Vikan


Vikan - 05.10.1972, Blaðsíða 6

Vikan - 05.10.1972, Blaðsíða 6
SÍÐAN SÍÐAST Fakírinn Gung Han Bhey rekur sverð gegnum tungu sér; á bak viS hann stend- ur sonur hans fjórtán ára, sem var honum til aðstoSar. EKKl FYRIR TAUGAVEIKLAÐA í lok sirkussýningar mikillar í Sydn- ey í Ástralíu gekk kynnirinn fram, ávarpaði áhorfendur og tilkynnti að dagskráin væri að vísu á enda, en þó væri eftir eitt atriði, sem fólki með slappar taugar væri eindregið ráðlagt að horfa ekki á. Nokkrir áhorfenda gengu þá út strax, en miklu fleiri þó á meðan atriðið var sýnt. Sá sem tróð upp var franskur fakír, sem nefndist Gung Han Bhey, og voru honum til aðstoðar kona hans og son- ur fjórtán ára. Áhöldin sem hann brúkaði voru grönn sverð með hár- hvössum oddum og stálörvar. Hann byrjaði með því að leggja einu sverð- inu í hægri síðu sér unz oddurinn gekk út um kviðinn fimmtán sentimetra frá. En ekkert blóð rann úr sárinu, ekki svo mikið sem dropi. Þá brá fakírinn öðru sverði og lagði í vinstri síðuna. Þriðja sverðið rak hann gegnum háls sér, því fjórða stakk hann gegnum tunguna. Og enn sást ekkert blóð. Sýninguna endaði Gung Han Bhey með því að stilla sér upp í tveggja metra fjarlægð frá syni sín- um og láta hann henda í sig heilum tug kastörva. Hittu þær allar nakinn skrokk fakírsins og stóðu þar fastar. Sjálfur segist fakírinn ekkert botna í þessu. Hann veit aðeins að tvisvar daglega, og meira að segja þrisvar á laugardögum og sunnudögum, fellur hann í trans og getur þá rekið sig eins oft í gegn og verkast vill án þess að bíða af því nokkurn skaða. Hálfri klukkustund eftir sýninguna fengu fréttamenn að skoða fakírinn og voru örin eftir sverðin og örvarnar þá þeg- ar næstum horfin. RIÐANDI TIL MONCHEN Fjöldi manns lagði leið sína á Ólym- píuleikana í Munchen og notaðist til þess við ýmis farartæki, flugvélar, j árnbrautarlestir, langf erðavagna, einkabíla og jafnvel reiðhjól. En ekki hefur frétzt af nema einum sem fór á hesti, því farartæki sem lengst af sög- unnar var notað mest allra. Þessi eini er fjörutíu og eins árs gamall Breti, Gordon Naysmith að nafni og búsettur í Lesótó í Afríku syðst. Fjórða nóvember 1970 steig hann á bak hesti sínum á hlaðinu heima hjá sér og reið af stað norður á bóginn — í áttina til Munchen. Naysmith, sem er elektrónufræðingur, hefur síðan þeytzt áttatíu til hundrað kílómetra á dag. í Aþenu dokaði hann við í tvo daga til að hvíla sig og hestinn, en ætlaði síðan áfram norður um Grikkland, Júgóslavíu, Ungverjaland og Austur- ríki. í Aþenu var hann spurður, hvort kona hans hefði verið þessu ferðalagi samþykk. Hann hugsaði sig um sem snöggvast, en sagði síðan: „Sjáið þér til, held ég hafi bara ekkert spurt hana að því.“ Naysmith á gangvaranum, og þarf líklega aftur til Mongóla eða Húna aS finna dæmi um aðra eins reið. LeitaS aS gulli í lappneskum læk. GULLÆÐI I SUMARFRll Á tvö hundruð kílómetra löngu og þrjátíu til fimmtíu kílómetra breiðu belti nyrzt í Noregi og Finnlandi er talsvert af gulli í jörðu, og hefur lengi verið um það vitað. Löngu áður en gullæðið í Alaska byrjaði þekktist það að áður bláfáætkar norskar eða finnsk- ar fjölskyldur yrðu í einum hvelli flug- ríkar á því að finna gull. En nú er gullið þarna í mjög smá- um stíl og dreift í örsmáum kornum út um allar trissur. Það þarf því mikla ástundun og þolinmæði til að ná sam- an svo nokkru nemi af því. Það finnst helzt djúpt í leðju og sandi á botni vatnsfalla. Þar eð gullið er átta til tíu sinnum þyngra en venjulegur sandur og möl, er venjulega djúpt á því. Lengi hefur talsverður hópur fólks stundað gullleit þarna norður frá, og er orðið allalgengt í Finnlandi að fólk taki sumarfríin í þetta. En þar að auki eru þó nokkrir að þessu mánuðum eða jafnvel árum saman, snúa baki við sið- menningunni og bjóða hinum illræmda mývargi Lapplands, sem herjar yfir sumarmánuðina, byrginn. Flestir kváðu finna einhver korn, en ekki mörg. Og þótt fáir komi heim öllu ríkari en þeir fóru, þá finnst flestum þetta gaman og hressandi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.