Vikan

Tölublað

Vikan - 03.05.1973, Blaðsíða 34

Vikan - 03.05.1973, Blaðsíða 34
langur tími í jarösögunni. Og ef viö lítum þó ekki nema sé nokkur hundruö ár aftur I timann, sjáum viö aö þá þótti verulega fínnt aö drepa mann vel. Þaö þykir að vísu fint enn þann dag I dag meöal sumra þjóöa, en þeim vex stööugt fiskur um hrygg, sem telja það óflní. Sumir menn halda þvl fram aö maöurinn sé alltaf að verða verri og verri og miskunnar- lausari. Ég held aö það sé nú ekki, en hins vegar hefur drápsgetan aukizt að miklum mun. Maöurinn ræöur yfir meiri tækni til þess aö drepa. Hann getur drepið fleiri á einu bretti, er fimari dráps- maöur. En andúöin gegn dráps- hugsunarhættinum verður stööugt öflugri og útbreiddari. — Hver heldurðu aö sé orsökin fyrir þessum mikla vilja til þess aö drepa og sölsa undir sig yfir- ráö yfir öðrum? — Ég held nú varla að ég sé maður til þess aö svara svona grundvallarspurningu, en kannske frumástæöan sé öryggis- leysi. Manninum hefur fundizt hann þurfa aö tryggja sig gegn þvl aö lenda úti á gaddinum og þjóðfélagið þess vegna þróazt þannig, aö þaö er oröið aöal- atriöiö að sölsa undir sig svo og svo mikiö af efnalegum verö- mætum. — Bróðir Rúnu er einn þeirra sem hefur tekizt að ná þessum efnalegu yfirráöum. Væri hann ekki meira sannfærandi atvinnu- rekandi ef hann snobbaði fyrir listum? — Það er kannske álitamál. Þaö má vera að hann sé einföld manngerð. Eins og hann kemur fram i leikritinu er hann það. En hann er dálitið hugrakkur og kannske hugrakkari en atvinnu- rekendur gerast yfirleitt. Honum finnst ekki taka þvi að snobba fyrir þvl, sem hann tekur ekkert mark á. Svo má ekki gleyma þvi, að sú hlið, sem hann snýr að þeim Pétri og Rúnu er ekki endilega hans eina hlið. Hann kann aö vera fjölbreyttari persónuleiki þar fyrir utan. ■—Leikgagnrýnendur hafa vikið- aö þvl að móöir Péturs sé ekki nægilega skýr persóna. Ertu sammála þvl að gerð hennar sé ekki nógu góö, eöa ertu ánægöur meö hana eins og hún er? — Persónan sjálf og for- sendurnar fyrir henni held ég að séu augljóslega réttar þó þær séu ef til vill einfaldar. Ég vil nú ekki fara að gefa reseft upp á hana aö ööru leyti. Hvað varöar gagnrýni, þá met ég hana ákaflega lítils yfirleitt. Ég er einu sinni þannig geröur aö ég hef alltaf tekiö meira mark á skáldskapnum sjálfum en þvi sem er skrifaö og talaö um hann. Það gildir vitá- skuld ekki slður um min verk heldur en annarra. — Væri ekki ádeilan I leikritinu sterkari, ef tilraun þeirra Péturs og Rúnu misheppnaðist og kerfiö gleypti þau? — Ég held aö ádeilan I leikritinu og leikritiö sjálft yröu ekki sterkari viö þaö enda heföi ég þá haft þaö þannig. Ég held aö leik- ritiö sé rétt hvað það snertir aö þeim tekst aö sigra þessa erfiö- leika. Þau hafa ekki sigraö kerfið. Þau eiga eftir að berjast áfram. Sigur þeirra er fyrst og fremst fólginn i þvi aö gefast ekki upp. Þaö er sá sigur, sem okkur býðst núna. Viö eigum ekki möguleika á þvi aö sigra I eitt skipfti fyrir öll. Sigur þeirra er fólginn I þeirri baráttu, sem þau heyja fyrir tilveru sinni. — Þú hefur ekki látiö leikritiö enda á þennan hátt til þess að gefa