Vikan

Tölublað

Vikan - 19.07.1973, Blaðsíða 10

Vikan - 19.07.1973, Blaðsíða 10
”EG VAR ALINN UPP VIÐ AÐ SEGJA MEININGU MÍNA„ Allir, sem á annað borð hiusta á útvarp, hafa áreiðanlega heyrt þáttinn Eyjapistili, sem hleypt var af stokkunum skömmu eftir byrjun eldgossins á Heimaey. Eins og fiestir vita, var þættinum einkum ætiað það hlutverk að koma boðum milli „flóttafólks- ins” úr Eyjum, en reyndin hefur orðið sú, að miklu fleiri hlusta en Eyjamenn einir og hafa ánægju af. Er það áreiðanlega ekki sízt að þakka ágætum stjórnendum þáttarins, bræðrunum Gfsla og Arnþóri Helgasonum. Vikan heimsótti Gisla niður i útvarpshús, þegar hann var að ljúka við gerð 112. þáttar. Hann sat við simann i herbergi merktu Stefáni Jónssyni dagskrárfulltrúa og ræddi viö Vestrhannaeyinga. Þann daginn áttu margir Eyja- menn afmæli, og Gisli var i óða önn aö skrifa niður kveðjur til af- mælisbarnanna frá ættingjum og vinum, sem vegna fjarlægöar gátu ekki komið þvi við að heim- sækja þau. Kveðjurnar eru fastur liður hvers þáttar,, og kveður Gisli þær njóta mikilla vinsælda. Sér til aðstoðar hafði Gísli litið segulbandstæki og einkennilega ritvél, sem i staðinn fyrir venju- lega bókstafi skilur eftir upp- vhleypta punkta á pappir. Þetta eru qauðsynleg hjálpartæki fyrir Gisla, þvi hann er sjóndapur, eins og margir vita. Bróðirhans Arnþór, sem séð hef- ur um þáttinn meö honum, var ekki viðstaddur, þar sem hann var önnum kafinn við prófundir- búning. Hann nemur norrænu og sögu við Háskóla Islands. Klukkan hálf fjögur hringdi GIsli niður I skiptiborö útvarpsins og bað um, að ekki yrðu gefin fleiri samtöl upp til hans, hann SEGIR GíSLI HELGASON I VIÐTALI VIÐ VIKUNA væri að fara inn i stúdioiö til að taka upp þáttinn. Þátturinn er venjulega tekinn upp milli hálf fjögur og fimm og sendur út kl. 6. Upptakan gekk fyrir sig eins og i sögu. Hann las upp tilkynningar til Eyjamanna frá hinum og þess- um aöilum, sem hagsmuna áttu aö gæta gagnvart þeim. Ein tilkynningin var frá Ragga rakara um hreinsun golfvallar- ins. En Raggi þessi er aðal- maðurinn i golfinu i Eyjum, og var rakarastofan hans löngum fundarstaður golfmanna, og þar gátu menn átt á hættu að þurfa aö hlusta á fjörugar golfumræöur þegar þeir settust i stólinn hjá Ragga. Það getur orðið bið á þvi að golf verði leikiö á ný i Eyjum, en Raggi taldi samt mikla þörf fyrir hreinsun „grinanna” á vell- inum. Að loknum tilkynningum var flutt viðtal,sem Arnþórhaföi tekið viö mikinn vin Vestmannaeyja, Vestfirðing nokkurn, sem lá á sjúkrahúsi i höfuðstaðnum. Vest- firðingurinn flutti vísur samdar af tilefni gossins. Alls kyns kveð- skapur hefur verið nokkuð vinsæll i Eyjapistlinum i vetur. Hagyrð- ingar þjóðarinnar hafa oft hnoðaö saman visum af minna tilefni. Ekki komst allt með i þáttinn aö þessu sinni. Gisli var búinn að lesa kveðjur frá áströlskum kvenmanni, sem komið haföi til Eyja. Þegar upptöku þáttarins var lokið var útséð um að kveöja þeirrar áströlsku kæmist með, þvi Eyjapistill er aðeins 15 minút- ur hverju sinni. Að upptöku lokinni brugðum við okkur inn I vinnuherbergi Stefáns Jónssonar, en Stefán er eins kon- ar yfirmaður þáttarins og ber Gisli og Arnþór eru orönir vel kunnir útvarpsmenn af stjórn sinni á Eyjapistli. Hcr eru þeir viö gerö 120. þáttarins. ábyrgð á honum gagnvart út- varpsráði. Ég spurði Gisla, hvernig staðið hefði á þvi aö þeir bræður tóku að sér umsjón Eyjapistils. — Magnús Magnússon bæjar- stjóri hafði samband viö okkur 6. febrúar og bað okkur aö sjá um þáttinn. Ég hafði þá nýlokiö gerð þorradagskrár fyrir útvarpið ásamt Magnúsi Karel Hannes- syni. Fyrsti Eyjapistill var svo fluttur 7. febrúar, réttum sólar- hring eftir að við höfðum fyrst heyrt þessa þáttar getið. Stefán Jónsson hleypti pistlinum af stað. Hann hefur nú veriö fluttur 112 sinnum og alltaf i okkar umsjá. — Hlutverk þáttarins er að halda Vestmannaeyingum sam- an, meðalf þeir eru dreifðir um alltland og hafa af þeim orsökum litil tækifæri til að koma saman eða skiptast á kveðjum. Tilkynn- ingarnar og kveöjurnar eru aö nokkru leyti til aö fólk gleymi ekki tilveru sinni sem Vest- mannaeyingar. — í upphafi var ætlað að vinnsla þáttarins tæki þrjá tíma, en þaö er sjaldan, sem tekizt hefur að undirbúa og flytja þátt- inn á svo skökkum tima. Eitt sinn tók 12 tima að undirbúa Eyjapist- il. Þá hafði ég veriö á borgara- fundi Vestmannaeyinga á Sel- fossi, þar sem margt bar á góma. Aö fundi loknum þurfti ég að koma mér til Reykjavíkur og draga saman aöalatriöi fundarins 10 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.