Vikan

Útgáva

Vikan - 29.03.1973, Síða 7

Vikan - 29.03.1973, Síða 7
MIG DREYMQ MARTRÖÐ UM SJÁLFSMORÐ Kæri draumráðandi! Eg hef aldrei skrifað þér áður, en nú langar mig að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mér hefur orðið tíðhugs- að um, vegna þess hve óhugnanleg áhrif hann hafði á mig. Það eru nokkrar vikur síðan mig dreymdi hann, og mér finnst hann alltaf jafn ógeðslegur. En hér kemur hann: Ég var stödd í herbergi hjá stelpu, sem ég þekki dálítið og er með mér í bekk. Með okkur voru fleiri stelpur, sem ég þekki vel. Við vorum búnar að ákveða að drepa okkur, fremja sjálfsmorð. Við vorum með svarta þunna leðju í dalli. Við létum hana í sprautu og síðan ávaxtasafa eða eitthvað efst til þess að fá gott bragð. Einhvern veginn fannst mér. að við ættum svo að sprauta úr sprautunni upp í okkur, og þá mundum við deyja. Hinar stelpurnar fóru að gera þetta. Þá greip mig allt í einu óhugur. Ég sagðist ekki vilja deyja strax. Hinar ætluðu að neyða þessu ofan í mig og vildu láta mig deyja líka. Ég streittist á móti, vegna þess hve máttlausar þær voru af þessu eitri og slapp ég út um dyrn- ar. Þær voru þá farnar að skjögra og detta. Þetta var óhugnanlegt. Ég vissi, að þær voru að deyja. Ég hljóp og hljóp, því að ég hélt, að mér mundi verða kennt um að hafa drepið þær. É'g heyrði einhvern koma á eftir mér. Það var dökkhærð- ur strákur í svartri úlpu. Ég hef aldrei séð hann fyrr. Hann hughreysti mig og sagði, að mér mundi ekki verða kennt um neitt af þessu. Ég lét segjast og stilltist af orðum hans, en annars var ég bæði æst og hrædd. Við gengum burt. Hann hélt utan um mig. Þótt ég vissi, að stelpurnar væru dánar, fannst mér, að þær mundu lifna við eftir 5 daga. Mér fannst það mjög skrítið. En svo vorum við komin heim til mín. Hann líka. Þá heyrðum við skothvelli úti og ég vissi, að það var verið að reyna að drepa mig, vegna þess að ég hafði svikið stelp- urnar og átti að deyja líka. Gamall maður í hjólastól var úti á svölum. Hann átti að hafa gætur á þeim, sem úti voru. Við hlupum út á sval- irnar og sáum, að hann var dáinn. Þar með var draumurinn ekki lengri, en ég man sérstak- lega vel, hvernig stirðnað andlitið á gamla manninum var. Jæja, ég vona, að þú getir ráðið þennan draum fyrir mig. Með fyrirfram þakklæti. Ester. Þessi draumur flokkast undir martröð, en eitthvað kann hann að merkja þrátt fyrir það. Það hendir flesta menn einhvem tíma á lífsleiðinni að örvænta og vilja leggja árar í bát. Þú Iendir í þessari aðstöðu og sérð ekkert framundan nema svartnætti. 'En strákurinn í svörtu úlpunni verður þér til bjargar og fær þig aftur til að sjá björtu hliðarnar á lífinu. AFI f ERFIÐLEIKUM Mig dreymdi, að ég væri í ókunnugri íbúð í blokk. Þar var margt fólk að skemmta sér með hávaða og látum. Mér leiddist þetta háttarlag fólksins og var að reyna að hreinsa til og hirða tómar flöskur. Ég fór fram á gang og sá þar mér til mikillar undrunar hann afa minn. Hann var í dökkri köflóttri skyrtu girtri ofan í hvítar nærbuxurnar og var að hífa upp um sig buxurnar. Mér varð starsýnt framan í hann, því að hann var órakaður, með úfið hár og mjög óhreinn kringum munninn, eins og af tóbaki. Ég