Vikan

Tölublað

Vikan - 19.07.1973, Blaðsíða 30

Vikan - 19.07.1973, Blaðsíða 30
Þáttur i umsjá Jens Holse, garðyrkjumanns Blóm útí og irmi Það er ábyggilega óska- draurnur margra garðeigenda, að eiga blómstrandi Rhododendron í garðisínum,og sá draumur er alls ekki fjarstæður, jafnvel hér á (slandi, ef menn gera sér Ijóst, að það þarf að undirbúa jarðveginn sérstaklega vel. Það er að vísu töluverð vinna, því að það þarf hreinlega að skipta um jarðveg á þeim stað sem plöntunni hefur verið valinn. Þar þarf að vera raki í jörð, skjól af öðrum gróðri og þar þarf lika að njóta sólar. Það er mesti misskilningur að Rhododendron eigi að standa á skuggsælum stað. Til þess að skipta um jarðveg þarf að grafa holu, ca. 75 cm i þvermál og 50-60 cm á dýpt. Svo er öll moldin ur holunni fjar- lægð. Moldin sem svo fer i holuna á að vera svarðarmold (sphagnum) sem er vandlega tætt. Svarðarmoldin er súr, en það er einmitt það sém plöntunni er nauðsynlegt: súr jarðvegur (lágt pH), aldrei kalkborin mold. Þegar búið er að gróðursetja plöntuna, þarf að vökva hana vel (látið slönguna liggja við hana í fimmtán mínútur). Hún skýtur fljótlega öngum og þegar ræt- urnar eru farnar að jafna sig, þarf að vökva vel með áburðar- upplausn, en alltaf á að nota súran áburð. Rhododendron þarf mikinn áburð og það þarf að vökva oft á sumri með áburðar- lausn. Látið plöntuna aldrei þorna, vökvið svo oft, að öruggt sé að ræturnar séu rakar í gegn, Þegar ALPA RÓS plantan hefur blómstrað þarf að klippa visnu blómin af, svo hún eyði ekki orku í fræmyndun, en skjóti heldur nýjum öngum. Tegund runnanna fer eftir því sem fáanlegt er á hverjum tíma, en það eru til fleiri htundruð tegundri af þessum runna í fögrum litum. Sumar tegundirnar fella blöð á haustin, aðrar erú sígrænar, halda sínum fallegu grænu blöðum eftir að þær hafa fellt blómin. Það er fallegast að gróðursetja plönturnar, minnst þrjár saman, — ein planta verður svolítið einmananleg. 30 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.