Vikan - 11.01.1973, Page 12
\
HANDJÁRN
DUGA EKKl Á
DRAUGA
Þarna er verið að útvarpa rannsókn á dularfullum fyrirbærum I gömlu húsi i
Yorkshire, þar sem talinn er vera draugagangur. Þetta eru draugaveiðar.
Trúir þu á drauga?
Smásaga eftir Manning Coles
— ÞaB eina sem þú þarft aö gera, sagöi
Tommy Hambledon i lok máls sins, — er aö
senda einhverja ungu mennina þina til Maid-
stone og taka náungann fastan. Ef hann játar
þaö, þá . . . .
— Ég er þegar búinn aö þvi sagöi Bagskott
aöalfulltrúi. Hann hallaöi sér aftur i einn
hægindastól Hambledons og teygöi langa
fæturna aö eldinum. — Ég er einmitt núna aö
biöa eftir þvi, sem gerist, þegar þeir eru
búnir aö þvi.
— Ég vona, aö þú hafir haft vit á aö segja
þeim aö hringja i þig hingað.
— Já. Ég hélt þér væri sama.
— Vitanlega er mér þaö. En hvaö eigum viö
aö dunda okkur á meðan?
— Opna útvarpið, sagöi Bagshott syfjulega.
Tommy opnaöi tækiö, lét siðan fallast i
stólinn andspænis Bagshott og fleygöi
nokkrum viöarkubbum á eldinn. — Kalt i
kvöld, sagði hann, en þá greip rödd i
útvarpinu fram I fyrir honum.
,,......sviöið er sannarlega nógu
óhugnaniegt’’ sagöi röddin. ,,Þaö er rétt eins
og veggirnir i fornlega húsinu sviti út úr sér
skuggum. Þaö er stormakvöld, enda þótt létt
hafi til sem snöggvast — svört skýin eru i
eltingaleik um himininn, svo aö aöra
stundina er bjart tunglsljós, en hina er allt
sviöið vafiö dökkum......”
— HvaB er þetta? spurBi Hambledon og
greip (Jtvarpsblaöiö.
— Nú já: Þarna er veriö aö útvarpa
rannsókn á dularfullum fyrirbærum i gömlu
húsi i Yorkshire, þar sem er talinn vera
draugagangur. Þetta eru draugaveiöar,
Bagshott. Trúir þú á drauga?
— Ekki verulega. Þaö getur vel veriö, aö
þeir séu til, þó aö ég hafi aldrei séö neinn.
Allir draugar, sem ég hef komizt i kynni viö,
hafa veriö dulbúnaöurogglæpsamlegt athæfi.
Hann geispaöi.
— Þvi syfjaöri sem þú veröur, þvi lengri
orö notaröu, sagði Tommy. Þetta er ekki i
fyrsta sinn, aö ée tek eftir bv*
„ . . . og langar gluggaraöirnar fyrir ofan
mig eru allar dimmar”, sagöi röddin i
útvarpinu. „Þetta eru gluggarnir, sem eru
sagðir glóa af einhverri óeölilegri birtu, ööru
hverju, en ég veit ekki annaö en þaö, aö þaö
gera þeir ekki á þessari stundu. Jæja, svona
litur þetta undarlega, yfirgefna hús út aö
utan. Nú ætla ég aö flytja mig inn, þar sem
eru aðrir hljóönemar i svokölluöum Stórasal,
og svo skulum viö heyra, hvaö þar gerist.
— Svo er stutt hlé meöan hann skeiöar yfir
miBalda-húsagaröinn og upp slitnar
tröppurnar, sem eru ataöar blóöi Sir
Rodericks hins illa, sagöi Hambledon, — og
gegn um bakdyrnar, sem svo margir
lávaröar og fagrar frúr hafa ....
,, . . . .bakdyrnar, sem . . . .”, sagöi
þulurinn.
— Hvaö sagöi ég sagöi Tommy.
