Vikan


Vikan - 05.10.1972, Blaðsíða 31

Vikan - 05.10.1972, Blaðsíða 31
RETTLÆTIÐ SIGRAR rólega i pipuna sina. — Ég ætla að flytja máliö sjálfur. Og svo púaði hann og blés rólega reyknum frá sér. Doiores settist hinumegin við borðið og tók til máis, hægt og einbeittlega: — Þú verður að muna það, Mike, að þetta fer allt fram á ensku. 011 réttarhöld fara fram á ensku. — Ég veit, sagði Mike. — Ég hef á réttu að standa og réttvisin er min megin. Til hvers ætti ég að fara að borga lögfræðingi fimm- tiu dali, eða sjötiu og fimm, fyrir aö innheimta mina eigin peninga? Maður þarf ekki á lögfræðingi að halda nema maður hafi á röngu að standa. Og það hef ég ekki. Ég ætla sjálfur að vera minn eiginn lögfræðingur. — Hvað kannt þú sosum i lögum? spurði Dolores ögrandi. — Ég veit, að hann Viktor skuldar mér þrjú hundruð dali. Mike saug pipuna ákaft. — Og annað þarf ég ekki að vita. — Þú, sem getur varla talað ensku og kannt hvorki að lesa né skrifa. Auðvitað skilur þig enginn maöur. Það verður bara hlegið að þér. — Það hlær enginn að mér. fig tala enskuna ágætlega. — Hvenær hefurðu lært hana? Kannske i dag? — Ég er að segja þér, að enskan min er fullgóð. — Segðu þá: Fimmtudagur. — Ég kæri mig ekkert um að segja það, sagði Mike og rak hnefann i borðið. — Ég kæri mig ekkert um aö segja það. — Haha. skrikti Dolores. — Sjáum til. Hann ætlar að flytja mál fyrir ameriskum rétti og getur ekki einu sinni sagt fimmtu- dagur. — Vist get ég það, æpti Mike. — Haltu þér saman. — Segðu fimmtudagur. Dolores hallaði undir flatt og málrómurinn var ginnandi og undirfurðulegur, rétt eins og i stúlku sem er að spyrja kærastann, hvort honum þyki vænt um hana. — Hrimmtudagur, sagði Mike, eins og hann var vanur. — Hananú. Dolores hló og veifaði hendi. — Og hann ætlar að fara að flytja mál. Jesus — Maria. Það verður heldur betur hlegið að þér. — Lofum þeim að hlæja. öskraði Mike. — Ég flyt málið. En nú vil ég fá eitthvað að éta. An- thony, æpti hann. — Fleygðu þessu drasli frá þér og komdu að borða. Réttardagurinn rann upp og Mike rakaði sig vandlega, iklæddist sparifötunum, setti upp hattinn og ók siöan i 1933 — Dodginum sinum til borgarinnar, en Dolores sat við hlið hans, hörkuleg á svipinn. Dolores sagði ekki orð, alla leiðina til borgarinnar. Það var ekki fyrr en þau höfðu lagt bilnum og Mike gekk á glamrandi skónum á marmaratröppunum, að hún rauf þögnina. — Hagaðu þér nú vel, sagði hún og kleip hann i handiegginn. Mike brosti til hennar, dró upp breiðu axlirn- ar, tók ofan hattinn. Grófa gráa hárið reis upp, likast stálull, þegar hann tók ofan, og Mike renndi fingrunum gegnum það umleiðog hann opnaði dyrnar að réttarsalnum. Hreykið og hátfðlegt bros lék um varir hans, er hann settist við hlið konu sinnar á fremsta bekk og beið þess þolinmóður, að mál hans yrði tekið fyrir. Þegar Viktor kom inn, glápti Mike á hann, en Viktor leit bara snöggt á hann og hafði siðan ekki augun af Bandarikjafánanum bak við höfuð dómarans. — Viltu sjá, sagði Mike lágt við Dolores. — Hann er skithræddur og þorir ekki einusinni að lita á mig. En nú verður