Vikan

Tölublað

Vikan - 19.07.1973, Blaðsíða 35

Vikan - 19.07.1973, Blaðsíða 35
kenndi hann, en siðan byrjar þetta upp á nýtt. Við erum búin aö yfirgefa ibúðina En nú byrjum viö upp á nýtt af alvöru. Hún sendi honum hræðslulegt augnaráö. Botnaði ennþá ekki neitt I neinu Hún herti á göngunni. Utan ibúðarinnar verkaði hann miklu glaðari, opnari. Sjálfri fannst henni, að hún væri bara upptekin. Vildi hlaupa frá honum. Hlaupa frá öllu sem veriö haföi á milli þeirra. Eins og tilfinningar þeirra þyldu ekki dagsbirtu. En þá byrjaði hann aö segja frá sjálfum sér, lífi, sinu, og hún hlustaöi gegn vilja sinum. Vissi samtimis I ráðaleysi sinu að þetta var ekkert vit! öllu var lokið. Það iá engin leið til baka. Þessi gamli maöur við hlið hennar var ekki Paul. Allt var ööru visi nú. Þau gætu aldrei endurtekiö það sem þau höfðu átt saman. Samt sem áður fann Jeanne til hjálparleysis. Réði ekki við aöstæðurnar. Fylgdi bara með eins og farangur, þegar Paul dró hana með sér inn i geysistóran sal með dansgólfi á stærð við stöðu- vatn. Þau komu utan úr sólskin- inu, inni I salnum var kalt og ömurlegt. Á hinu stóra gólfi liöu beinstifar mannverur meö stirðnuð andlit um i tangodansi. Jeanne virtist allt saman óraun- verulegt, næstum viðbjóðslegt, og þegar Paul hafði pantað kampa- vin byrjaði hún að drekka eins og hún ætti lífið aö leysa. Paul geröi krampakénndar tilraunir til aö vera skemmtilegur, fá hana til að hlæja. Samt sem áöur vissi hann, að hún var þegar runnin úr greipum hans. En allt I einu var ekkert mikilvægara i heiminum, en að hún gæti skiiið, aö hann hafði aðra hliö en þá, sem hún hafði kynnzt i ibúöinni. Jeanne skildi það og lét hann halda áfram. Hún var laus úr álaga- fjötrum. Hún skildi, að honum var alvara, þegar hann sagðist elska hana og vildi lifa með henni. En hún fann, aö I þörf sinni fyrir hvort annað höföu þau alveg gengið fram hjá hvort öðru sem manneskjur. Hún var þakklát fyrir það, sem hann haföi veitt henni. Nú virtist það bara tómt, tjlgangslaust. Hún gat ekki hugsað sérframtlöinameðþessum manni i hinu sóðalega hóteli hans. Hún tók þátt i leiknum, en fannst einmanaleikinn meira yfirþyrm- andi en nokkurn tima fyrr, og neöan frá dansgólfinu barst dans- músíkin innantóm og tilgangs- laus. Hún 'drakk I botn. Paul pantaði meira. Þau drukku sig full. Bara þá stuttu stund, sem Paul dr.ó hana niöur á dansgólfið mitt meðal keppandi dans- paranna, fann hún til þeirrar for- vitni og barnaskapar sem hún haföi fundið til áður meö honum. Þau léku ennþá vel saman, en það nægði ekki. Allt i einu varð umhverfið ruddalegt. Þau yfir- gáfu salinn, bæöi miður sin i örvæntingu sinni. Jeanne vissi, að hún var drukkin og vildi fara heim. Bara heim eins fljótt og hægt væri. Heimilið með slnu öryggi, mömmu, öllum minningunum um pabba. Hún byrjaði aö hlaupa frá Paul. Meö tárin rennandi niöur kinnarnar hljóp hún götu eftir götu. Óstööugum fótum og á mörkum móöursýki náði hún -að hliðinu. Paul var á hæla henni. — Þessu er lokið, veinaði hún að honum, en hann þrengdi sér á eftir henni inn I ibúöina. — Þessu ^r lokið. Ég ætla að gifta mig... En Paul botnaöi ekki neitt i neinu. Hann hélt áfram að grínast, umhverfður af áfenginu og eltingarleiknum. Hann sá ekki, aö hún var dauöhrædd. Aö hún dró út skúffu I skattholinu og greip skammbyssu föður sins. Þegar Paul nálgaðist þrýsti fingur hennar ósjálfrátt á gikkinn. Hann var svo nálægt, aö hann sá ekkert. Og hann hélt ennþá, að þetta væri leikur. — Hvernig viltu hafa hetju þina, sagöi hann hlæjandi og færði sig einu skrefi nær henni. Ég elska þig. Nú vil ég vita, hvaö þú heitir. Hönd hennar var blýþung, og allt umhverfis hana stóð kyrrt — Jeanne, sagöi hún, og tárin runnu stöðugt niður kinnar hennar. Jeanne.... Með aðra höndina á handriðinu gekk Paul hægttil verandarinnar. Hann opnaði dyrnar og hleypti inn fersku og dálitiö svölu lofti. Steig út i glitrandi sólskiniö. Fyrir neðan hann glitraöi á þak- toppana. — Börnin okkar, sagði hann, börnin okkar munu minnast.... Jeanne stóð kyrr með skamm- byssuna i hendinni. Likami hennar skalf. Staröi ósjáandi út i herbergiö. — Ég veit ekki, hver hann var, muldraöi hún æ ofan i æ við sjálfa sig. Hann elti mig, reyndi að nauðga mér, brjálæöingur... ég veit ekki, hvaö hann hét... ég veit ekki, hver hann var.. hann hlýtur að hafa verið brjálaður ...og ég veit ekki, hvað hann hét. Alice Cooper Frh. af bls.27. perur, 6.000 spegla, 23.000 öryggi og eitthv. á annab hundrað litra af gerviblóöi. Er útséö var um, að þetta væri hægt, hvaö tæknihliöina varðaði, var aðeins eftir aö spyrja sjálfan sig spurningarinnar: Getum viö gert þetta? Höfum við til þess likamlegan og sálrænan styrkleika og er hægt að gera þetta frá siöferðislegu sjónarmiöi séð? Þessu svöruöu þeir játandi og hálfu ári siðar lagöi Alice upp meö nesti og nýja skó, eins og það heitir vist I ævintýrunum. Það, sem gerðist á þessum hljómleikum, á örugglega eftir að lifa i endurminningum bandariskrar æsku um ókomin ár, en það sem átti sér stað þess á milli og aö mestu um borð i þotunni, verður bezt lýst með oröum Cooper sjálfs: „Þotan litur út, eins og fljúgandi þriggja mánaða orgra”. En þaö var ekki alltaf ljúfum móttökum fyrir að fara, þar sem komið var vtð. Þegar Alice kom tii Shrieveport I Louisiana, var r;j«ttur út á flugvöll lögreglu- stjóri fylkisins, þar sem hann til- kynnti Alice I krafti slns háæru- verðuga embættis, að hann hefði heyrt um hænurnar, sem hann heföi drepið á siðustu hljóm- leikum og einnig um myndirnar, sem hann læddi á milli fóta sér, eins og þær væru ,,þú veizt hvað” Ennfremur tók hann það skýrt fram, að ef Alice svo mikiö sem 29. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.