Vikan - 19.07.1973, Blaðsíða 31
Þar er maður aldrei
einmana Frh. af bls. 17.
Flestir ferðalangar, sem
fara til Afríku, hafa eink-
um áhuga á álfunni
náttúrunnar og dýralífsins
vegna. En ég var full þakk-
lætis í garð Onyangos fyrir
að hjálpei mér að kynnast
afrísku fólki og fá að
minnsta kosti að sjá, að
hægt er að lifa lífinu öðru
vísi en við erum vön.
— Þú verður líka að vita,
hélt Onyango áfram, að
faðir minn á þrjár konur, sú
fjórða er látin, þó aö. ég
kynni þig fyrir bróður min-
um eða sysfur er alls ekki
víst, að það séu systkini
mín eftír þeim skilningi
sem Evrópubúar leggja í
orðið. .
Allir i f jölskyldunni, sem
eru á svipuðum aldri og
maður sjálfur, eru systkini
manns, hvort sem þeir eiga
sömu móðurina eða ekki.
Stundum kallar maður
jafnaldra sína í þorpinu
líka bræður.
• Afrískar fjölskyldur
halda miklu betur saman
en evrópskar. Þær skipta
öllu með sér — vinum,
eignum, mat og húsrými.
Vinni einhver fjölskyldu-
meðlirr ur fyrir kaupi í
borginni eða einhvers
staðar annars staðar, þá
gefur hann hinum með sér
af laununum. Við deilum
lika geði okkar i miklu
ríkara mæli en Evrópubú-
ar. Við tölum um
tilfinningar okkar og
hugsanir, áhyggjur okkar
og ánægju. Þess vegna
verðum við aldrei lostinn
þeirri einmanakennd, sem
virðist fylgja Evrópubúum
eins og skugginn þeirra.
Og þess vegna þarf held-
ur enginn að verá vinalaus,
þegar hann kemur til
Afriku, jafnvel þó hann
þekki enga lifandi veru,
þegar hann kemur þangað.
Onyango hefur rétt fyrir
sér. Hér í Afríku er ekki
erfitt að kynnast fólki.
É’g er eini Evrópubúinn í
bilnum, en þegar
Onyango fer út til að kaupa
banana á einum ákvörð-
unarstað bílsins, þá þyrpast
hinirfarþegarnir að mér og
spyrja mig í þaula.
— Hvað heitir þú?
Hvaðan ertu? Ertu gift?
Hvað áttu mörg börn?
Skrifaðu okkur, þegar þú
ert komin aftur heim. Það
er svo gaman að fá póst-
kort.
Áður en Onyango kemur
aftur veitégorðið heilmikið
um samfarþega mína. Ég
veit nöfn margra þeirra og
aðstæður f jölskyldunnar.
' Og þegar skröltandi bíllinn
tók næstu beygju á tveim-
ur hjólum datt mér í hug,
að það væri ólikt nota-
legra að deyja i umferðar-
slysi með einhverjum sem
maður þekkti. *
Faðirinn á þrjár
konur.
Heimili Ogutsf jölskyld-
unnar var rétt utan við
Kisumu og var í rauninni
lítið þorp út af fyrir sig.
Raðir lítilla leirhúsa voru
umhverfis nokkurs konar
torg, sem var troðið af
óteljandi fótum.
Húsbóndinn Emmanúel
hefur sitt eigið hús út af
fyrirsig og konurnar hafa
líka sín eigin hús, þar sem
þær hafa yngstu börnin hjá
sér. Þær hafa eigin eldstæði
og skiptast á um að elda
handa manni sínum, sem
skiptir tíma sínum jáfnt á
milli þeirra.
Auk þessa fólks var allt
yfirfullt af frændum og
frænkum og öðrum
fjölskyldumeðlimum á öll-
um aldri. Ég gafst fljótlega
upp á því að reyna að
henda reiður á því hvernig
fólkið var skylt innbyrðis.
Faðir Onyangos er 55 ára
að aldri og hefur á höndúm
heilsugæzlu I héraðinu.
Hann fór að heiman
snemma á morgnana og
kom ekki aftur fyrr en seint
á kvöldin. Þá sátum við
yfir glasi af öli og ræddum
ástandið I Afríku og heims-
málin.
I tiu daga bjó ég hjá
Ogutusf jölskyldunni. A
þeim tíma fór mér mikið
fram í að aðlaga mig
afrískum siðum.
Þegar allir höfðu gert sér
það Ijóst, að ég þurfti ekki
að fá evrópskan mat og var
ekki rígbundin við sænska
lifnaðarhætti, tóku allir
höndum saman um að
kenna mér eins mikið og
hægt væri I afrísku
heimilishaldi.
Allt er borið á
höfðinu.
Meðal þessfyrsta, sem ég
tók þátt í, varað brugga öl.
Það var strax fyrsta dag-
inn og ég hafði ekki náð að
átta mig á öllum þeim
áhrifum, sem ég hafði orð-
ið fyrir undanfarna daga.
Ég sá tvær konur bera
stór trog full af korndeigs-
molum á stærð við valhnet-
ur út á torgið og byrja að
mala þá með höndum og
fótum á troðinni jörðinni.
Það vakti kátínu fyrst í
stað, þegar ég lagðist á
fjóra fætur og reyndi að
mylja molana á sama hátt
og hinar konurnar, en svo
breyttist kátínan I undrun.
— Við héldum ekk;, að
evrópskar konur kynnu að
vinna, sagði ein kvenn-
anna. Við héldum, að þær
gætu ekkert annað en sitja
á skrifstofu og skrifa á rit-
vél.
Sólin brenndi mig illa á
bakinuog hendurnará mér
hlupu upp I blöðrum. En
þegar búið var að mylja
alla molana, fékk ég að
fara með út í brugghúsið og
horfa á ölsuðuna.
Ég fékk líka að bragða á
súrum, Ijúffengum
drykknum, sem brátt var
fullgerður. Og þegar verk-
inu var lokið var ég tekin
góð og gild I hópi brugg-
kvennanna.
Afleiðingin varsú, að þær
tóku mig með sér morgun-
inn eftir þegar þær sóttu
vatnið.
Krukkur og tómir bensín-
brúsar voru notaðir til að
sækja vatnið í. Við gengum
í langri röð niður að ánni
og sökktum ílátunum í
vatnið.
Svo átti að leggja af stað
heim og bera kirnurnar a
höfðinu.
Allar hinar konurnar
lyftu brúsunum erfiðislaust
upp á höfuðið. En ég gat
varla lyft mínum upp að
mitti — hann 'var hræðilega
þungur. ,
Hinar konurnar komu
mér til hjálpar og brátt
hafði ég brúsann, fullan af
vatni, á höfðinu. Ég tók
nokkur skref,....
Brúsinn valt um koll og
vatniðj demdist yfir mig og
ég varð gegndrepa á samri
stund. Konurnar skemmtu
sér konunglega yfir
hrakförum mínum. Ég
gerði fleiri misheppnaðör
tilraunir og demdi meira
vatni yfir mig.
Loksins tókst mér að ná
jafnvægi á brúsanum og
gat fetað mig heim með því
að gæta ítrustu varúðar.
Að vísu gusaðist úr
brúsanum í hverju spori svo
að það var ekki nema
smálögg eftir í honum,
þegar ég var komin alla
leið, en þó var ég að rifna
af monti yfir þessu afreki.
Ég varð að bera það vel,
að allur bærinn skemmti
sér I marga daga yfir hrak-
förum mínum við vatns-
burðinn.
29. TBL. VIKAN 31