Vikan - 29.03.1973, Síða 41
Lykillinn að nýjum heimi
Þér lærió nýtt tungumál á 60 tímu
LINGUAPHONE
Tungumálanámskeió á hljómplötum eóa
segulböndum til heimanáms:
'ENSKA. ÞÝ2KA, FRANSKA. SPÁNSKA,
PORTUGALSKA. ITALSKA. DANSKA,
SÆNSKA. NORSKA. FINNSKA,
RÚSSNESKA, GRlSKA. JAPANSKA o. fl.
Aíborgunarskilmálar
Hljóðfarahús Reyhjauihur laugaurgi 96 «imi, I 36 66
Þegar þau fóru um borö 1
flugvélina til Amsterdam á
Kastrupflugvelli, hafði Harry
reynt að hrista nútfðina af
herðum sér og lita fram i
tfmann. Dorinda hafði kvatt þau i
Kaupmannahöfn og horfið i
mannfjöldann. Nú voru þau,
Harry og Jean i Amsterdam og
hamingjan mátti vita hvað
framtiðin bar i skauti sér. Hér
var all mjög framandi.
Þau höfðu fljótlega haft upp á
hótelinu, sem amerisku feröa-
langarnir gistu, en ferðafólkið
var á innkaupaferö i borginni
Þeim var sagt aö fólkið ætti að
koma á hótelið til að hvila sig, en
svo væri ákveðið að fara til
Volendam. Þau 'vissu að
ameriskir ferðalangar væru mjög
nákvæmir meö að komast yfir
sem mest, svo það var ekki annað
fyrri þau að gera en að reyna að
ná þeim i hvildartlmanum.
Þessvegna sátu þau þarna og biðu
og höfðu ekki augun af inn-
ganginum. ( Þaö var aðeins
spurning um hvort hann gæti
haldiö sér vakandi).
En hann var mjög áhyggju-
fullur. Hvað áttu þau að taka til
bragðs, ef þau þekktu nú litlu
stúlkuna með rauða sparigrisinn?
Jean hafði stungiö upp á að þau
gengju hreinlega til verks. Hann
var auðugur, hann gat sem bezt
keypt grisinn fyrir hátt verð.
Hann þurfti ekki að gefa neina
skýringu, sagöi hún.
Harry ætlaði alls ekki að ljóstra
öllu upp, enda var það ekki
mögulegt, vegna þess aðþau vissu
ekki allan sannleikann. Harry var
aö Ihuga hvaöa hluta sögunnar
væri bezt að segja. Hann ók sér i
stólnum.
Hún hefði nú getað reynt að
halda sér vakandi, að minnsta
kosti til aö þau gætu boriö saman
bækur sinar. En hún var alveg
yfirkomin, veslingurinn litli.
Harry fann einhverja föðurlega
tilfinningu gagnvart henni. Hann
var leiður yfir þvi að hún var
oröin svo þögul og alvarleg. 1
Kaupmannahöfn hafði hún verið
njög þolinmóö og á leiðinni til
Amsterdam hafði Harry réynt að
vekja- áhuga á ferðinni. Hann
hafði bent henni á alla skurðina,
sem voru eins og net um allt og
hvernig borgin var eins og
köngulóarvefur. Hún hafði veriö
háttvis, en mjög fámálug og
honum þótti það leiðinlegt.
Harry tók ekkert eftir þvi aö
litill maður meö gráan flókahatt
kom inn f forsalinn. Litli
maöurinn horfði flóttalega i
kringum sig og settist svo ieitt
hornið, eins og til að sjá sem bezt
yfir gólfrýmiö.
En þegar dyrnar opnuðust
næst, munaöi minnstu aö Harry
þyti upp úr sæti sinu.
Dorinda Bovi'e. Hún af öllum
manneskjum, — hér.
Harry hélt niðri I sér andnaum,
meöan Dorinda gekk yfir gólfiö
og hvarf úr sjónmáli. Hún hafði
ekki svo mikið sem litiö I áttina til
hans. Hann kleip Jean fast I
arminn.
— Ó, hvern fj......Hvað?
— Dorinda var rétt núna að
koma hingaö. Og mér finrist þetta
nokkuö mikið af þvi góða, sagði
Harry þunglega. Hann var
reiðilegur á svip.
Jean nuddaöi arminn, deplaði
svefnþrungnum augunum, en
glennti þau svo upp, skelfingu
lostin.
— Sagðir þú Dorinda? En hún
er i Kaupmannahöfn.
— Ó, nei. Hún er svo sannar-
lega hér. Þarna hinum
megin við hornið.
— Hver er hún? sagöi Jean svo,
með allri þeirri fyrirlitningu, sem
hún var búinn að byrgja meö sér
siðustu timana.
— Ég verð vist að viðurkenna
aö eg hefi ekki hugmynd um það,
sagði Harry.
Stundarkorn sátu þau grafkyrr,
svo sagöi Jean:
— Veiztu hvað, ég er orðin
dauðhrædd við þetta allt.
— Ég er ekki hissa, sagði hann,
- ég er dauðhræddur sjálfur.
— Er hér einhver, sem hefur
gætur á okkur, ég á við rétt núna?
spurði Jean.
— Það getur verið.
Jean lokaöi augunum og hallaði
sér upp að honum. — Ég fer ekki
til þeirra, ef einhver skyldi hafa
auga með okkur. Ég skal ekki
einu sinni benda.
Harry beygði sig yfir hana og
hvislaði. — Ég panta herbergi
handa okkur. Það getur verið
betra aö viö hugsum okkur vel
um, áöur en við gerum eitthvað i
málinu.
— Um-m-m sagði hún og lyngdi
augunum, eins og hún væri að
falla I svetu aftur.
