Vikan

Tölublað

Vikan - 03.05.1973, Blaðsíða 5

Vikan - 03.05.1973, Blaðsíða 5
og er bæði bóklegt og verk- legt. Svo mó bæta því við þess- ar upplýsingar, að fóstrunemi þarf að hafa landspróf, gangn- fræðapróf eða sambærileg próf, en þar sem þú ert aðeins 15 ára, verðurðu að hafa biðlund í 3 ár vegna aldurstakmark- anna. Annars geturðu fengið nánari upplýsingar hjá skrif- stofu Barnavinafélagsins Sumar- gjafar, Fornhaga 8 í Reykjavík eða hjá Fóstruskólanum, Lækj- argötu 14 b. Stafsetning er góð hjá þér, og úr skriftinni má lesa vandvirkni og jafnaðargeð, og hvort tveggja ætti að koma þér að gagni í fóstrustarfínu. Skrifa eða hringja í 15. tbl. birtist bréf frá „einni í rusli". Pósturinn þyrfti að ná sambandi við bréfritara, en hef- ur glatað bréfinu. Bréfritari er vinsamlega beðinn að hafa sam- band við Póstinn skriflega eða í síma. Svartil „bjartsýnnar" Bréf þrtt bendir alls ekki til þess, að þú sért lítið gefin, eins og þú segir, það var vel stílað og greinargott, skriftin verulega snotur og snyrtilegur frágang- ur, stafsetningarvillur næstum engar. Hins vegar bendir öll frásögn þín til þess, að þú sért haldin mikilli minnimáttar- kennd, og stúlkum með minni- máttarkennd hættir einmitt til að lenda í svipaðri aðstöðu og þú ert nú í, vegna þess að þær þurfa sífellt nýja og nýja sönn- un þess, að einhverjum lítist vel á þær. Þú ert í ákaflega erfiðri aðstöðu núna, og það er hreint ekki auðvelt fyrir óviðkomandi að ráða þér heilt, þó þú skýrir ástandið vel í bréfi þínu. Póst- urinn er ekki óskeikull, eins og augljóst má vera, en þú biður svo innilega um ráðleggingar, og hér færðu álit Póstsins: Sýndu nú, að þú „hafir bein í nefinu", eins og þú segist hafa, ef mikið liggi við, og þoldu ekki þessum piltum lengur slíka framkomu. Það er frekar ótrú- legt, að sá, sem þér þykir vænit um, geti virt þig eftir það, sem á undan er gengið, og likam- leg hrifning er ekki nóg, ef virðing'una vantar. Skiptu um umhverfi og skapaðu þér nýtt líf með nýju fólki. Og í öllum bænum reyndu að sigrast á minnimáttarkenndinni. Hrútur og meyja eiga sæmilega sam- an, og skriftin bendir til þess, að þú sért blíðlynd, viðkvæm og örlát. Ef við kynnum aðferð til þess „að vera sjálfstæður og öruggur í framkomu og jafn- framt lífsglaður og aldrei í vondu skapi", þá mundum við ekki lúra á þeirri vitneskju, þvi ósköp væri gaman að geta hjálp- að öðrum um slíka eiginleika. „Samúel og Jónína“ Kæri Póstur! Ég vil byrja á því að þakka Vikunni fyrir mjög gott efni og þó sérstaklega 3m — músík með meiru. Þá ætla ég að koma mér að aðalefninu. Er hægt að ger- ast áskrifandi að blaðinu „Samú- el og Jónína"? Hvert á að skrifa? Hvað kostar eitt eintak? Hvað kemur það oft út í mán- uði? Eru gefin út einhver önn- ur blöð með poppi og ýmsu öðru fyrir ungt fólk? — Hvað lestu úr þessari hræðilegu skrift, og hvernig eiga hrútur- inn (stelpa) og nautið (strákur) saman? Fyrirfram þökk fyrir birtinguna, sem ég vona að verði. S.T. P.S. Getur þú eða þið ekki birt myndir og viðtal við hljómsveit- ina Rifsber (Rifsberja), hvort sem hún heitir, og líka Roof Tops. Þórarinn Jón Magnússon, rit- stjóri „Samúeis og Jónínu" sagði okkur, að það hefði orðið hlé á útgáfustarfseminni, þó ekki væri þar með sagt, að par- ið hefði endanlega lagt upp laupana. Þú verður bara að bíða og sjá til, og í náinni fram- tið verðurðu víst að láta þér emmin 3 nægja. Skriftin bendir til fljótfærni og hroðvirkni, og hrúti og nauti er spáð skemmti- legri sambúð, þó ekki verði allt í rólegheitunum á bænum þeim. Fyrrnefnda hljómsveitin mun heita Rifsberja, og Roof Tops var tekið til meðferðar í 13. tbl., sem út kom 29. marz sl., og þar geturðu m. a. s. komizt að því, hvaða skónúmer kapp- arnir nota, sem hlýtur að skipta alla poppunnendur miklu máli. KRISTIIMINI GUÐIM ASOIM ¥ SUÐURLANDSBRAUT 20 - SÍAAI 86633 18. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.