hittumst! Hann sat kyrr um stund, og barbi I sifellu fingrunum i borðið. Svo tæmdi hann staup sitt I skyndi og reis á fætur. - Já, sagöi hann, - ég verð að fara, ég fer héðan i kvöld. Hún er á leiðinni hingað. Þegar ég kom heim til Krist- janiu, frétti ég, að blöðin hefðu skýrt frá þvi, að ungi tauga- iæknirinn, dr. med. Hreiðar Oxaas, hefði með skyndiiegum hætti látizt I Paris, þar sem hann dvaldist við framhaldsnám. 42 VIKAN 28.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.