Vikan


Vikan - 05.10.1972, Blaðsíða 39

Vikan - 05.10.1972, Blaðsíða 39
WINTER ÞRÍHJÓLIN vinsælust og bezt. Varahiutaþjórrusta önm Spítalistíg 8 — Sfmi 14661 — Pósthólf 671 lokunartima, klukkan tiu, og fór þá strax aö hátta. — Já, og svafst svo eins og steinn, bætti konan við. — En það’ geröi ég ekki, þvi að var með tannpinu, og sofnaöi ekki dúr, alla nóttina. Glugginn okkar snýr út að veginum til Little Moreby, og þar var engrn umferð fyrr en eftir miðnætti. ' Ég var þaö vel vakandi, að ég hefði heyrt ef mús hefði farið framhjá. — En fór þá einhver um veginn eftir miðnætti? spurði Everley. — Já, ég vaknaöi við það, rétt þegar ég ætlaði að fara geta sofnað. Það var bill, sem hafði villzt, eins og þeir gera oft. Ég heyrði hann fara eftir veginum á þriðja timanum, og sagði við sjálfa mig, að hann mundi koma aftur, áður en langt væri um liðið. Og vist er um það, að þeir geta ekki verið komnir langt, áður en þeir sjá, að þeir eru á rangri leið. En hinsvegar er óviða hægt að snúa stórum bH fyrr en i Little Moreby, svo að þeir hafa orðið að eyða Iþaðgóðristundu. Samt var ekki langt þangað til billinn kom aftur og sneri inn á hinn veginn, til Cambridge. Einhver var i bflnum, sem söng og öskraöi. Sennilega stúdentar, sem hafa haft eina eða tvær flöskur með sér. — Það var gott, aö yður datt þetta i hug, Holley, sagði Everley á heimleiðinni. — Leiöinlegt samt, að ekkert skuli vera á þvi að græða. En þetta er þó vist, það sem það nær. Hvorki ungfrú Bartlett né morðinginn virðast hafa komið þessa leið. Núerbezt fyrir yður aö halda áfram að spyrjast fyrir. Þaö er ekki óhugsandi, að þér rekist á ,ein- vern, sem veit eitthvað, eða hefur séö annaðhvort þeirra. Everley bjóst við að hitta Grocott lækni heima á þesjum tima og fór þvi heim til hans og frétti, aö læknirinn væri við. — Jæja, fulltrúi, sagði Grocott, — hvað var það þá i þetta skipti? Eruö þér enn með þetta déskotans Bartlett-mál. Það var rétt meö naumindum, að við sluppum við að verða okkur til skammar á þvi. Ég get trúað yður fyrir þvi, að ég skammaöist min alveg niöur I tær, þarna um daginn I likhúsinu, þegar Rolsford gamli fann þessi fingraför. — Það var ekki nema afsakan- legt þó að yður sæist yfir þau, læknir., sagöi Everley. — En ég kom annars ekki til að tala um þaö. Þér sögöuð i upphafi, aö stúlkugarmurinn hefði hlotiö að vera búin ð vera dauð I meira en tólf tima, þegar þér sáuð hana. Það þýðir með öðrum orðum, að hún hefur verið drepin um klukkan niu um kvöldið. Og við réttarhaldiö breyttuð þér þvi þannig, að hún hlyti aö hafa verið dáin fyrir miðnætti. Hversvegna breyttuð þér þeirri skoðun yðar? — Það var i rauninni engin breyting. Ég er enn sannfærður um, aö hún hefur veriö dauð fyrir þann tima. En eftir að Rolsford færöi þessar likur fyrir moröi, talaði ég við hann um þetta atriði, þar sem ég sá, að það ætlaði að fara að verða mikilvægara en ég hélt i upphafi. Hann spurði mig, hver min skoðun heföi verið og ég sagði honum það. Hann brosti og sagöi, að ef ég vildi fara að sinum ráöum, skyldi ég taka til viðara svið en svo. Han er glúrinn kall og kann manna bezt að afgera slik atriði. Auk þess benti hann mér á þaö, að svona tima- ákvarðanir er ekki hægt að gefa nema meö nokkurnveginn ná- kvæmniog ef maður tiltæki of á- kveöin tima, geti það aðeins orðið til þess að villa fyrir. Að hans ráðum lét ég mér þvi nægiaað segja, aö stúlkan hefði dáið fýrir miðnætti, þó að það væri tiltölulega óákveöið. — Ég skil. Það er það versta við ykkur sérfræöingana. Vonandi hafið þér þá haldið yður innan hinna réttu tima- t^kmarkana? Þaö er vist ekki hugsandi, aö stúlkugarmurinn hafi verið drepin eftir miðnætti? — Nei, það kemur ekki til mála, sagði Grocott læknir með áherzlu. Ég lýsti útliti