,, . . . .þessi stóri salur full sjötiu og fimm
fet á lengd og fjörutiu á breidd, meö háum
veggjum upp aö bitaloftinu, hlýtur alltaf aö
hafa veriö glæsilegur, en núna I birtunni af
skjálfandi vasaljósum okkar er hann mjög
áhrifamikill. Veggirnir eru þiljaöir gamalli
eik upp I um þaö bil sex feta hæö, en þar fyrir
ofan er nakinn steinninn og gegn um hann sex
mjóir oddbogagluggar. En hinumegin
. . . afsakiö andartak, en ég held,
aö þarna sé eitthvaö aö gerast. Andar-
tak . . . .ég ætla aö hlaupa og aögæta þaö
nánar.”
Svo heyröist fótatak og einhver ógreini-
legur raddakliöur. Bagshott vaknaöi
nægilega til þess aö súpa á viskiglasinu sinu
og Hambledon lagaöi til viöarkubbana i
arninum. Röddin i útvarpinu kom aftur:
„011 ljós á aö slökkva og reyndar hafa þau
þegar verið slökkt. Sir Alured Acton og dr.
Wallace Mendip hinir frægu sálarransókna-
menn, voru rétt aö segja mér, aö samkvæmt
mælitækjum þeirra hafi hitastigiö hérna
lækkað allverulega. Vegna þeirra, sem eru
óvanir draugaleit, er rétt aö taka þaö fram,
aö fyrsta merkiö um nærveru dularfullra
Myndskreyting: Sigurþór Jakobsson
vera, er svona óskýranleg lækkun á hita-
stiginu. Sjálfur haföi ég tekiö eftir þessu.”
„Dr. Wallace Mendip segir mér, aö Sir
Alured Acton ætli inn i fjarlægra hliöar-
herbergiö, til aö athuga mælitækin, sem þar
eru. Ég ætlaöi einmitt áöan aö fara aö segja
ykkur nokkuö meira um þennan dásamlega
gamla sal. Milli glugganna þar er komiö fyrir
fánastöngum á ská út úr veggnum, og á
hverri stöng er slitinn gunnfáni, eins og oft
má sjá i dómkirkjum. Annars lætur þetta
„slitinn gunnfáni” hátiölega i eyrum. Þaö er
rétt eins og blásið sé i herlúöra.
„Jæja, þessir gunnfánar hreifast ofurlitiö
þvi aö vitanlega er alltaf einhver súgur i
svona stórum sölum, og skuggarnir af þeim á
gólfinu hreifast lika. Sannast aö segja sé ég
hrcifingu á fánunum aöeins meö þvi aö horfa
á skuggana af þeim, þvi aö sjálfir eru
fánarnir háttuppi i myrkrinu uppi yfir mér”.
Nú varö þögn og þulurinn sýnilega aö hugsa
sig um.
Svo hélt hann áfram og röddin óx aö sama
skapi aö sannfæringarkrafti sem hún dofnaði
i hljóm: „Þaö er annars skritiö, aö hlutir,
sem eru sjálfir i myrkri, skuli getaö kastað
skugga. En þarna eru skuggarnir nú samt og
hreyfast á gólfinu, en svo daufir, aö þaö er
rétt aö ég get séö þá. En þaö getur nú ekki
verið neitt annaö, af þvi að . . . .andartak.
Dr.Mendip. Eruö þér þarna? Ég ætla rétt aö
vekja athygli dr. Mendips á þessari sjón-
hverfingu. Dr. Mendip.
Hambledon sagöi nú, hrifinn: — Þetta
atriöi er frábærlega vel útfært. Ég óska
útvarpinu til hamingju. Þaö geri ég
sannarlega.
„Dr. Wallace Mendip viröist hafa fariö út
og þá vafalaust til þess aö ráögast viö Sir
Alured Acton. Ég gæti trúaö, aö hitalinurnar
þeirra væru aö lækka sem svarar einn á móti
fjórum......ha. Hver eruö þér? Hvers-
konar.......veriö þér ekki aö
þessu .... Svo heyröist eitthvaö gúlgrandi
hljóö. Framhald á bls. 14.
12 VIKAN i ibL.