Vikan - 03.05.1973, Blaðsíða 41
því að billinn með öryggis-
vörðunum væri alltaf rétt fyrir
aftan þau.
Vera breiddi vel yfir gamla
manninn og siðan fór hún fram og
gekk beint að simanum.
— Hvaö er það? spurði rödd i
slmanum.
— Harry Fairchild og unga
stúlkan hafa fariö af staö til
Ibúöar hans og þaö er traustur
vörður á hælum þeirra. Hún
talaði mjög ótt og einhljóma, eins
og hún væri að gefa skýrslu. — Ég
verð aö koma mér héðan. Og
skyndilega brast hún i grát. — Ég
held þetta ekki út lengur. Það er
bezt að þiö greiöið mér það sem
lofað var. Ég vil byrja nýtt lif.
— Hvar er stelpan? Hvar er
þessi Hanks kerling?
— Ég veit það ekki. Þaö er satt,
ég veit þaö ekki. Ég held samt að
þau viti eitthvað. Þau sögðu Paul
frænda eitthvað, sem gerði hann
kátan eins og ungling. Gamli
þorskurinn! Ég . . . .
— Fáiö hann til aö segja yður
það.
— Ég get það ekki. Hann er
farinn aö sofa.
— Tlminn er aö verða iskyggi-
lega stuttur. Hvernig komuzt þau
aö þvi sem þau sögðu honum.
— Þaö var Bonzer, held ég.
Hann gerði eitthvað, sem hann
hafði verið beöinn aö gera. En
þetta eru reyndar getgátur.
— Hvaö geröi Bonzer?
— Ég veit. þaö ekki. •
— Er vörður um Ibúö Harrys
Fairchild?
— Já. Þér sjáið að þetta er von-
laust. Fylkisstjórinn ætlar ekki
að . . . .
— Viö höfum elt Bonzer siðustu
dagana. Við sjáum til . . . .
— Ó, nei, það er öll von úti nú.
Og þaö er ekki mér að kenna. Ég
get ekki veriö hér . . . .Hvenær
get ég fengið
Sambandið var rofið. Vera
gekk grátandi inn til sin. Þeir
höfðu sagt henni aö móöir
telpunnar myndi svipta hana
starfinu, myndi koma i hennar
staö. Ef þeir hefðu veriö aö ljúga,
var það ekki hennar sök. Hún
hafði ekki ætlað að . . . . Hún
haföi bara . . . .Hún var I raun og
veru hin rétta dóttir i þessu húsi.
Hún haföi unniö fyrir trausti og
virðingu gamla mannsins. Paul
frændi var heimskingi. Gamall.
Hann heföi átt að deyja strax á
eftir Beatice frænku . . . .Það
hefði veriðsæmandi fyrir hann og
hentugt . . . .011 þessi ár! Og
nú . . .
Harry var svo taugaóstyrkur,
að hann titraöi, þangaö til þau
voru komin inn i ibúöina. Þá
slakaði hann svolitið á, en hann
gat samt ekki annað en hugsað
um þett'a.
Hann leit á Jean, sem hafði
oröiö fórnarlamb Varneys. Hún
haföi strax hniprað sig saman i
sófanum hans og það var ekki
annað að sjá en að hún kynni vel
við sig. Hún sat þarna, i irsku
dragtinni sinni, sem fór henni svo
vel, og brosti með sjálfri
sér . . . .róleg og glöö, eins og
kettlingur!
— Þú ert örugg hér, sagði hann.
— Þú getur veriö hér fyrst um
sinit. Föst i örlaganeti . . . .eða
eitthvaö þvi um likt.
Hún brosti út i bláinn.
— Ég hefi engin föt.
— Þú þarft engin föt.
Hún varð svolitiö hræðsluleg og
honum fannst það fara henni vel.
— Það er kominn háttatimi. Þú
getur fengið svefnherbergiö mitt.
Ég get sofið hérna i stofunni.
Og skyndilega fór þetta furðu-
lega stúlkubarn að skelli-
hlæja.Hún gróf andlitið i sófa-
púða.