hugsaði með mér, að nú hefði afi gamli svikizt um að þvo sér fyrir háttinn. „Andskotans hávaði er þetta,“ sagði hann, þegar ég kom til hans. Svo horfði hann á mig mjög eymdarlega og sagði: „Ég held bara, að mér sé óglatt." Ég tók utan um hann og sagði blíðlega, að ég skyldi koma með honum á salernið. En áður en hann kom þangað, kast- aði hann upp á öxlina á mér. Þá fór afi að kjökra. Ég sagði, að þetta væri allt í lagi, en þó fannst mér þetta leiðinlegt, því að ég var í grænröndóttum kjól af vin- konu minni utan yfir mínuin eigin. Svo fór ég að hugsa um, hvers vegna í ósköpunum ég væri í kjólnum, því að hann væri allt of víður á mig. Ef þú heldur, draumráðningamaður góður, að þessi draumur merki eitthvað, þætti mér gaman að vita það. Ég hef einu sinni áður sent þér draum, og hann var ráðinn — mjög vel. Með fyrirfram þakklæti. Á. H. Það er enginn vafi á því að þessi draumur táknar eitt- hvað, hitt er erfiðara að segja til um, hvað það er. Við reynum þó að spreyta okkur eins og venjulega. Það er yfir- leitt talið vera fyrir óvæntri arfs- eða peningavon að sjá afa sinn í draumi. Hins vegar tákna uppköst eignatjón. Ráðning okkar er því á þá leið, að þú munir fá arf eða peninga með einhverju öðru móti — en hins vegar verður upphæðin mun minni en þér liöfðu verið gefnar vonir um í fyrstu. KERTI OG JOLASKRAUT Mig langar til að fá ráðinn draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Mig dreymdi, að ég kom í verzlun' að kvöldi Þorláksdags og fannst mér að mamma ætti þessa verzlun. Það var mikið jólaskraut þarna ásamt öðru dóti, en samt var farið að minnka í búðinni af vörum. Ég fór þá að tína upp af gólfinu og hingað og þangað jólaskraut, þar á meðal svissneskar bjöllur. Ég mátti fara með það sem mig vant- aði án þess að borga. í búðinni var dálítið dimmt, en ég setti það ekki fyrir mig. Þá fór ég í aðra búð og keypti kerti. Ég leitaði í kassa fullum af kertum alla vega litum og vildi fá tvö hvít kerti. Mér fannst ég eiga kertastjakana. Jæja, hvað um það. Það var dimmt í þessari búð líka, og ég bað búðarmanninn að kveikja ljós, á meðan ég leitaði að kertunum. Hann gerði það, en slökkti strax, þegar ég var búin að finna kertin. Ég spurði hann, hvers vegna þeir hefðu ekki ljós í búðunum. Hann svaraði, að það ætti að vera slökkt í öllum verzlunum frá kl. 10 til 12 um kvöldið, en samt ætti að borga rafmagn í þessa tvo tíma og rynni ágóð- inn til Vestmannaeyinga. Ég er mjög berdreymin og get því alveg séð þennan draum fyrir mér og sérstaklega þó hvítu kertin, sem ég keypti, en í kassanum voru líka svört kerti, sem ég snerti á, en ég ýtti þeim til hliðar. K. G. Ekki fáum við betur séð en þessi draumur sé til heilla. Kerti eru gott tákn, sérstaklega ef þau eru hvít. Þau geta verið sjúkum fyrir bata og einnig fyrir trúlofun, ef ógiftan dreymir, þótt það eigi líklega ekki við í þessu tilviki. Og jólaskrautið getur táknað gjafir. Niðurstaðan verður þá sú, að draumurinn sé fyrir því, að við munum enn frekar en orðið er þurfa að leggja hart aff okkur vegna eldgossins í Vestmannaeyjum, þar sem bjartar manna um ástandiff þar dofna stöðugt.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.