þeim einstaklingum, sem sitja I salnum og finna skyldleika sinn viö Pétur og Rúnu, von og styrkja þá i baráttunni gegn kerfinu? — Rökin fyrir endinum eru i leikritinu sjálfu og ef fólk finnur ekki sjálft þau rök fyrir honum, sem ég állt að séu þar, þá ræö ég ekki við það. En ég vona náttúr- lega aö fólk, sem vantar von, sjái I þessu verki einhverja von fyrir sjálft sig. Þetta leikrit er samt ekki kennslustund I þvi hvernig á aö fara aö þvi aö lifa. Þaö er sýnt þarna, hvernig þetta fólk, sem er I leikritinu, fer að þvi aö lifa og svo er þaö bara annarra manna mál, hvort þeir vilja draga af þvi einhvern lærdóm eða ekki. — Pétur og félagar hans ákveöa að ef einhver þeirra veröi rekinn úr vinnu þá hætti þeir bara allir. Færir það þá nokkuð nær markinu? — Ef til vill ekki, en viö skulum athuga þaö, að Manni segir við Péturog Rúnu: ,,Það er auövitaö ekki nóg að láta reka sig fyrir aö vilja ekki jessa viö öllu, sem við mann er gert. Þaö er bara byrjunin. Svo verður maöur aö læra hvernig á aö fara aö þvi aö segja nósör — og lifa samt.” Þetta er sú kennslustund fyrir þau, sem Manni gefur en viö sjáum ekki I leiknum hvernig fer. — Er Manni sjálfur ekki búinn aö gefast upp, þegar hann hittir Pétur? — Finnst þér þaö ekki? — Þú álltur aö til séu einstaklingar, sem fara aftur aö berjast gegn þvl, sem þeir voru fyrir löngu búnir aö gefast upp fyrir? — Ég állt aö þó aö maður gefist einhvern tima upp, þá eigi hann fullkomlega möguleika á þvl aö rétta úr kútnum. Maöur tapar ekki endanlega, ekki kannske frekar en maöur sigrar endan- lega. Þaö er náttúrlega barna- legt, ef maöur trúir þvl aö hægt sé að kollvarpa öllu þvi, sem ógnar manni, á einhvern sáraeinfaldan hátt. Þvl aö þaö sem ógnar manni I samfélaginu er svo samtvinnaö þvi sem ógnar i sjálfum manni. Pétur og Rúna er ekki neitt bláeygt, barnslegt verk, sem á aö sýna aö allt geti oröiö klappaö og klárt, hókus pókus. — Er styrkur kerfisins og þaö hve erfitt er að kollvarpa þvi þá falinn I manninum sjálfum? — Þetta fyrirfinnst ekki I tvennu lagi. Kerfiö annars vegar, maðurinn hins vegar. Raunveru- lega ekki, nema þá i definisjón, skilgreiningu. 1 veruleikanum er þetta allt samofið og ef ógnun kerfisins heföi ekki komizt inn I manninn og oröiö hluti af hans daglega llfi, þá væri engin hætta á ferðum. — Væri maöurinn þá frjáls þrátt fyrir kerfiö? — Hann væri aö minnsta' kosti svo frjáls, að hann sæi hvar kerfið væri og gæti ráöist beint á það. 1 þess staö verður hann aö berjast viö kerfiö og sjálfan sig I sjálfum sér og öllu sinu umhverfi. FRO BIXBY OG LOÐKÁPAN Framhald af bls. 12. Dr Bixby tók þessu öllu meö stökustu rósemi. Hann vissi, að Maude frænka átti heima I Balti- more og aö konunni hans þótti af- skaplega vænt um gömlu konuna, og þvl engin ástæða til aö svipta þær ánægjunni af þessum mánaöarlega fundi. — Allt I lagi, ef ég get verið laus við að fara lika, hafði hann sagt i fyrstunni. — Nei, auövitað þarftu ekkert aö fara, haföi frúin svarað. — Hún er nú, hvort sem er, ekki þin frænka, heldur mln. Og allt i lagi með það. En sannleikurinn var annars sá, aö frænkan var lltiö meira en þægileg