Vikan


Vikan - 28.03.1974, Side 22

Vikan - 28.03.1974, Side 22
Vorsliilka Vikunnar í Evuklasóuín SUNNU. 1 Flauelsjakki finnskur frá PIKETTA. Tweed- buxur fóðraöar niður fyrir hné, frá CACHAREL. 9 Dönsk jakkapeysa. Tweedbuxur ag blússa frá CACHAREL. Dénemgallabuxur með baggysniði frá IN WEAR óg röndóttur acrilbolur frá TRISTAN & HOFF. ó Franskt gaberdinepils i nýju siddinni, ullar- tweedpeysa og silkiblússa, allt frá CACHAREL. eva Fyrstu verölaun: Mallorkaferð með Sigurrós Svavarsdóttir hefur átt heima við Laugaveginn alla sina ævi og er þvi sann- kölluð Reykjavikurstúlka. Hún er tvitug að aldri, dóttir Þórdisar Jóhannesdóttur og Svavars Þorvaldar Péturssonar — og býr, nánar tiltekið, á Laugavegi 72. Þegar Sigurrós hafði lokið námi i 3. bekk Gagnfræðaskóla Austurbæjar ákvað hún að hætta og fara að vinna. Eftir að hafa reynt nokkur störf fór hún að vinna á barnaheimili — og þar „fann hún sjálfa sig.” „Ég kunni svo vel við mig á barnaheimil - inu og fannst svo gaman að vera innan um börnin, að ég ákvað að reyna að komast i fósturnám,” segir Sigurrós. En til þess að komast i Fósturskólann þarf að minnsta kosti að hafa gagnfræðapróf svo ég ákvað að faka i skóla á ný og tók gagnfræðapróf frá Lauga- lækjarskólanum i fyrravor. Nú er ég búin að sækja um skólavist i Fósturskólanum og vona að ég komist að, annaðhvort i haust eða næsta haust.” Eftir próflesturinn i fyrravor ákvað Sigur- rós að eyða sumrinu úti undir berum himni og fór i garðavinnu. Vann hún við að prýða Austurstræti og fleiri almenningssvæði i mið- borginni. „En um haustið sneri ég mér aftur að barnagæzlunni og i vetur hef ég unnið i Valhöll, barnaheimili stúdenta og kann ákaflega vel við mig þar,” segir Sigurrós. 1 Valhöll annast Sigurrós hóp þriggja ára barna og á þar vafalaust trygga aðdáendur. Þegar Sigurrþs er búin að vinna bregður hún sér oft i sund — „en á kvöldin geri ég ekkert sérstakt, dunda bara við eitthvað,” segir hún. Undanfarið hefur hún verið að „dunda” við keramik, þvi hún er nýbúin á keramiknámskeiði, þar sem hún æfði sig i að skreyta ýmiss konar keramikmuni og hafði mikla ánægju af.. 22 VIKAN 13. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.