liksins fyrir Rolsford, og hann var meö mér i þvi að tiltaka miðnætti sem alveg öruggt timatakmark'. Ensann- leikurinn er sá, aö ég held eiin, að stúlkan hafi dáið nær klukkan tiu en ellefu. Og það er heldur ekki nema sennilegt. Þá er orðið dimmt. Þegar Everley haföi talað við lækninn, sneri hann aftur til skrif- stofu sinnar og tók aö safna saman skýrslunum, sem hann hafði beðið um, fyrr um morguninn. Hann hringdi upp allar jáFnbrautarstöðvar, innan 15 milna fjarlægðar frá Wargrave House, hverja eftir aöra og fékk allsstaðar sama svariö. Enginn kvenmaður, sem hefði eftir lýsingunni getað verið ungfrú Bartlett, hafði verið þar á ferðinni, þann tiunda. Enaöþessi lýsing hafi verið all-nákvæm, má sjá á þvi, að járnbrautarþjónn á einni stöðinni mundi eftir konu, svarandi til lýsingarinnar á henni, sem fariö hefði til London þann þriðja, slödegis. Everley hafði beðiö forstjóra allra áætlunarbilastöðva aö spyrja vagnstjóra sina. Hann hringdi nú stöðvarnar upp, en með jafnlitlum árangri. Siðasta vonin var lögregluþjónarnir i þorpinu, sem höfðu fengið samskonar fyrirskipanir frá Holley. En enginn þeirra hafi getað náð I neinar upplýsingar. Að þessu verki loknu, settist Everley I stól sinn og nagaði sig i handabökin. Þaö var næsta ótrúlegt, að aökomufólk gæti farið um jafn strjálbyggöa sveit og þessi var, án þess að nokkur yrði þess var, en einmitt þetta haföi ungfrú Bartlett gert, og ekki hún ein, heldur moröinginn lika. Hann var þess fullviss, að hún heföi ekki komiö með járn- brautarlest frá Lor.don. Þær stöðvar, sem um var aö ræöa i nágrenninu, voru þaö litlar, aö menn heföi hlotiö að taka eftir henni. Og það var lika óskiljan- legt, að hún hefði gengiö eða hjólaö meira en fimmtán milur. Þá var eftir sá möguleiki, að hún hefði komið i bil og skilið hann eftir á einhverjum afviknum staö, ekki mjög langt frá húsinu. En ef svo var, hvað var þá orðið af bilnum? Hafði moröinginn ekiö honum aftur til London? Væri svo, hvernig gat hann þá gert grein fyrir hónum? Hvað sem ööru leið, virtist eitt liklegt. Hún og morðinginn höfðu komið saman til hússins og þá sennilega veriö sæmilega sátt hvort við annað. Auðvitað gat hugsazt, að enginn hefði tekið eftir þeim, en þaö var varla hugsanlegt, að þau hefðu komið hvort I sinu lagi. Enn var það til i dæminu aö morðinginn væri þarna staökunnugur og ætti heima i nágrenninu, og gæti þvi fariö allra sinna ferða, án þess að það vekti neina eftirtekt. En þrátt fyrir allar tilraunir, sem Everley geröi til þess að taka hugmyndaflugið í þjónustu slna, gat hann engan látið sér detta i hug, sem hefði getaö verið þarna á ferð, þetta kvöld, og myrt ungfrú Bartlett. 18. kafli. Hanslet fulltrúa varð það brátt ljóst, að hann heföi engan tima til að tala við alla þá kunningja hinnar látnu, sem skráðir voru á listann, sem ungfrú Carroll haföi gefið honum. Fyrst og fremt voru þarna 30-40 nöfn, og auk þess var hann sannfærður um, að enginn af þessu fólki gæti gefið neinar upplýsingar, sem gagn væri I. Þessvegna setti hann einn undirmann sinn i þessa rannsókn, þvi að hún var vandalaust verk, en fór sjálfur að rannsakahátt- lag ungfrú Carroll, þann 10. En þar rakst hann strax á örðugleika. 1 húsinu þar sem hún átti heima, hagaöi svo til, að ekkert þjónustufólk var þar allan daginn, sökum þrengsla. Kona, sem átti heima rétt þar hjá, kom klukkan sjö á morgnana og var þar fram eftir deginum, þangað til ungfrú Carroll kom heim úr skrifstofu sinni. Þetta frétti hann með þvi aö fara i húsið sjálfur meðan húsmóðirin var ekki heima, og hafa tal af starf- Sfe°nnjafiísl]^tírsem hann veik að þvi, sem gerzt' haföi þann dag, hristi konan höfuöiö. — Ég kom hingað alls ekki þann dag, 40. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.