Vikan


Vikan - 28.03.1974, Page 11

Vikan - 28.03.1974, Page 11
Eg rnytti fiknUxfja ad staöaldri Fiknilyf —þetta orð vekur ótta margra og flestir reyna að forðast fiknilyf, en þvi miður bregðast ekki allir við á þann hátt. Sjálf hef ég verið háð fiknilyfjum. Það er auðvelt að venja sig á þau, en erfiðara að venja sig af þeim. Mig langar til að segja sögu mina — ekki bara til að vekja at- hygli á vandamáli — heldur lika til að vekja vonir þeirra, sem langt eru leiddir og finnst lifið einskis virði. Ég er frá góðu heimili, svo að ég get hvorki kennt foreldrum mirum né ömurlegri bernsku um, að fór sem fór. Pabbi hafði gott starf, þannig að við, foreldrar minir og við systkinin höfðum alltaf allt til alls. Sverrir bróðir minn er þremur árum eldri en ég og við vorum beztu félagar með- an við vorum að alást upp. Við létum bæði innrita okkur i ungl- ingaklúbb i hverfinu, sem við bjuggum i. Sverrir lét að sjálf- sögðu innrita sig nokkrum árum á undan mér. En smám saman fór- um við að eiga minna og minna sameiginlegt., hann eignaðist fé- laga, sem voru nokkrum árum eldri en ég, en ég saknaði vináttu okkar ekki svo mjög, þvf að ég hafði meira en nóg að sýsla viö. Ég var smáskotin nokkrum sinnum, en ég hélt ég hefði fundið stóru ástina, þegar ég var sextán ára og var i öðrum bekk i gagn- fræðaskólanum. Ég hitti Finn á balli og sameiginlegur áhugi okk- ar fyrir jassi varö til þess, að við vorum saman þetta kvöld. Viö ákváðum að hittast aftur eftir fá- eina daga og áður en ég vissi af, var ég orðin yfir mig ástfangin og hann vist lika. Viö vorum að minnsta kosti saman öllum stundum og smám saman fækk- aði ferðunum i klúbbinn og við hættum lika að hafa afskipti af gömlu vinunum. betta var upp- hafiö á eymdinni, þvi að við fór- um aö sækja staði, sem við höfð- um ekki komið á áður, og vera með krökkum, sem við þekktum ekki. Þegar okkur var svo boðið að reykja (hass) i þessum nýja fé iagsskap, langaði okkur bæði til að prófa. Það var svo spennandi. „Hasshópurinn” varð smám saman okkar eini félagsskapur og við fórum að reykja oftar og oft- ar. 1 fyrstu veitti fjölskylda min þessu enga athygli. Þau vissu, að ég var farin að vera öllum stund- um með Finni, og hafa sjálfsagt haldið, að við vildum vera sem mest út af fyrir okkur. En svo fór mamina að tala um, að ég væri svo oft að heiman og hún vildi gjarnan hitta þessa nýju vini mina. Pabbi tók i sama streng. Mér fór éinnig að ganga verr i skólanum. Ég var áhuga- laus i timunum og alltaf illa und- irbúin, en ég lét mér standa á sama. Mér fannst bekkjarsyst- kini min vera barnaleg og heimsk og ég hafði ekkert til að tala um við þau. Ég hélt áfram að hitta nýju fé- lagana. Það var ég, sem vildi halda áfram að hitta þá, þvi að Finni stóð stuggur af úrhrökun- um, sem við hittum alltaf við og við. Ég reifst einu sinni við Finn út af þessu. Meðal þess, sem ég saffði þá, var að þetta veslings fólk kæmi okkur ekkert við. Mér datt ekki einu sinni i hug, að eig- inlega var eins á komið með okk- ur öll, þar var bara stigsmunur á Ég fór að fá mér sprautu við og viö og stundum gisti ég i kommúnunni. Krakkarnir bjuggu nefnilega i gömlu húsi, þar sem þau lágu á dýnum á gólfunum. Nú fór foreldrum minum að skiljast, hvað um var að vera, þvi að tilkynnt var frá skólanum að ég kæmi þar tæpast. Upp úr þvi lenti ég hvað eftir annað i illdeil- um við foreldra mina. Skömmu seinna hættum við Finnur lika að vera saman. Hann sagðist ekki kæra sig um að vera i þessu skita- umhverfi lengur og mér fannst bara gott að losna við hann, af þvi að ég var orðin leið á þvi að hann var alltaf að telja úr mér og vildi ekki fylgjast með hringiðunni i kommúnunni. Þar kom að ég hætti i skólanum og rétt á eftir flutti ég alveg að heiman. Ég þoldi ekki að heyra grátinn og kveinstafina i pabba og