hann að gera svo vel og segja sannleikann. — Sss, þaggaði Dolores niður i honum. — Við erum, i réttarsal. — Mikael Pilato gegn Viktor Fraschi, kallaði réttarþjónninn. — Hér, sagði Mike hátt og stóð upp. — Sss, sagði Dolores. Mike lagði hattinn sinn i kjöltu Dolores, og gekk léttilega að litla hliðinu, sem skildi áhorfendur frá málsaðilum. Með kurteisislegt háðbros á vör hélt hann hliðinu opnu fyrir Viktor og lögfræðingi hans. Viktor gekk inn fyrstur, án þess að lita upp. — Hver er fyrir yöur, hr. Pilato? sagði dómarinn, þegar aliir voru setztir. — Hvar er lögfræðingurinn yðar? Mike stóð upp og sagði hátt og snjallt: — Ég er minn eiginn lögfræðingur. — Þér verðið að hafa lögfræðing, sagði dómarinn. — Ég þarf engan lögfræðing, sagði Mike hátt. — Ég ætla ekki neinn að snuða. Það var eitthvað um íjörutiu manns i salnum og allir hlógu. Mike leit um öxl, eins og i vandræðum. — Hvað sagði ég? Dómarinn barði i borðið og málið var tekið fyrir. Viktor kom fyrst fyrir. Mike starði á hann með kuldalegum ásökunarsvip Lögfræðingur Viktors, ungur maður i bláteinóttum fötur, og stifri brúnni skyrtu, spurði hann út úr Jú, Viktor hafði borgað honum mánaðarlega, sagði hann. Nei, það voru engar kvittanir, þvi að hr. Pilato var hvorki læs né skrifandi, svo að þeir höfðu alveg sleppt öllum slikum form- legheitum. Nei, hann gæti ekki skilið, á hverju hr. Pilato byggði þessa kröfu sina. Mike horföi á Viktor, rétt eins og hann tryði ekki sinum eigin eyrum, þar sem hann laug svona undir eiðstilboð og ætlaði til helvitis fyrir eina þrjú hundruð dali. Lögfræðingur Viktors sneri sér að Mike og sagði: — Komið þér með vitnin yðar. Mtke gekk hálfringlaður framhjá lögfræðingnum og að vitnastólnum, strokinn og snyrtilegur, með nýþvegnar hendurnar hangandi niður með siðunni. Hann stóð fyrir framan Viktor, hallaði sér yfir hann, svo að andlitin á þeim næstum snertust. — Viktor, sagði hann, segðu nú sannleikann. Borgaðirðu mér nokkurntima þessa peninga? — Já sagði Viktor. Mike hallaði sér ennþá nær honum — Horföu i augun i mér, Viktor, sagði Mike, greinilega og rólega, — og svaraðu mér: Borgaðirðu mér nokkurntima þessa peninga? Viktor lyfti höfði og horlði fast i augu Mikes. — Ég borgaði þér peningana. Mike hallaði sér enn nær honum. — Horfðu beint i augun i mér, Viktor. • Viktor gerði svo og lét sér hvergi bregða. — Jæja, Viktor, sagði Mike, kipraði saman augun með grimmdarsvip. — Borgaðirðu mér þessa peninga? Viktor dró andann djúpt: — Já. Mike hörfaði hálft skref aftur á bak og reikaði i spori, rétt eins og hann hefði verið sleginn. Hann starði tortrygginn i augu mein- særismannsins, rétt eins og maður hefði getað horft á son, sem væri nýbúinn að játa sig hafa myrt móður sina. — Þú ert andskotans lygari, Viktor, öskraði Mike. Hann hljóp niður af vitnapallinum, þreif þungan eikarstól og .reiddi hann ógnandi yfir höfuðið á Viktor. — Ó, Mike, veinaði Dolores upp úr öllum hinum hávaðanum i réttarsalnum. — Segðu sannleikann, Viktor, öskraði Mike og nú var andlitið Framhald á bis. 34 40. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.