Vikan

Tölublað

Vikan - 03.05.1973, Blaðsíða 39

Vikan - 03.05.1973, Blaðsíða 39
síöar aö hann var starfsmaður Gestapó. Ungur liösforingi, sem hún giftist féll á rússnesku vig- stöövunum tiu dögum eftir brúö- kaupið. . Hún átti stutt en hugljúft ástar- ævintýri með ungum flugmanni, sem ætlaöi aö fljúga með þau bæöi til Sviss, e^ fórst i flugslysi áöur en af þvi yröi. Og svo var þaö vingjarnlegi austurriski flug- maðurinn, sem sveik hana i hendur Gestapó 16 ágúst 1944. Hún var tekin og flutt til höfuð- stöðva nazista i Graz.. Húsiö, sem Gestapó hafði aösetur i haföi amma hennar átt. 1 sama herbergi og hún haföi átt margar yndislegar ánægju- stundir á bernskuárunum, sat yfirheyrarinn viö iburöarmikið borö og veifaöi langri svipu. Hann rétti henni brosandi bréf. Hún fölnaði þegar hún þekkti skrift- ina, sem var hennar eigin. Þegar henni var skipaö aö gefa upp aö- setur félaga sinna, steinþagöi hún. Þá var svipunni slegiö um höfuö hennar og hún hlekkjuö viö stólinn. Höndum hennar var haldiö meöan neglúrnar voru klipptar stööugt styttra og styttra. Þegar hún var i þann veginn aö missa meövitund, heyröi hún aö kvalari hennar sagöi: „Þú veröur send i einangrunarbúöir, þar sem þú veröur látin rotna.” Daginn eftir var henni ásamt fjórum öörum konum stungiö inn i illa lyktandi vagn. Ósjálfrátt þreifaöi hún á kinn sér, því aö hún mundi óíjóst aö einn her- mannanna haföi drepiö þar i vindli um leiö og hann óskaöi henni góörar skemmtúnar — i Dachau. Hún ber enn ör eftir brunann. Aö hún skyldi lifa af, þegar svo margir fórust er stórkostleg til- viljun. Þegar lestin, sem flutti hana til Dachau stöðvaðist einu sinni, heyröi hún liösforingja tala handan viö þiliö. Sér til mikillar undrunar, þekkti hún þar rödd Sepp Schneiders, sem var guö- sonur móöur hennar, og haföi einu sinni viljaö giftast Burgi sjálfri. Hún baröi á dyrnar og þaö ótrúlega geröist. Vöröurinn opnaöi þær og sinnti bón hennar um aö færa foringja sinum skil- riki Burgi. Hún beiö milli vonar og ótta. Loks kom vöröurinn aftur og fylgdi henni til klefa Sepps. Andlit hennar var bólgiö af brunasárinu, það blæddi úr fingr- unum og klæöi hennar voru ó- hrein og rifin. Þegar Sepp Schneider sá hana, sagði hann hvaö eftir annaö: „Hvaö hafa þeir gert viö þig Burgi, hyaö hafa þeir gert viö þig . . . Hann hjálpaöi henni að flýja, þegar uppnám varö vegna loftárásar. Burgi varö Sepp Schneider svo samferða til Póllands, dulbúin sem kona hans. Það var erfitt aö komast til Póllands og ekki slöur erfitt aö komast þaöan, þvi aö þegar orörómurinn um framsókn Rússa komst á kreik, greip mikil skelfing um sig. Á brautar- stöövunum tróöust gamalmenni, sjúklingar og börn til þess aö reyna að komast meö lestunum. Eftir mikil vandræöi tókst Burgi loks aö fá far meö Rauöa Kross- vagni. Burgi leitaöi hælis hjá frænku sinni I Vin. Skömmu seinna fékk hún boö frá móöur sinni þess efnis aö henni væri óhætt aö snúa heim. Samt var ástandið óskaplegt. Allt var á ringulreiö. Þrjár milljónir flóttamanna höfðu safnazt saman á litlu svæöi. Aftökur án dóms og laga voru daglegur viöburöur. Llkin lágu ógrafin á götúnum. Þrátt fyrir matvælaskömmt- unina hjálpuöu þær mæögurn- ar fjölda brezkra flug- manna, sem voru faldir á háa- loftinu hjá vini þeirra. Þessu fylgdi áhætta enda lentu þær enn einu sinni I höndum nazista vegna þessa. Gestapó-lögreglan geröi ná- kvæma húsrannsókn hjá þeim og hótaöi aö drepa móöur Burgi, ef Burgi segöi ekki til Bretanna. Burgi vissi aö móöir hennar vildi heldur láta lifið, en aö dóttir hennar geröist svikari. Gestapó- mennirnir fóru án þess aö skeröa eitt hár á höföi móöurinnar, þeim mæögunum til ósegjanlegs léttis. Burgi segir þetta atvik ásamt feröinni til Dachau vera tvo ótta- legustu atburöi lifs sins. Nú býr Burgi I Englandi, gift orustuflugmanni úr siöustu heimsstyrjöld. Hann er þó ekki einn þeirra, sem hún aöstoöaöi i Austurríki á striösárunum, heldur kynntust þau i Ipswich eftir striðiö. Þau eiga tvö börn og heitasta ósk Burgi er aö þau megi lifa i þvi frelsi og þeim friöi, sem hún lagði svo hart aö sér til þess aö koma á. ÞETTA ER EKKI LENGUR TALINN HÉGÓMI Framhald af bls. 25. sýna þennan mun, þegar maöur hreyfir sig eftir músik. Hanna Frimannsdóttir er eiginkona Heiöars Astvaldssonar, danskennara, sem svo margir kannast viö, og ég spuröi hana hvort Karon væri kannsici angi af hans umsvifum. — Nei, nei, okkar fyrirtæki eru algjörlega aðskilin, og ég hef aldrei starfaö viö danskennslu. Og þessar danshreyfingar okkar hérna eru ekki eftir neinum föstum reglum. Krakkarnir fá talsvert frjálsar hendur um þaö, hvernig þau vilja hreyfa sig, þó ég sé til leiðbeiningar. En þaö er kannski rétt aö taka það fram, aö undirstaða alls er hiö klassiska tizkusýningargöngulag, og þaö kenni ég auðvitað.