Vikan

Tölublað

Vikan - 03.05.1973, Blaðsíða 25

Vikan - 03.05.1973, Blaðsíða 25
Handahreyfingar eru mikið atriði og hreint ekki sama, hvernig farið er að hlutunum. Hér leiðbeinir Hanna einni af sýningarstúlkum sinum. halda kunnáttunni og æfingunni og kannski ekki siður vináttunni og samheldninni. — Það er mjög góður andi hérna hjá okkur, sagði Hanna. „Aðalatriðið er ,að tízkusýningarfólk sé vel vaxið. Þaö má ekki hafa hryggskekkju, bogið bak cða einhvern þann likamsgaila, sem vonlaust er að laga.” Segulbandið var sett i gang, og allur hópurinn fór af stað og hitaði sig upp, dansaði hver með sinu lagi dágóða stund, áður en eiginleg æfing hófst. Þar sem stór sýning var framundan, var farið að æfa sérstakar innkomur og hreyfingar eftir ákveðinni tónlist. Sin á milli kalla þau það kápu- músik, gallabuxnamúsik, sið- kjólamúsik o.s.frv. Þegar kemur að þvi að velja föt til sýningar, veit hvert um sig, hvers konar föt þau þurfa að finna sér, eftir þvi hvaða tónlist þau sýna eftir. Og á meðan tónlistin hljómaði og „dansinn” dunaði, settumst við Hanna út i horn og spjölluðum ofurlitið saman. — Af hverju heita samtökin Karon, Hanna? Hvað á islenzkt tizkusýningarfólk skylt við griska goðafræði? — Ekki neitt. Mig vantaði bara gott nafn, og ég tók það ráð að leita þess i grisku goðafræðinni. Ég vildi ekki láta samtökin heita neitt i sambandi við tizku, vildi bara finna stutt og laggott nafn, sem fólk mundi staldra við og velta svolitið fyrir sér og þá væntanlega muna. Ferju- maðurinn úr grisku goðafræðinni varö fyrir valinu. — Þú stjórnar hér talsvert umfangsmiklum samtökum og rekur skóla i þessari grein. Hvar lærðirðu þetta? — Fyrst var ég i tizkuskólanum hjá Sigriði Gunnarsdóttur og siðan hjá Andreu. Svo starfaði ég hjá Tizkuþjónustunni, sem Maria Ragnarsdóttir stjórnaði, en þegar hún dró sig i hlé, varð úr að ég tæki við stjórninni, og þá vildi ég kynna mér þetta betur. Þvi fór ég til London og komst þar á nám- skeið hjá Lucy Clayton. — Er það ekki einhver frægur skóli á þessu sviði? Hann er vist talinn bezti skóli i Evrópu. — Var þá ekki erfitt að komast þar að? — Jú, ég var búin að tryggja „Við höfuni engin innlend tizkublöð, en erlendis hefur margt sýningarfólk fasta atvinnu af myndatökuin fyrir slik blöð.” mér inngöngu löngu áður. Þetta var strangur skóli, við unnum frá morgni til kvölds, og mér fannst þetta ákaflega lærdómsrikt. — Og hvað er eiginlega kennt i svona skóla? — Allt mögulegt, leikfimis- æfingar, göngulag, hreyfingar, dansæfingar, snyrting, bæði fyrir tizkusýningar og myndatöku, og þar fram eftir götunum. — Og þarna komstu i kynni við þetta form tizkusýninga, dansinn? — Ja, ég vil nú ekki beint kalla þetta dans, frekar taktfastar hreyfingar eftir tónlist. Þetta sýningarform er mjög algengt úti i London, og mér finnst það hafa Kjarninn úr Karonsamtökunum kemur vikuiega saman til æfinga, og þar rikir rnjög góður andi, segja þau öil. allt fram yfir hitt formið. Sýningin verður miklu liflegri, og mismunandi tónlist hjálpar lika til, því að við hreyfum okkur allt, öðru visi i siðkjól heldur en galla- buxum, og það er auðveldara að Framhald á bls. 39 18. TBL. VIKAN 25 I'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.