Vikan - 11.01.1973, Page 20
FRAMHALDSSAGA
EFTIR FRED MUSTARD STEWART
4. HLUTI
En þegar hún lá i rúmi sínu,
andvaka á hverri nóttu
og horfði á hylkið, þar sem
maður hennar lá,
eins og steik i frystikistu,
f annst henni allt snúast í höfðinu.......
Laföi Kitty opnaöi dyrnar og lyfti
undrandi brúnum.
— Jæja, sagöi hún hægt, — svo
þég hafiö skipt um skoðun?
Bill brosti. — Mér er kannski þörf
á aö vikka sjöndeildarhring minn,
þegar á allt er litið.
— Það er prýðilegt, ég er einmitt i
ágætisskapi til að hugsa um
víðáttumikinn sjóndeildarhring
Gjörið svo vel að ganga inn.
Húh hélt dyrunum opnum.
— En ef satt skal segja, þá er ég
alveg uppgefin á að skrifa öll
þessi boðskort fyrir afmælis-
veizluna rnina eftir nokkrar
vikur. Það á að verða grimudans-
leikur, regluleg svallveizla og ég
býð öllum sem ég þekki, já lika
mörgum, sem ég þekki ekki
neitt . . . . Ég vona að ég geti átt
von á yður lika.
— Með mestu ánægju.
— Hvað viljið þér drekka.
Martini er sérstaklega hressandi
fyrir sálina.
— Þakka yður fyrir, ég vil
gjarnan Martini.
Meðan hún blandaði drykkinn
horfði Bill i kringum sig. Þetta
var jafn glæsileg ibúð og sú sem
Brandywinhjónin höfðu, full af
gömlum húsgögnum og
dýrgripum. Eini munurinn var að
á öllum borðum, kommóðum og
hillum voru myndir af frúnni
sjálfri i mismunandi hlutverkum
frá yngri árum, allar i silfur-
römmum.
— Hvað finnst yður um mynda-
safnið mitt? spurði hún og virti
sjálfa sig fyrir sér i stórum
spegli. Ég er reglulegur sjálfs-
dýrkandi og ég hef þetta mynda-
safn með mér hvert sem ég fer.
— Þær eru mjög
athyglisverðar, sagði Bill.
— Athyglisverðar: Þér talið
eins og þetta séu safngripir.
— Það var ekki meining min.
Þér vorum mjög fögur.
Hún horfði á hann, isköldu
augnaráði.
— Það er ég ennþá. Viljið þér
sitrónu?
— Já takk. Ég átti heldur ekki
við að þér væru ekki lengur fögur.
Reyndar get ég trúað yður fyrir
þvi að ég er yfirleitt hrifnari af
þroskuðum konum.
— Drottinn minn, þetta er
hryllilegt orð. Þegar talað er um
þroskaðar konur, dettur mér
alltaf i hug ávextir, sem eru það
þroskaðir að þeir detti sjálfir af
trjánum. Gjörið svo vel. Hún rétti
honum glasið. — Ég vildi óska að
ég gæti drukkið yður til samlætis,
en þvi er ekki að heilsa, það gerir
þetta andstyggilega vinbann, það
er sannarlega orðið þreytandi. En
maður verður aö hlýða læknis-
boðum, sérstaklega þegar maður
greiðir þessar upphæðir fyrir ráð-
leggingarnar ásamt öðru. Ég er
viss um að lifurin fer að segja til
sin eftir allan þennan appelsinu-
safa, sem ég er búin að belgja i
mig. En fáið yður nú sæti.
Hann hlýddi og hún settist i
hægindastól á móti honum.
— Hvað kom til að þér skiptuð
um skoðun?
— Ég var einmana.
— Góði minn, ég skil hvernig
yður liður. Og þér gátuð ekki
dottið niður á betri stað til að
njóta skilnings og hlýleika. Þessi
staður er dapurlegur og við erum
ÖU i sama báti. Við verðum að
gera allt sem i okkar valdi
stendur til að hressa hvert upp á
annað. Hún brosti bliðlega til
hans.
