Vikan


Vikan - 05.10.1972, Blaðsíða 14

Vikan - 05.10.1972, Blaðsíða 14
ELTON JOHN hljómar eins og þverskurður af plötusafni Lífið er svo sannarlega dans á rósum hjá Elton John þessa dagana. Vísbending um það er t. d. kvöldverður með Mar- gréti Bretaprinsessu. 11 millj- ón kr. einbýlishús, nokkrir tug- ir kvikmyndatilboða (sem hann hafnaði að vísu öllum) jafn- framt því að geta sagzt hafa , etið ostrur í Ástralíu í fyrradag og hráan fisk í Japan í gær. En líf sem býður upp á slíkt, er ekki fyrirhafnarlaust. Fyrir- höfnin er ef til vill mest í upp- hafi, en það er engu að síður erfitt og krefst mikils að vera popptónlistarmaður í 1. klassa. Einnig er nauðsynlegt að skipta . um nafn. TJpphaflega hét Elton John bara Reginald Kenneth Dwight. Reginald Kenneth Dwight byrjaði að lemja píanóið þegar hann var 3ja ára og hóf nám í píanóleik 4ra ára gamall. Móðir hans rak hann oft í rúmið um miðjan dag, svo hann gæti leik- ið í samkvæmum á kvöldin. Þegar hann var 11 ára gamall eignaðist hann sína fyrstu plötu með Bill Haley og síðan þá hefur ekkert rúmast í huga hans nema popp. Eins og er, á hann um það bil 10.000 plöt- ur og segulbandsspólur og hann getur sagt þér á hvaða merki hvaða plata er allt til daga Pat Boone og Doris Day. Hann var á tímabili við nám í Royal Aca- demy of Music, en svo hataði hann klassíska tónlist, að um leið og hann kom heim fannst honum sem hugarástandið væri ekki eðlilegt fyrr en hann hafði spilað a. m. k. eina Jerry Lee Lewis plötu. Á árinu 1964 byrjaði hann að leika á orgel með hljómsveit, sem hét Bluesology. Með henni var hann í 3 ár en hætti vegna þess að hann fékk aldrei að syngja neitt og gat í raun ekki spilað neitt af viti á orgelið. 1967 svaraði hann auglýsingu þar sem auglýst var eftir laga- smiðum. Hann var ráðinn og fékk 10 £ á viku eða um 2000 kr. Einnig þá var Bernie Taup- in ráðinn, eh hann var texta- höfundur. Þeir byrjuðu síðan að semja, en fyrstu tilraunir þeirra voru ekki upp á marga Þetta er ekki óalgeng sjón á hljómleikum hjá Elton Jóhn

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.