mömmu. Vinir minir i kommúnunni voru frjálsir. Eng- inn skipti sér af þeiin. Nú vildi ég vera frjáls lika. Sverrir reyndi lika hvað eftir annað að tala við mig. Hann sagði, að ég yrði að taka tillit til foreldra okkar. Þau ættu sizt af öllum skilið, að ég hegðaði mér eins og ég gerði. Ég lét ráðlegg- ingar hans sem vind um eyrun þjóta og sagði honum,að hann gæti setið heima eins lengi og honum sýndist og gætt þeirra. Aður en ég fór að heiman, sögðu pabbi og mamma mér að koma heim aftur, ef mér snerist hugur. Þegar ég hugsa um þetta timabii, geri ég mér ljóst, að þá vissi ég ekki, hvað ég var orðin háð fikni- P!' ■■■ '' lyfjunum. Ég imyndaði mér, að mér geðjaðist bezt að þeim lifs- • máta, sem vinir minir höfðu válið sér. Nú er ég orðin nógu þroskuð til að sjá, að sá lifsmáti sneriSt ekki um annaö en fá reyk og spraútu. Eftir að ég var flutt að heiman, hafði ég fengið það sem ég vildi. Égvarorðin ein af þeim.Égneytti fiknilyfja i stöðugt rikara mæli. Ég neytti LSD, morfins og ópiums og að sjálfsögðu marihuana, sem á að vera minnst hættulegt. Við neyttum allra lyfja, sem við kom- umst yfir. Ég leitaði sjálf lækna og bæði baö og laug til þess aö fá þaö, sem ég vildi, þvi að nú var ég farin að finna virkilega til þess, hvernig þaö er að vera án lyfja. Ég fann lika fljótt, að vináttan innan hópsins var bara á yfir- boröinu. Hjá hverjum fyrir sig snerist allt um að svala sinum eigin „þorsta” og ekkert okkar lét neitt af hendi án þess að vera visst um að fá það endurgoldið. Mestallur timi okkar fór I að út- vega lyf meðan viö vorum enn undir áhrifum af siðasta skammti. En stundum höfðum við nóg og margir dagar liðu i fullkomlega oraunverulegum heimi. Ég var farin að skilja kringunistæður minar og þegar kom fyrir, að ég var með réttu ráði, ákvað ég oft að reyna að komast yfir þetta og burtu frá öllu saman. En ég var fljót að gleyma öllum góðum áformum og lifið hélt áfram með sama hætti og fyrr. >1 Éftir heil tvö ár lagöist ég inn á sjúkráhús i afvötnun. Það atvik- aðist þannig, að ég var búin að fgra til nokkurra lækna til þess aö reyna að fá þá til að viðurkenna, að ég yrði að fá ákveðinn viku- skammt af morfini. Mér var sagt, að þá gæti ég ekki fengið, nema að undangenginni rannsókn á sjúkrahúsi. Þess vegna lagðist ég inn af fúsum og frjálsum vilja. A Sjúkrahúsinu mætti ég mikilli góövild og vináttu. Mér var sagt, að ég yrði að skipta algerlega um umhverfi, ef ég ætti að eiga - nokkra von. En eftir mánaöar- legu stalst ég af sjúkrahúsinu og fór beint i kommúnuna. Einhver frá sjúkrahúsinu fann mig þar, en ég lét ekki telja mér hughvarf. Ég hélt áfram að neyta fiknilyfjanna og nú varð allt miklu verra en það haföi verið áður. Ég var miöur min vegna þess, að sjúkrahúsvistin hafði mistek- izt og til þess að hughreysta sjálfa mig neytti ég meira magns lyfja, en ég haföi nokkurn tima gert áð- ur. Ég var lika hræðilega ein- mana, þvi að ég gerði mér ljóst, að ég var sjálf orðin eitt úrhrak- anna, sem ég hafði i byrjun hald- ið, að mér kæmu ekkert við. Ég sá lika fáa af félögum minum úr kommúnunni, þvi að nokkrir þeirra höfðu farið annað, sumir voru i afvötnun á sjúkrahúsi og fáeinir voru I varðhaldi. Þegar ég var ekki á ferðinni i bænum, hélt ég mig að mestu leyti á eyöibýli rétt utan við bæ- inn. Oft og mörgum sinnum sat ég dögum saman i óhreinu herberg- inu án þess að veita þvi athygli að timinn leið, þvi aö sprautur og töflur fluttu mig yfir i annan Heim. Einu sinni datt ég á götunni og var flutt á slysavaröstofuna. Seinna var mér sagt, að ég hefði ekki mátt koma seinna, þvi að það var meö naumindum, að tókst að bjarga lifi minu. Það er hræðilegt að hugsa til þess, að ég skuli hafa farið svona kæruleysislega með lif mitt. Allar þessar vikur virðast vera óra- fjarri núna og ég skil ekki enn, hvernig mér