út i æsar, það er svona eins og frumspor I dansi. — Er talsvert sótzt eftir aö komast i þetta? — Mjög mikiö. Þaö er nú ekki svo langt siöan ég byrjaöi á þessu, og námskeiöin hafa legiö niöri i vetur vegna minna eigin forfalla, en ég ætla aö byrja meö þau aftur af fullum krafti I haust. Ég hef veriö meö tvenns konar námskeiö, almenn námskeiö, sem taka 6 vikur, og námskeiö fyrir tizkudömur, sem standa i 8 vikur og lýkur meö ströngu prófi. Siöast þegar ég hélt slikt nám- skeiö sóttu um þaö 70 stúlkur, en ég tek alveg I mesta lagi 15 á hvert námskeiö, og i þetta sinn valdi ég úr 10, og af þeim stóöst helmingur prófiö i lok nám- skeiösins. — Hvernig velurðu úr þessum fjölda? — Aöallega meö þvi aö athuga göngulagiö og likamsbygginguna, þær verða aö ganga og ganga fyrir mig fram og aftur. Maöur sér fljótt, hvort það er vonlaust aö laga þá galla, sem fyrir eru. — Hvaða eiginleika þarf fólk helzt að hafa til aö ná einhverjum árangri á þessu sviði? — Aöalatriöiö er, aö þaö sé vel byggt. Þaö má ekki hafa hrygg- skekkju, bogiö bak eöa einhvern þann likamsgalla, sem vonlaust er aö laga. — Hvaö eru margir i sam- tökunum? — Viö erum núna 24, þar af 4 piltar. — Eru karlmennirnir ekki ennþá svolitiö tregir til aö taka þátt I svona starfsemi? — Þaö er óöum aö breytast. Ungu piltarnir sjá ekkert athuga- vert viö það, en mig vantar alltaf eldri menn. Ég var t.d. beöin um þritugt par i auglýsingu nýlega, og þaö var auövitaö allt I lagi meö konuna, en manninn — drottinn minn, það var eins og aö reyna aö grafa gull upp úr sófanum heima. 'Nú, en ég fór á dansskólaball og grandskoöaði fólkiö, og þar upp- götvaöi ég stórglæsileg hjón, sem voru til i að hjálpa upp á sakirnar. — Ertu oft beöin um aö útvega fólk i auglýsingar? — Það er talsvert um þaö og fer vaxandi. Auglýsingastofurnar hafa samband viö mig og biöja oft um ákveönar týpur I vissar aug- lýsingar. Fólk er virkilega fariö aö átta sig á þvi, aö þaö er ekki sama, hvort Stina eöa Gunna úti i bæ er fengin til aö gera hlutina, eöa hvort það er reynt módel, sem kann upp á hát aö snyrta sig og hegöa sér viö myndatöku. — Entizkusýningarnar? Nú var þetta svo gott sem óþekkt fyrir- bæri fyrir svo sem áratug. RENNIBRAUTIR Rennibrautir aftur fáanlegar meS útskornu millistykki. Fylla þarf út 128x48 cm. Sendum ( póstkröfu. GreiSsluskilmálar. (Athugið! Kaupum einnig 'stramma, útfylltan). NÝJA BÓLSTURGERÐIN Laugavegi 134, sími 16541. — Verzlanaeigendur og fata- framleiðendur gera sér alltaf betur og betur ljóst, hvað tizku- sýningar eru mikil auglýsing og kynning á vörum þeirra, og þær hljóta aö fara mikiö i vöxt á næstu árum, eöa maöur vonar þaö Karonsamtökin halda tvæi sýningar á ári upp á eigin spýtur, vetrar- og vorsýningu, en auk þess erum viö þó nokkuö beöin að koma fram, kannski bara hluti af hópnum, t.d. á árshátiöum og alls konar samkomum. Tizku-. sýningar eru alltaf vinsælar. Svo er þó nokkuö um þaö, aö við sýnum á skemmtunum ýmissa góögeröarfélaga, og þaö gerum viö alltaf endurgjaldslaust og meö mikilli ánægju. — Erlendis er margt fólk, sem lifir af sýningar- og módel- störfum. Er þaö til hérlendis? — Nei, og ég efast um, aö þaö geti oröiö I náinni framtiö. Viö höfum t.d. engin innlend tizku- blöö, en erlendis hefur margt fólk fasta atvinnu af myndatökum viö svoleiöis blöö. — Ég þykist skilja, aö þiö hafiö litiö upp úr þessari starfsemi f jár- hagslega. Takiö þiö þetta ekki meira sem tómstundagaman eöa leik? — Við tökum þetta sem vinnu. Og þó, eiginlega getur þetta ekki talizt annað en hobbi hjá okkur, viö erum öll starfandi viö eitthvaö annað eöa viö skólanám, en viö tökum þetta hobbi alvarlega, komum saman einu sinni i viku og höldum okkur i þjálfun og 18. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.