Vikan


Vikan - 05.10.1972, Blaðsíða 26

Vikan - 05.10.1972, Blaðsíða 26
MAÐUR ER NÚ EINU SINNI MANN- LEGUR Vikan heimsækir Guðrúnu Úlafsdóttur, sjónvarpsþul TEXTI: KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR MYNDIR: SIGURGEIR SIGURJÓNSSON - Ég verö að játa, að ég á dálitiö erfitt með að brosa framan i dauðar vélar. Það er helzt, að brosið komi af sjálfu sér, þegar Gústi vinur okkar hefur verið á skerminum, sagði Guðrún ólafsdóttir, sjónvarpsþulur, þegar við heimsóttum hana að Njörvasundi 27, þar sem hún býr með fjögra mánaða dóttur og eiginmanni, Asgeiri Péturssyni, bústjóra á minkabúinu Dalsbúi i Helgadal. - Hér er yndislegt að búa, rólegt og næstum eins og i sveit, sagði Guðrún, og ég get ekki hugsað mér að flytjast úr þessu hverfi. — Maðurinn minn gæti víst þegið, að ég væri meira heima, en hann skilur vel, að ég get ekki án.starfs míns verið, sagði Guðrún og lagði brosandi af stað í flugferð til Færeyja. Dóttir þeirra Guðrúnar og Ásgeirs er i sínu, engu síður en móðir hennar. Héi Og það er tleira, sem hún Guðrún getur ekki hugsað sér, t.d. að hætta að fljúga. Hún hefur starfað sem flugfreyja hjá Flug- félagi Islands meira og minna i rúm 6 ár eða siðan hún lauk Verzlunarskólaprófi. - Ég veit eiginlega ekki, hvað mér finnst svona sérstakt við þetta starf, en ég get ekki hugsað mér að hætta þvi, og þegar ég verð of gömui til að standa i þessu, þá verð ég að' finnaeitt- hvað spennandi f staðinn, ferða- mannamóttöku eða eitthvað svo- leiðis. Vinnutiminn hentar mér lika ljómandi vel. ílg prófaði að vinna á skrifstofu frá kl. 9-5, meðan ég gekk með þá litlu, og mér hundleiddist þessi fasti vinnutími. - Auðvitað hef ég gaman af að ferðast og sjá mig um, og það er fint að geta fellt það inn i starfið. A skólaárunum fór ég til útlanda á sumrin, fyrst á skóla i Dan- mörku, siöan vann ég 2 sumur sem au-pair stúlka i Englandi, og fjórða sumarið vann ég á barna- heimili i Berchtsgaden i þýzku Olpunum. Það er einhver faliegasti staður, sem ég hef komið á um ævina, og ekki spillti, aö i fjöllunum beint á móti var Arnarhreiðrið, fyrrverandi bústaður Hitlers, sem þá var búið að gera að veitingastað. - Eftir að ég byrjaði i fluginu, hef ég lika ferðast mikið, ekki bara um Evrópu, heldur hef ég lika t.d. komið til Libanon og Puerto Rico, sem ég hef reyndar heimsótt tvisvar sinnum og finnst alltaf 'jafn gaman að koma þangað. - Er ekki erfitt að stunda svona starf, þegar heimili og barn kallar lika á þig? - Við Asgeir giftumst fyrir rúmu ári, og auðvitað urðu það mikil viðbrigði, sérstaklega eftir 26 ViKAN 40. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.