Vikan


Vikan - 05.10.1972, Blaðsíða 33

Vikan - 05.10.1972, Blaðsíða 33
FRAMHALDSSAGA EFTIR ÖRUCE GRAEME SJÖUNDl HLUTI ✓ - Það fer allt eftir því hvað maSur kallar ástæðu, sagði Parkington. - Geðveikum manni gæti þótt hitt eða þetta vera ástæða, sem heilbrigðum manni mundi ekki detta í hug að kalla ástæðu, og ef til vill alls ekki taka eftir því. En ef talað er út frá almennu sjónarmiði, get ég ekki séð, að nokkur maður geti hafa haft ástæðu til að myrða ungfrú Bartlett. .. Og sannast að segja hélt ég um eitt skeið, að það ætlaði að verðá Ur þessu eitthvað meira en vináttan eintóm. En það kemur vitanlega ekki málinu við. Hitt er annað mál, að ég er sannfærður um, aö systir mln heföi aldrei farið að vingast við neinn mann, sem væri neitt siðferðilega athugaverður. — Þakka yöur fyrir, hr. Parkington. En vel á minnzt: Hafið þér oröiö nokkurs visari um það, hversvegna hann kom heim svona óvænt? Parkington hrísti höfuðið. — Nei, þessi heimkoma hans svona strax daginn eftir, er mér hulin ráðgáta. Ég hef hvað eftir annaö siðan reynt að gera mér ein- hverja tilgátu um það, en jafnan árangurslaust. — Kæmi yður þaö á óvart aö heyra, að þennan morgun lét hann detta einhvern óþekktan hlut I umbúöum hjá Wargrave House, um leið og hann flaug þar yfir? — Já, ekki skal ég neita, að mig mundi furöa á þvi, af þvi að ég get enga ástæðu séö til þess aö gera það. En ég býst við, hr. Everley, aö þér hafið einhvern sérstakan tilgang meö því aö leggja þessa spurningu fyrir mig? — Astæðan er sú, að um- búöirnar af bögglinum hafa fundizt siðan. Þær voru dagblaö frá Bruxelles, dagsett 2. júli, daginn sem Vilmaes sneri svo óvænt heim. Og sjálfur böggullinn sást þarna á staðnum að morgni þess 3. — Þvl miður get ég ekki getiö mér til um neitt sllkt, sagði Partington, hugsi. — Aðeins get ég hugsað mér, að böggullinn hafi staðið i einhverju sambandi við þessa óvæntu heimför hans. Ég get ekki einusinni getið mér til, hvað i honum hafi verið, eða hversvegna Vilmaes hefur þurft að losa sig við hann þarna. Senni- legasta tilgátan er sú, að eitthvað hafi komið fyrir I Bruxelles, rétt eftir að André kom þangað og þá hafi hann ákveðið að fara heim með bö ulinn. Undir eins og ég sá flugvélina vera I þann veginn að lenda, sá ég það á tilburðum hans, aö hann hafði eitthvað árlðandi að tilkynna mér. Ég þef verið að hugsa um þaö slðan, hvort þessi ákafi hans hafi leitt athygli hans frá stýrinu og þannig orðið honum að bana. En ég endurtek það, aö ég get ekki hugsað mér, hvað hefur getað komið honum til að skilja eftir böggulinn þarna, I stað þess aö koma meö hann hingað. Þvi að ekki ' ætast ég um, að hann hefði getað gert grein fyrir komu sinni, jafnskjótt sem hann haföi lent. — Enn eitt, hr. Partington: Hafði þetta frl hans veriö ákveðið löngu fyrirfram? — Nei, það hafði þaö ekki. Þegar ég réð ha.in, var ekkert á- kveðið um frldaga. Ég sagði honum, aö þaö gæti oft liðið langur tlmi, sem hann mundi ekkert hafa að gera, og þá mætti hann fara aö heiman, ef honum svo sýndist. En ég varaði hann við þvl, aö þessir frldagar hans yrðu óreglulegir, og hann gæti ekki fengiö að vita um þá nema með stuttum fyrirvara, eins eða tveggja daga. Hann svaraöi þá, að þetta væri ágætt og að hann hefði alls ekki búizt við neinu föstu frli. Við höfðum svo þetta fyrirkomulag allan tlmann, sem hann var hjá mér, og vorum báðir ánægðir með þaö. — Ég sagði honum ekki fyrr en daginn áður, þ.e. 2. júlí, að ég mundi ekki þurfa á vélinni að halda I að minnsta kosti viku, og hann mætti eiga frl á meöan. Hann svaraði, aö þá ætlaöi hann að nota tækifærið til þess að hitta skyldfólk sitt I Belgiu, og þá sagði ég, að hann mætti nota vélina, ef hann vildi. Hann var mjög Framháld á hls. 34.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.