Vikan


Vikan - 05.10.1972, Blaðsíða 43

Vikan - 05.10.1972, Blaðsíða 43
SKRIFUÉLIN Box 1232 Suðurlandsbraut 12 Reykjavík, sími 19651 .Cáiioii UMBOÐIÐ CANON er mest selda rafeinda-reiknivélin á íslandi í dag. Sendum myndir og verð, eftir beiðni, bvert á land sem er. HVER DAGUR VAR HVÍLDARLAUS . . . Framhald af bls. 11. Þegar hann flýði inn í skóg- inn tuttugasta og fyrsta júlí 1944, hafði hann ekki önnur föt en þau sem hann stóð í, einkénnisbúning og stígvél. Að vopni hafði hann handvélbyssu og lítið eitt af skotfærum, og auk þess einungis fáeinar blikk- dósir undir hrísgrjón, skæri og pennahníf. Einkennisbúningurinn entist í sex ár. Þá var hann dottinn í ræmur. Allt hitt átti hann enn þegar hann var tekinn til fanga, og hafði auk þess búið sér sjálf- ur til svo margt og mikið, að þá sem sáu rak í rogastanz. Kunnátta hans sem klæð- skera hafði nú komið í góðar þarfir. Hann hafði gert sér ný föt. Hann hafði hamrað með þungum kylfum börk af pagó- tré, og fengið þannig trefjar, sem hann tvinnaði í þráð. Hann smíðaði vefstól úr bambus- stönglum og óf hvern dúkinn af öðrum. Hann klippti dúkana til með skærunum sínum gömlu og notaði þráð tvinnað- an úr berki til að sauma. Hann saumaði vasa á fötin, bjó til hnappa úr kókoshýði og belti úr trefjum. Fataefnið varð held- ur gróft, en mestu máli skipti að honum tókst að búa sér til úr því tvo alklæðnaði, jakka með stuttum remum og aðrar buxurnar með stuttum skálm- urn, hinar með löngum. Með tilliti til aðstæðna voru þessi föt meistaraverk, hnappagötin meira að segja saumuð! Það tók mánuði að ljúka hverri flík. En Jókoj var ekki í kapphlaupi við tímann. Hann sótti lífsgleði og huggun í starf sitt með nál og þræði. Og hann gerði margt fleiri. Hann bjó til steikarpönnu og disk úr blikkdósunum. Vatns- ketillinn hans þoldi aldurinn illa og hvað eftir annað kom gat á hann, en Jókoj gerði við hann jafnharðan af slíkri fingrafimi að ætla hefði mátt hann sérfróðan um málmsmíði. Hann safnaði regnvatni í bamb- usrör og varðveitti það í kók- oshnetum sem hann hafði tekið innan úr. Hann fléttaði rækju- körfur úr tágum og gerði sér lampa sem brann fyrir kókos- olíu; hamraði hnífa, skeiðar og steikarteina úr stálbútum, sem hann fann. Fyrstu tíu árin kveikti hann eld með litlu stækkunargleri. Svo týndist það og hann varð að notast við trépinna, sem hann neri saman unz gneistar hrukku frá þeim. Hann náði púðrinu úr skotunum, sem hann átti eftir, og notaði það til að láta gneistana verða að logum. Mesta snilldarverk Jókojs var þó líklega reykhreinsarinn. Til að hindra að sýnilegur reykur kæmi upp um litla loftopið yfir eldstæðinu hans hafði hann troðið bambuskörfu fullri með kókostrefjum í gatið. Trefjarn- ar tóku í sig bæði sót og reyk, og þær voru blautar af tjöru þegar sériffinn rannsakaði jarð- húsið eftir að Jókoj náðist. Hann notaði reykhreinsarann einnig til að reykja kjöt, sem hann gat síðan geymt svo mán- uðum skipti. — Ég hafði alltaf eitthvað að gera, sagði Jókoj hvað eftir annað. Síðustu tíu árin át hann að- eins einu sinni á dag. Rækju- afli hans var rýr og hann hafði ekki tíma til að leita uppi bétri mið. Þorði það heldur ekki. Rottugildru sína hafði hann ekki notað svo árum skipti. Annars leit hann á rottulifur sem sérstakan herramannsmat, enda þótt næstum allur matur hefði sama