Vikan


Vikan - 05.10.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 05.10.1972, Blaðsíða 9
loms Ben-Koríns, sem hefur sett fram kenningar sínar í bók, sem nú er komin út á þýzku hjá forlaginu Paul List. Ben-Korín skrifar svo um at- burðina, sem gerðust í Jerúsal- em árið 33: „Ráðandi aðilar í Jerúsalem höfðu fyllstu ástæðu til að ætla, að almenningur teldi umferðaprédikarann frá Galíleu Messías og gerði upp- reisn. Prestarnir og þeir skrift- lærðu áttu á engu góðu von frá Pílatusi; hann hafði kynnt sig sem grimman, tillitslausan rómverskan valdsmann. Hann hafði þannig einu sinni látið höggva niður hóp óvopnaðra pílagríma frá Galíleu, senni- lega vegna þess að þeir hafa mótmælt uppstillingu mynda af keisaranum og öðrum róm- verskum valdstáknum í must- erinu. Prestarnir og þeir skrift- lærðu vildu því hindra endur- tekningu á slíkri Gyðingaof- sókn og sögðu sem svo, að betra væri að einn dæi fyrir marga en margir fyrir einn. Þess vegna létu þeir handtaka Jesúm þeg- ar fyrir páskahátíðina, settu frésögnina, sem við höfum af réttarhöldunum. Þau lýsa þeim hins vegar síður en svo hlut- lægt, heldur er þar fyrirfram gengið út frá algeru sakleysi þess ákærða. Sem sagt, við höf- um ekki við annað að styðjast viðvíkjandi réttarhöldunum en frásagnir stuðningsmanna hins dæmda. Þar að auki er sjálf frásögn guðspjallanna svo mót- sagnakennd, að ekki er hægt að gera sér fulla grein fyrir hver ákæran hefur verið. Ennfrem- ur verður að hafa í huga að frásögn guðspjallanna er fyrst skrifuð heilli kynslóð eftir að réttarhöldin fóru fram. Vitnis- burður guðspjallanna er trú- arlegs eðlis, en hefur ekkert lagalegt gildi. Það er ekki hægt að vinda upp spólur sögunnar aftur á bak. Réttarhöldin gegn Jesú heyra til liðinni tíð og ekki þýðir að reyna að taka þau upp aftur.“ Hins vegar er ekki með öllu úr sögunni vandamál, sem vakti ásamt öðru fyrir þeim, sem vildi fá mál Jesú tekið upp aftur. Vandamál hinna óskil- getnu í ísrael. Samkvæmt fyr- Jesús hjá Pílatusi. Ýmislegt bendir til að framámenn Gyðinga hafi ótt- azt að návist Jesú ylli uppreisn, sem aftur yrði Rómverjum átylla til að herða enn kúgunina á Gyðingum. Myndin er frá píslarleikjunum frægu i Oberammergau. yfir honum skyndirétt að næt- urlagi og afhentu hann svo róm- versku yfirvöldunum til aftöku, þar eð sjálfir höfðu Gyðingar ekki rétt til að taka fólk af lífi. Áreiðanlega má finna að þessari málsmeðferð frá laga- legu sjónarmiði. En pólitísk réttarhöld, sem látin eru fram fara með hagsmuni rikis fyrir augum, þræða ekki alltaf ná- kvæmlega krókaleiðir laganna." Og enn skrifar Ben-Kórín: „Guðspjöllin innihalda einu irmælum ísraelskra trúarbragða má fólk, sem fætt er utan hjónabands eða vegna hjúskap- arbrots eiginkonu, ekki sjálft ganga í hjónaband. Nú er það svo að borgaralegar hjónavígsl- ur eru ekki leyfðar í ísrael, og hafa út af því sprottið miklar deilur. Frjálslyndara fólki finnst bannið við borgaralegum hjónavígslum ómannúðlegt gagnvart þeim óskilgetnu, sem það og vissulega er, en rétttrú- aðir Gyðingar mótmæla því harðlega að nokkuð sé slakað á þessum lögum. Sjálf Golda Meir er þeirra megin; hún hót- aði nýlega að segja af sér ef borgaraleg hjónabönd yrðu leyfð. Jitsjak Davíd, sem sjálfur er lögmaður, hafði rökstutt kröfu sína með tvennu einkum. í fyrsta lagi að hatrið gegn Gyð- ingum gegnum aldirnar hefði byggzt á því að þeir hefðu ráð- ið Jesú bana, og ef dómurinn yfir honum yrði felldur úr gildi hlyti Gyðingahatur mjög að dvína meðal kristinna manna. Hina ástæðuna skilgreindi Da- víd þannig: „Hatrið, sem beind- ist að Jesú varð enn svæsnara fyrir þá sök að grunur lék á að hann væri óskilgetinn. Af þeim sökum var ekki fjallað um mál hans á hlutlægan hátt.“ Viðvíkjandi þessu skrifar Ben-Kórín: „Ekkert liggur ljóst fyrir um uppruna Jesú, og sú óvissa hefur orðið andstæðing- um hans átylla til að halda því fram að hann hafi ekki verið hjónabandsbarn. í Talmúd (gyðinglegu helgiriti) er svo- kölluð Pandera- eða Panþera- í guðspjöllunum fjórum kem- ur téður orðrómur ekki við sögu svo heitið geti. En nú voru höf- undar guðspjallanna fylgis- menn Jesú og héldu fast fram sakleysi hans. Hefðu þeir vit- að að prestarnir og þeir skrift- lærðu hefðu notað orðróminn sem hjálparástæðu til að fá Jesúm dæmdan og tekinn af, hefði þeim áreiðanlega ekki láðst að taka það fram.“ Rómversk-kaþólska kirkjan hefur ekki heldur neinn áhuga á að mál Jesú sé tekið upp á ný. Monsignore Giulio Ricci, háttsettur preláti í Vatíkaninu, hefur látið svo um mælt: „Það er ekki hægt að setja þennan rétt á ný. Kirkjan hefur engan áhuga á því, og mun því ekki beita sér fyrir því. Auðvitað er áhugavert, þegar einhver tekst þetta á hendur af eigin frum- kvæði. En það getur ekki haft neinar trúarlegar eða guð- fræðilegar afleiðingar." fsraelskur almenningur tók þetta framtak Davíds lögmanns ekki heldur alvarlega. Eftir að skýrt hafði verið frá frávísun hæstarétts í ísraelska útvarp- „Sjálfir fyrir yður sjáið þér / saklaus viS réttlátt blóS ég er . . ." Pilatus þvær hendur sínar af máli Jesú. Þessi mynd er einnig frá Oberammergau. kenning. Samkvæmt henni flek- aði rómverskur herforingi, að nafni Pandera eða Panþera, unnustu Jósefs smiðs, og var Jesús ávöxtur þeirrar syndar. En nú vottar hvergi fyrir sögulegum rökum fyrir þessari frásögn í Talmúd. Þess vegna er ástæðulaust með öllu að taka upp mál Jesú á þeim grund- velli. Sama gildir um þá full- yrðingu, að hann hafi verið ranglega dæmdur vegna þess að hann var álitinn óskilgetinn. inu, var leikið lag úr þekktum söngleik. Og sá söngleikur var auðvitað enginn nema — Jesus Christ, Superstar. ☆ 40. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.