— Hvað gengur að þér? urraöi
hann.
— Ég veit þaö ekki, Harry,
stundi hún. — Það er bara eitt-
hvað við augun i
þér . . . .stundum. Hún reyndi að
hafa hemif á sér. En hún hafði
púöann tilbúinn, ef henni tækizt
ekki að halda sér alvarlegri.
— Ég var mjög ánægö að hitta
fjölskyldu þina, sagði hún. — Mér
finnst þeir allir dásamlegir. Já,
ég skemmti mér, satt aö segja,
prýöiléga. Ég get ekki gert að
þessu .... En ég er ekkert
syfjuö, Harry. Getum viö ekki
setið hér svolitiö lengur og talað
saman? Viö getum ekki gert neitt
annað, hvort sem er . . . . Ég á
við að við getum ekki gert neitt i
sambandi viö sparigrisina. Hún
var að þvi komin aö flissa, en gat
samt stillt sig. — Viltu ekki lofa
mér að sitja hérna smástund og
láta mér liða vel, Harry? Ef ég
lofa þvi að vera stillt og róleg?
Hann sagði: — Veiztu hvað,
stundum langar mig til að lemja
þ'g-
— Já, ég veit það, sagði hún
meö auðmýkt.
— Þaö gleður mig þó, að þú
skulir ekki móðgast við mig. Svo
skipti hann um samtalsefni. —
Jæja, svo þú varst hrifin af fjöl-
skyldunni?
— ó, já! Rödd hennar var áköf.
— Ykkur pabba kom greinilega
vel saman? (Einhverra hluta
vegna var Harry ergilegur yfir
þvi.)
— Hann er beinlinis draumur!
Já, hann er dásamlegur maður!
Hún var rjóð af ákafa. — Mér
fannst ég vera eins og prinsessa,
þegar hann talaði við mig, prins-
essa, sem hann, hinn gæfi riddari
ætlaði aö verja með sinu eigin lifi.
— Já, hamingjan sanna, hann
kann að koma orðum aö hlut-
unum, sagði Harry, súr i broti. —•
Hann hugsar heldur aldrei um út-
r gjöldin. En hann er ekki viss um
léttir námið
ARISTO
Með aukinni stærðfræðikennslu og vaxandi
kröfum nútíma tækniþjóðfélags er sérhverjum
námsmanni nauðsynlegt að vera búinn full-
komnum hjálpargögnum við námið.
Aristo reiknistokkurinn er gerður fyrir náms-
fólk með kröfur skólanna í huga.
Aristo reiknistokkur á heima í hverri skóla-
tösku.
PENNAVIÐGERÐIN
Ingólfsstræti 2. Sími 13271.
hvaö hann á að gera, þá hleypur
hann til aö strá um sig meö pen-
ingum.
— Það gerir þú lika, sagði hún.
dreymandi.
Harry varð hugsandi. — Þú
ættir nú samt að taka þvi sem
pabbi segir með fyrirvara, hann
getur verið hættulega aðlaöandi
og hann er ekkert fifl.
— Það ert þú ekki heldur. 0,
Harry, pabbi þinn er afskaplega
hrifinn af þér!
Harry ók sér I stólnum. 0,
pabbi er dálitiö frumlegur, sagði
hann. — Og þaö er ég lika,
þrumaöi hann, áður en hún gat
opnað munninn.
Frh. Inæstablaði.
SVARTSTAKKUR
Framhald af bls. 3.'
sporið aö þessari uppfinningu. Nú
var gremjan orðin hræðslunni
yfirsterkari hjá Atkins.
- Hvernig kemur þér þá saman
viö Mathews?
- Hann hatar mig.
- Hversvegna?
- Hann veit, að ég er betri
visindamaður en hann sjálfur.
- Hversvegna ferðu þá ekki frá
fyrirtækinu? Ef þú ert nógu fær til
þess að hafa bryddaö upp á
nýjungum, ætti ekki að verða
erfitt fyrir þig að fá vinnu hjá ein-
hverju öðru fyrirtæki.
- Þaö get ég ekki.
I 8. TBL. VIKAN 41