bragðið í munni hans sökum skorts á salti og kryddi. Hann hugsaði um það eitt að fá magafylli, bragðið hætti smám saman að skipta nokkru máli. Þegar innfæddu mennirnir tveir tóku hann fastan tuttug- asta og fjórða janúar síðastlið- inn, var hann aðeins þrjátíu og átta kíló að þyngd. Hann var þá lítið annað en bjór strengd- ur utan á bein. Hin langa útlegð hans var farin að nálgast eðlilegan endi. Hann hefði ekki átt mörg ár ólifuð þarna í skóginum, held- ur sofnað þar svefninum langa og tekið leyndarmál sín með sér inn í eilífðina. Ef hann hefði ekki náðst, seint og um síðir. Tíu dögum eftir að Sjóitsji Jókoj náðist, steig hann upp í þotu, sem leigð hafði verið sér- staklega til að flytja hann heim til föðurlandsins. Hann var þá rakaður og nýklipptur og í nýj- um fötum. Aðeins djúpar rák- irnar í tærðu andlitinu bentu á hvaða lífi hann hafði lifað undanfarna næstum þrjá ára- tugi. Hann var mjög hrærður, og vasaklúturinn sem hann hélt á í hendi sér var rakur af tár- um. Annars var hann rólegur hið ytra. Þrjá fyrstu dagana eftir að hann náðist var líka svo að sjá að umskiptin ætluðu að ganga vandræðalaust fyrir sig. En þeir sem trúðu því höfðu alrangt fyrir sér. í raun réttri var Jókoj kominn út af spor- inu. í samræmi við það varð hann fyrir hverjum árekstrin- um á fætur öðrum — arfur lífs hans í frumskóginum rakst í sífellu ónotalega á allt það nýja, sem beið hans. Hann vaknaði stundum um miðja nótt og hrópaði til dæm- is þetta: — Það standa vofur við rúm- ið hjá mér og ákæra mig fyrir að hafa yfirgefið fallna félaga mína. Ég get ekki farið til Jap- ans án þess að taka þá með . .. Svitinn bogaði af honum, hann átti erfitt með andardrátt og fékk stundum eins konar krampaköst. Læknarnir gáfu honum róandi sprautur og svefnpillur og voru hræddir um að hann fengi hjartaáfall. Jókoj missti tökin á sjálfum sér. Hann missti matarlyst og fékk erfið þunglyndisköst. For- vitnin gagnvart öllu því nýja, sem fyrst hafði gripið hann, hvarf eins og dögg fyrir sólu. Hann sat oft úti í horni í her- berginu og þuldi bænir. En það dugði skammt til að víkja frá martröðinni — hún lagðist allt- af á hann annað veifið. Ekki hjálpaði heldur að hann skrif- aði nöfn allra sinna föllnu fé- laga, þeirra er hann mundi eft- ir, á jafnmarga pappírsmiða og hefði þá undir koddanum. Heill her af læknum og hjúkrunarkonum var sendur með þar til leigðri flugvél frá Tókíó til Gúam að annast þessa nýju þjóðhetju Japans. Fyrstu sérfræðingarnir, sem rannsök- uðu hann, sáu þegar hversu illa var komið fyrir honum. — Hættið öllum hátíðahöld- um, hljóðfæraslætti og öðru til heiðurs sjúklingi okkar, sögðu þeir. — Annars verður hann orðinn geðsjúkur eftir viku í Tókíó. Þá beið allt Japan þess þeg- ar með óþreyju að taka á móti þessum þrautseiga frumskóga- hermanni. Sjónvarpsstöðvarnar voru með sérprógrömm um hann kvöld eftir kvöld, og áhorfendur vötnuðu músum í stríðum straumum. Tvisvar á dag var útvarpað fréttum af heilsu hans, blóðþrýstingi og matarlyst. Á sjúkrahúsinu á Gúam tog- uðust læknar, stjórnmálamenn og skrifblækur á um Jókoj. Læknarnir vildu einangra sjúklinginn í nokkrar vikur til að búa hann undir móttökurn- ar og nýja lífið, en þeir urðu að láta undan. Og svo flaug Jókoj heim til Japans með 40. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.