— Það var einmitt það sem ég
var að hugsa, sagði hann og
sötraði úr glasinu.
— Hvernig smakkast þetta?
— Prýðilega.
— Og hvernig liður litlu
Brandywine frúnni? Er hún búin
að ná sér eftir hugaræsinginn?
— Já, það held ég. Hvað var
eiginlega gert við hana?
— Það var einhver kjánaleg
tilraun, sem Mentius var að gera.
Þér vitið hvernig þessir
visindamenn eru.
— Herra Brandywine sagði að
það hefði verið einhver svefn-
tilraun.
— Já, einmitt, svefntilraun.
Sjálf þekki ég miklu betri aðferð
til að sofa vel . . . Hú hló og Bill ók
sér vandræðalega i stólnum.
— Hefur Mentius lika gert
þessa svafntilraun á ykkur
þremur? spurði hann. — Ég á þá
við yður, herra Brandywine og
herra Hirsch?
— Hafið þér ekki séð svefn-
hylkin okkar? Þau eru reyndar
alveg stórkostleg. Takið glasið
með yður, þá skal ég sýna yður
mitt hylki. Það er i svefn-
herberginu.
Hún stóð upp, tók i hönd hans og
næstum dró hann upp úr stólnum.
— Ég skrið niður i þetta á
hverju kvöldi, þrýsti á þennan
litla hnapp og dreg lokið yfir mig,
og eins og hendi sé veifað er ég
sofnuð og út úr veröldinni. Súr-
efnið hreinsar frumurnar og öll
þessi vitleysa er i fullum gangi,
en ég verð að viðurkenna að ég
vákna eins og ný manneskja á
hverjum morgni. Það eina sem ég
hef út á þetta tæki að setja, er að
það rúmar ekki tvo........Sjáið,
þarna er það.
Hún hafði dregið hann með sér
inn i svefnherbergið og þar stóð
þetta hylki, svo undarlega dauð-
hreinsað innan um allt skrautið i
herberginu. Hún opnaði glerlokið.
— Sjáið bara, þarna eru hnappar-
nir, sem maður þrýstir á. Hita-
stigið fellur fljótlega, en meður
finnur það ekki, þvi þá er maður
sofnaður. Og á morgnana af-
frystir það sig sjálft áður en
maður vaknar. Doktor Mentius
hefir sjálfur fundið þetta upp,
hann er hreinasti galdramaður.
— Er það þá svona hylki sem
frú Brandywine svaf i allan
þennan tima?
Hún hrukkaði ennið. — Nei, það
er eitthvað annað, svaraði hún,
stutt i spuna. ,
— Segið mér eitt, hverja
afstöðu hafið þér til parbaða?
— Karbaða? spurði hann
skilningsvana.
— Nei, parbaða, vinur minn.
Hafið þér aldrei prófað það?
Bill tók andann á lofti. — Nei,
svo frægur hefi ég ekki orðið.
— En þá hafið þér aldrei lifað
lifinu. Langar yður til að prófa?
— Eigið þér við að prófa það
núna?
— Auðvitað meina ég núna. Ég
hefi alveg stórkostlegt bað-
herbergi, stórt og glæsilega búið.
Þér mynduð kunna að meta þsð.
Baðkarið er gert fyrir tvo og ég
þarf hvort sem er að fara i bað
fyrir miðdegisveröinn. Viljið þér
koma i bað með mér?
Bill reyndi að bera sig karl-
mannlega.
— Þér hagið yður eins og köttur
kringum heitan graut.
Hún hló. — Það fer nú liklega
allt eftir þvi hvernig grauturinn
er. Mér lizt vel á yður og ég held
að fljótasta leiðin til að kynnast,
séað fara i bað saman. Það er svo
dásamlega eðlilegt. Ég læt þá
renna i baðið. Þér getið afklætt
yður hér á meðan.
Hún gekk að baðherbergis-
dyrunum og sneri sér við i
gættinni.
— Þér sögðuð sjálfur að þér
vilduð vikka sjóndeildarhring
yðar.
Hann hikaði andartak, siðan
20 VIKAN 2. TBL.