— Heyröu mig nú, sagði Harry.
Amerlsku f eröalangarnir
streymdu nú inn i forsalinn,
masandi og hlæjandi, hlaönir
axlatöskum, myndavélum og
sjónaukum. Þetta voru um
þrjátiu manns, flestir af hinu svo
kallaða veikara kyni, enda mátti
heyra það á skvaldrinu, sem var
nokkuð hávært, þó mátti heyra
bassaraddir við og við. Sumt af
fulloröna fólkinu var meö börn
með sér og það var greinilegt á
börnunum að þeim dauðleiddist.
Jean Cunliffe opnaði augun,
eins og hún hefði vaknað af
værum blundi.
— Ég sé hana, tautaði hún, -
stelpuna i rauðu kápunni.
— Horföu ekki i áttina til
hennar.
— Það er nú einmitt það sem ég
er ekki aö gera.
Harry klappaði létt á hné
hennar og stóö upp. — Komdu
meö, sagöi hann. Hann greip
töskurnar þeirra og ruddi þeim
braut gegnum feröamannahópinn
að afgreiðsluboröinu.
En Jean reyndi að tefja timann.
Hún strauk fingrunum. gegnum
hárið, stóö á fætur,' nokkuð
óstöðug á fótunum, teygði svo
hálsinn, eins og hún hefði
stirönað. Og bráðlega kom hún
auga á litla manninn I miöjum
hópnum, litla manninn meö gráa
flókahattinn.
— Biddu aöeins, sagði hún við
sjálfa sig. Litlaus augu hans
hvildu á henni, eins og ósjálfrátt.
Hann var ekki sú manngerö, sem
vekur á sér athygli. En Jean tók
vel eftir honum. Já, hún brosti
jafnvel til hans og kinkaöi kolli,
eins og hún myndi vel eftir
honum. Hann sýndi ekki á sér
nokkur svipbrigöi. En andartaki
siðar kinkaöi hann kolli, treglega
þó, en svo leit hann I kringum sig.
Já, hún kannaðist viö hann,
sessunautur hennar ú flugvélinni,
sessunautur Dorindu.
Jean fór að mjaka sér i áttina
til fararstjórans. Hún greip I ermi
hans og lét spurningarnar dynja
yfir vesalings manninn, sem
hafði ekki við að svara öllum
spurningum, sem fólkið hellti yfir
hann. - Afsakiö, sagði hún
frekjulega, - eru þessar ferðir
ákveðnar áriö áður en þær eru
farnar. Er alltaf farið i sömu
skoöunarferöirnar? Vesalings
maðurinn vissi greinilega ekkert
um þetta, enda hafði hann varla
tima til aö svara öllum
spurningunum, sem á honum
dundu.
Jean sá út undan sér, að litli
maðurinn rölti fram og aftur, yzt i
mannfjöldanum. Það var ljóst aö
hann heyrði hvert orð, sem talaö
var.
Það gat veriö að henni hefði
tekizt að rugla hann eitthvað. En
hún var hrædd, eitt var aö flýja
undan ósýnilegum njósnurum, en
verra, þegar augljóst var að veriö
var aö veita menni eftirför, og
það landa á milli.
Harry pantaði herbergi handa
þeim og hann var feginn að
Dorinda var horfin. Hann spurði
hvaða herbergi ungfrú Bowie
hefði og afgreiðslumaöurinn
sagði honum það. Þegar hann
haföi litiö i kringum sig og
fullvissaö sig um að enginn heyrði
til sin, hélt hann áfram. - Það vill
liklega ekki svo vel til aö þér getiö
sagt mér nafniö á telpunni þarna,
telpunni i rauöu kápunni,
. . . ,ég þekki fjölskylduna, en
get ekki komið fyrir mig nafninu.
— Edwards, sagði afgreiðslu-
maðurinn og brosti skilningsríku
brosi.
— Einmitt. Edwards er nafnið,
þakka yöur kærlega fyrir. Harry
gerði sig eins ferðamannalegan
og hann gat. — Hvaöa herbergi
hafa þau?
Hann fékk að vita um númeriö.
Það gat ekki verið langt frá þvi
herbergi, sem Dorinda haföi.
Hann leit i kringum sig, til að
koma auga á Jean og sá hana
fljótlega.
— Nú er kominn timi til að hola
þér I rúmið, sagði hann.
Það var uppbúið rúm i her-
berginu, en Jean haföi engan hug
á aö leggjast i það. Nú var þaö
sannarlega augljóst að þeim hafði
veriö veitt eftirför alla leið til
Amsterdam. Jean hafði séð litla
manninn með flókahattinn
áður, hún gat bara ekki munað
hvar. En hún hlaut að komast að
þvi fljótlega.
Og Harry var viss um að
Dorinda Bowie var á hælum
þeirra af einhverri ástæðu. Þaö
var reyndar ýmislegt i fari
Dorindu, sem Harry fannst
skuggalegt. Til dæmis það að hún
vildi óð koma með honum til flug-
vallarins, kvöldiö sem Bernie
hringdi til hans. Og hún hafði
verið ergileg, þegar hann bað
hana aö koma bilnum fyrir.
Hversvegna? Vegna þess að þá
átti hún á hættu að missa af ein-
hverju? Guði sé lof að hún hafði
ekki séð, þegar hann keypti spari-
grisinn. Hún haföi sannarlega
misst af þvi. Svo ekki sé talað um
aöferöina, sem hún notaöi, til að
kynnast honum þarna i siðdegis-
boðinu. Harry bölvaði sinni eigin
heimsku. Hann var sannarlega
auötrúa fifl.
Frh. i næsta blaöi.
13. TBL. VIKAN 41