Vikan

Tölublað

Vikan - 19.07.1973, Blaðsíða 6

Vikan - 19.07.1973, Blaðsíða 6
Frábær, ómöguleg, stórfenglegt listaverk, ofboðslega klúr, stórviðburður... gagnrýnendur eru aldeilis ekki á eitt sáttir i skrifum sinum um mest umtöluðu kvikmynd ársins, Siðasta tangó i Paris með Marlon Brando og Mariu Schneider i aðalhlut- verkum. En hvað um það, þetta er mynd sem snert- ir okkur öll, mynd um einmanaleika og um skort fólks á hæfileikum til að ná hvert til annars. Við get- um litið á hana sem leikræna frásögn af ást mið- aldra manns og kornungrar stúlku. En leikstjórinn Bertoulucci, sem einnig hefur skrifað söguna, segir að með mynd sinni hafi hann viljað gera ljóð um ástina. Og ekki þurfa öll ljóð að vera fögur til að vera sönn! * m 0 Þau voru á sömu Ieiö, og hún tók strax eftir honum, þar sem hann gekk nokkru á undan henni. Hokin mannvera i gulbrúnum ullarfrakka. I fari hans var eitt- hvert vonleysi, uppgjöf. Eins og ekkert kæmi honum lengur viö. Eins og hann heföi algjörlega tapaö fótfestunni f tilverunni. Hann tók ekki eftir henni þegar hún gekk fram úr honum. Útlifaö andlit hans var órakaö, og örvænting skein úr augnaráöi hans. Umhverfis hann iöaði Paris af lifi. Umferöin geystist hjá. Fólk á stööugu spani. öll þessi stórborgarhljóö, sem hún elskaði, vegna þess aö þau tilfteyröu borginni hennar, var honum sama um. Þegar lestin fór hjá með skrölti sinu og hávaöa, tróö hann fingrum I eyrun og öskraöi. — Hvur djöfullinn! æpti hann, og rödd hans bergmálaði tómlega. i ^rarts Jeanne gaut til hans forvitnum augunum. Hún vará lejö aö skoða tóma Ibúö I Pasy. Ibúö handa henni og Tom, sem hún átti aö hitta eftir klukkutima á brautar- stööinni. Hún var glöö og eftir- væntingarfull. Hráslagalegur vetrarmorguninn og dökkt illa- þefjandi vatn Signu höföu engin áhrif á hana. Ekkert gat spillt góöu skapi hennar. Hún fann, aö hún þráöi Tom, og hún naut þess aö hugsa um heimili þeirra, fyrsta sameiginlega heimili þeirra. Húsiö var gamalt og stóö viö Rue Jules Verne. Hún stóö á tröppunum og las handskrifaöa auglýsinguna: Ibúö til leigu. Þá mundi hún eftir því, að hún hafði gleymt aö hringja til móöur sinnar og flýtti sér til matsölu- húss þar skammt frá. Þegar hún haföi lokiö samtalinu, fór hún aftur til tómu íbúðarlnnar. Hún fékk lyklana hjá dyraverðinum, og þegar hún var á leiöinni upp i lyftunni var hún I bezta skapi. Hún velti þvi fyrir sér, hvort ibúðin væri viö hæfi hennar og Tom. Hún varð ekki strax vör viö hann. 1 herberginu var hálfrokkiö og loftþungt, og hún gekk yfir aö glugganum og opnaöi hann til aö hleypa inn ljósi og lofti. Sér til furöu uppgötvaði hún,aö hún var I kringlóttu herbergi, gamaldags kringlóttu herbergi, sem ein- hvern tima hlaut aö hafa veriö fallegt. Nú var herbergiö illa fariö og þakiö ryklagi, samt sem áöur var auösætt, aö einhvern tima... Allt f einu tók hún eftir honum. Manni, sem sat saman- hnipraöur á ofninum I hálfrökkr- inu Meö andlitiö faliö i örmum sér og hnén upp undir höku. Halló, sagöi hún hræöslulega. — Hver eruö þér? spuröi hún og hörfaöi til baka. En þá kannaðist hún viö hann. Það var maðurinn á brúnni. Maöurinn, sem stóö og grét á brúnni. — Þér geröuð mér bilt viö, sagöi hún rólega. Hvernig komust þér inn? — Gegnum dyrnar! Svar hans var stutt og fráhrindandi. Hann stóö hægt upp og byrjaði aö ganga eiröarlaust um gólf. An nokkurs áhuga á þvi sem fyrir augu bar leit hún I kringum sig til aö sýnast rannsakandi. Hún fann, aö hún dróst aö honum á einhvern hátt, þó hún væri enn dálitiö hrædd. — Þaö færi ekki illa á aö hafa hægindastólinn viö gluggann, sagöi hún og staðnæmdist viö arininn. Hún fann, aö hann vissi jafnvel af henni og hún af honum. En hann haföi greini- lega engan áhuga á neins konar samræöum. 6 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.