tókst að tóra i heilt ár, áður en ég lagðist aftur inn á Ég imyndaði mér, að mér geðjað- ist bezt að lifsmáta þessara nýju vina minna, en ég komst brátt aö þvi að hver fyrir sig hugsaði um það eitt að svala sinum eigin „þorsta” og lét félaga sina sig litlu skipta! sama sjúkrahús og ég hafði áður legið á. Nú var ég i miklu uppnámi og hræðilega langt niðri og fyrstu vikurnar á sjúkrahúsinu finnst mér vera þær verstu, sem ég hef lifað. Likami minn var orðinn svo fullur fikniefna, að þegar ég fékk engin, heltók sársaukinn mig, svo að ég hélt ég myndi missa vitið. Að visu fékk ég svolitla lyfjagjöf en stöðugt minni og minni skammta og að þremur vikum liðnum fékk ég ekki neitt. Ég man ég fékk krampa i hand- leggi og fætur og ég fékk mar- traðir, þegar ég lifði siðasta ár lifs mins upp aftur og aftur. Fyrstu þrjár vikurnar var ég i gjörgæzlu, þar sem ég gat ekki brotið neitt eða eyðilagt. Allan sólarhringinn var vakað yfir mér og mér var fylgt fram og aftur um ganginn til þess að ég gæti hreyft mig svolitið. 1 upphafi fjórðu vikunnar var ég flutt á vepjulega tveggja manna stofu og mér var veitt heimild til þess að fara frjáís:' ferða minna um alla deildina, en ekki utan sjúkrahússins. Nú fékk ég að vera með á fundum sjúkl- inganna, þar sem við sögöum hvert öðru frá vandamálum okk- ar. A þessum fundum voru lækn- ar eða.aðrir til að hlusta á okkur. Við fengum lika aðgang aö fönd- urstofu, þar sem við gátum unniö svolitið, ef við vildum. Mér fannst mér létta við að segja öðrum frá vandamálum minum og hvernig mér leið eftir að hafa verið undir áhrifum svona langan tima. Ég sagði lika frá þvi, hve einmana ég var og bæði læknar og sjúklingar hug- hreystu mig og örvuðu til þess að standa mig vel á þeim erfiða tima, sem ég átti fyrir höndum. Ég reyndi lika að búa til ýmislegt á föndurstofunni, en mér gekk það ekki sérlega vel, svo að ég fór að prjóna og sauma, en það kunni ég hvort tveggja áður. Ég held að þesgi smáhandavinna hafi gert mér gott, þvi að nú hafði ég eitt- hvað til að hugsa um. Mér var hjálpað til að sauma mér fatnað, en hans þurfti ég tilfinnanlega með. En hvað eftir annað heltók þunglyndið og uppgjöfin mig og ég var að hugsa um, hvernig ég ætti að komast burtu af sjúkra- húsinu. Svo rann nýr dagur upp eftir svefnlausa nótt og þá hafði ég aftur nóg að gera. Einhvern veginn liðu dagarnir, þó að ég gréti mig i svefn næstum þvi á hverju kvöldi. Eftir töluverðan tima tóku tveir þjálfarar mig með sér i bæinn að kvöldlagi til þess að sjá kvik- mynd. Þeir ætluðu aö reyna að hjálpa mér til þess að finna eðli- legt lif aftur, þvi að ég var næst- um búin að gleyma hvernig það var. Kannski bjargaðist ég eigin- lega þetta kvöld, þvi að þá hitti ég Roar. Roar var kunningi þjálf- aranna og við hittum hann, þegar við komum út úr kvikmyndahús- inu. Við fórum öll saman á litið veitingahús og hæstum um leiö vorum við Roar djúpt sokkin J samræður. Nokkrum dögum seinna kom hann að heimsækja mig. Hann varð lifsankerfið mitt og i fyrsta skipti fann ég raunverulega löng- un til þess að halda þessa erfiðu tima út og gefast ekki upp. Viö Roar töluðum um allt, sem okkur lá á hjarta, og það var hann, sem fékk mig til þess að hafa samband við foreldra mina. Mér fannst þau vera svo gömul og þreytuleg, en þau báðu mig innilega um að hafa ekki áhyggjur eða samvizkubit af þvi að hafa valdiö þeim slikum vonbrigðum, þvi að þau væru svo glöð yfir þvi að ég skyldi vera á batavegi. Nú kom mér næstum aldrei til hugar að reyna að verða mér úti um fiknilyf-, þvi að lifið veitti mér svo margt án þeirra.' Roar vakti lfka hjá mér tilfinningar, sem veittu mér aukinn viljastyrk. Ég á honum óumræðilega mikið að þakka, þvi að hann kenndi mér að Framhald á bls. 41 10 VIKAN 13. TBL. 13. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.