fjarverusönnun fyrir frú Bixby. Fanturinn — I mynd herramanns, sem kallaöur var ofurstinn leyndist I skugganum, og kvenhetjan okkar eyddi mestum hluta þessa Baltimore- tima sínum hjá fantinum. Ofurstinn var forrikur. Hann bjó I indælu húsi I útjaðri borg- arinnar. Hann var ekkert að buröast meö konu, heldur aöeins meö nokkrar vinnukindur, sem voru trúar og þagmælskar, og þegar frú Bixby var fjarverandi huggaöi hann sig viö útreiöar og refaveiöar. Ar eftir ár hélzt þetta samband frú Bixby og ofurstans, snuröu- laust. Þau hittust svo sjaldan — tólf sinnum á ári er ekki oft, ef út I þaö er fariö —■ svo aö þaö var engin hætta á, aö þau yröu leiö hvort á ööru. ööru nær. Þessir strjálu fundir þeirra skerptu einmitt ástina og juku ánægjuna af að hittast. — Hæ,hó! var ofurstinn vanur aö æpa, þegar hann kom á stöðina I stóra bílnum sinum. — Elskan mln, ég var næstum búinn að gleyma, hvaö þú ert töfrandi! Svona liöu átta ár. Þaö var rétt fyrir jólin, aö frú Bixby stóö á stöðinni I Baltimore og beiö eftir lestinni til New York. Þessi heimsókn til ofurstans hafði verið óvenju yndisleg og hún var I bezta skapi. En það var hún reyndar alltaf, þegar hún kom frá ofurstanum. Hann hafði eitthvert lag á þvl að láta henni finnast hún vera einhver stórmerkilegur kvenmaður, meö hina og þessa merkilega og framandlega hæfi- leika, og ofsalega töfrandi. Og það var dálítið annaö en þessi tannlæknir, maður hennar, sem fékk hana alltaf til að láta sér finnast hún vera einhver eillfðar- sjúklingur, sem hefðist við I bið- stofunni, steinþegjandi innan um öll timaritin þar .... — Ofurstinn bað mig um að fá yöur þetta, sagöi rödd viö hliðina á henni. Hún leit við og sá Wilkins, hestasveininn ofurstans, litinn, visinn og fölan dverg og hann rétti henni heljarstóra pappaöskju. — Hjálpi mér vel! æpti hún, steinhissa. Guö minn góöur, en sá heljarkassi! Hvað er þetta, Wilkins? Voru nokkur skilaboö? Sendi hann engin skilaboð? — Engin skilaboð, sagði hesta- sveinninn og gekk burt. Undir eins og frú Bixby var komin inn i lestina, fór hún meö kassann inn I snyrtiherbergi kvenna, þar sem hún gat verið i næöi, og læsti að sér. Þetta var spennandi! Jólagjöf frá ofurstanum ! Hún tók að leysa utan af kassanum. — Ég er alveg viss um, að þetta er kjóll. Gæti meira að segja verið tveir kjólar. Eða þá einhver glás af fallegum undirfatnaði. Ég ætla ekki að horfa á það, heldur bara þreifa á þvi og reyna að geta uppá, hvað það er. Og ég ætla líka aö geta mér til um litinn og út- litiö. Og lika um veröið! Hún lokaði augunum og lyfti lokinu varlega. Svo stakk hún annarri hendinni niður I kassann. Það var nú einhver umbúöa papplr efst, það fann hún og heyröi I honum skrjáíiö. Þarna var lika eitthvert umslag eða kort. Hún skeytti ekki um það, en stakk hendinni undir pappirinn og þreifaði fyrir sér. — Guö minn góður! æpti hún allt I einu. — Það getur ekki verið satt! Hún glennti upp augun og starði á kápuna. En svo þreif hún til hennar og tók hana upp úr kass- anum. Þykkur loðfeldurinn skrjáfaði skemmtilega við pappirinn og þegar hún hékk I 34 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.