Vikan

Issue

Vikan - 11.01.1973, Page 29

Vikan - 11.01.1973, Page 29
Sibylla gat ekki leynt þvi, að Carl Gustaf var hcnnar yndi og eftirlæti. Hér er hann sjö ára gamall. Sibylla prinsessa hafði meiri áhuga á mannkostum tengdasona sinna cn titlum. Margaretha, elz.ta dóttirin, var henni alltaf mjög nákomin, og mæðgurnar ljómuðu hvor I kapp við aöra, þegar Margaretha trúlofaðist enska kaupsýslumanninum, John Ambler. Og þannig sá sænska þjóðin hana, Sibylla prinsessa kom i siðasta skipti fram opinberlega á niræðisafmæli tengdafööur sins. Hér sitja alvarlcga, jafnvel fráhrindandi. Hún þau i konunglegu stúkunni i Öperunni ásamt börnum hans, Ingrid, Carl Johan, Sigvard og Bertil. viðurkenndi hana þó að lokum. / bess vegna var Sibylla alveg jafn hamingjusöm, þegar Margaretha þremur árum siðar giftist enska kaupsýslu- manninum John Ambler, aðeins nokkrum vikum eftir brúðkaup Désirée prinsessu og Niclas Silverschiöld friherra. Hinn 7. marz 1965 bar andlát Louise drottningar að, og þar með var Sibylla orðin tignasta kona Sviþjóðar. Það hafði i för með sér margvislegar opinberar skyldur, en prinsessan vék sér oft undan þvi að taka við heiðurs- útnefningum. ,,Þær eiga að biða minnar væntanlegu tengda- dóttur”, sagði hún. Sibylla hefði svo gjarna viljað lifa brúðkaup Carls Gustafs krónprins. Kóngafólk er alltaf vinsæll skotspónn almennings, og Sibylla fór sannarlega ekki varhluta af þvi. Hún fékk oft þann dóm i skrifum og umtali, að hún væri köld og fráhrindandi, næstum hrokafull. Dómur vina hennar hljóðar þvert á móti upp á það, að hún hafi verið glaðlynd, f jörleg og vingjarnleg. En hún var alltaf svolitið taugaóstyrk, þegar hún kom fram, og i öðru lagi hafði hún viðkvæm augu, sem þoldu illa glampa frá ljósmyndavélunum, sem alltaf voru nálægar við opin- berar athafnir. Þetta tvennt telja vinir hennar hafa hjálpast að við að skapa ranga hugmynd fólksins Sibylla prinsessa naut virðingar Svia hin siðustu ár. Þeir höfðu loksins viðurkennt hana til fulls, og þegar hún lézt, var saga hennar rifjuð upp i sænskum blöðum og rykið dustað af gömlum myndum, og blöðin komust að þeirri niðurstöðu, að hún hefði gegnt sinu erfiða hlut- verki af hinni mestu prýði. 2. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.