Vikan

Tölublað

Vikan - 19.07.1973, Blaðsíða 4

Vikan - 19.07.1973, Blaðsíða 4
9 El H ert að: BYGGJA. BREYTA EBA BÆTA bá líttu viO í Litaveri Inri bað bsfBT ávallt bonBOsig LITAVER Símar 32262 - 30280 oo 30480 Grensásveoi 22 - 24 P0STURINN ERFIÐAR SPURNINGAR Kæri Póstur! Alltaf, þegar ég fá tækifæri til aö lesa Vikuna, les ég Póstinn fyrst. Ég er hrifin af þvi, hvaö þú gefur fólki góð svör við heldur erfiðum spurningum. Ég vona, að þú getir gefið mér góð svör. Ég er á þrettánda árinu og ég reyki talsvert. Ég er ekki komin með stór brjóst. Er það út af reykingum eða brjóstin hætt að stækka af reykingum? Hvernig fara bogmaðurinn og steingeitin saman eða tvær meyjar? Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Meö fyrirfram þökk. Þ.M.R. P.S. Hvort er hollara að reykja eöa drekka? Það ætti varla að þurfa að taka það fram, að þú ert allt of ung til að byrja að reykja, ef maður verður yfirleitt nokkurn tlma nógu gamall til að byrja á þeim ósóma. Reykingar unglinga draga mjög og seinka þroska þeirra og brjósta ungra stúlkna. Reyndar er margar tóif ára stúlk- ur, sem enn hefur ekki vaxið brjóst aö neinu marki, svo að eng- in ástæða er til að örvænta. Bogmaðurinn og steingeitin eiga nokkuð vel saman, en samband tveggja meyja er nokkuð hæpið. Skriftin erekkert sérstök.hvorki ljót né falleg og bendir til meðal- mennsku. P.S. Þú ættir frekar að spyrja hvort sé óhollara að reykja eða drekka. Af tvennu illu er skárra að drekka I hófi en ALLS EKKI fyrir 12 ára stúlkubarn. Þú getur byrjaö á þvi þegar þú hefur náð tvitugsaldri, en hættu að reykja eins og skot og byrjaðu aldrei á þvi aftur. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ '■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ FlMMT/\ BRÉFIÐ Klsku Pósturi ’ Ég hef skrifaö þér fjögur bréf áður, en aldrei fengið svar og vonast þess vegna eftir svari við þessu bréfi. Hér eru nokkrar spurningar, sem mig langar til að fá svar viö: 1. Hvernig getur maður náð ból- um af enniriu á sér? 2. Hvernig getur maður grennt sig? Ég er ekki mjög feit. 3. Þegar ég er að lesa, á ég svo vont með aö halda mér að efninu, ég fer alltaf að hugsa um eitthvað annað. Hvernig get ég lagað þetta? 4. Hvenær gifti Pétur Kristjáns i Svanfriði sig, hvaða mánaðardag og í hvaða mánuði? 5. Verður maður ao vera með góða einkunn upp úr öðrum bekk til að geta orðið snyrtisérfræðing- Ur? 6. Hvað er það langt nám? 7. Hvenær er hægt að byrja að læra? 8. Hvernig er hægt að koma I veg fyrir að neglurnar brotni eða •klofni? 9. Hvers vegna prentið þið 3 vikur fram I timann. Með fyrirfram þökk Ein áhyggju- og forvitnismálafull. P.S. Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? 1. Það er búið að finna upp margs konar krem, sem hægt er að nota gegn bólum á enni og annars staðar. Ef bólur eru mjög slæmar er sjálfsagt að leita til sérfræð- ings/ 2. Hættu að boröa milli mála og fáðu þér göngutúra af og til. 3. Þú verður að reyna að temja þér vandvirkni i lestri. Þ.e.a.s. þú veröur að reyna að halda frá þér ölium öðrum hugsunum en þeim, sem lúta að bókinni. Finndu þér meira spennandi lestrarefni. 4. Pósturinn tekur ekki að sér að afla upplýsinga um pophetjur eða giftingardaga þeirra. Manntal- skrifstofan getur ef til vill veitt upplýsingar. 5.. Eftir þvi sem við komumst næst þarf gagnfræðapróf eða landspróf til að komast i snyrti- sérfræði. 6. 1—2 ár. 7. Við 17—18 ára aldur. 8. Það er til eitthvað, sem heitir naglaherðir. Prófaðu það! 9. Það er bara hagræðingaratriði. P.S.: Skriftin er ekkert sérlega góö. Þú notar orðið „maður” i ó- hófi, og urðum við að breyta bréfi' þlnu örlitið til að það yrði prent- hæft. Þú ert nokkuð fljótfær og skortir einbeitingu. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i ■ ■■■■<<■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■1 4 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.