Vikan


Vikan - 28.03.1974, Qupperneq 36

Vikan - 28.03.1974, Qupperneq 36
STEV WONDER Fyrir tól^ árum var komið með tólf ára gamlan svartan dreng inn á aðalskrifstofur Tamla Motown hljómplötufyrirtækisins i Banda- rikjunum. Hann var blindur og hét Steveland Morris. Sá, sem kom með hann; var Ronnie White úr hljómsveit, sem hét Miracles. Hann hélt, að stákurinn væri gott efni og þótti nauðsynlegt að koma honum á framfæri. Steveland spilaði nokkur lög fyrir þá Tamla Motown menn, og þeir urðu yfir sig hrifnir, sérstaklega af lögum sem strákurinn haföi samiö sjálf- ur. beir voru ekkert að orðlengja þetta og gerðu samning við Steve- land Morris. Hann spilaði á fjöld- ann allan af hljóðfærum og öll léku þau jafnvel I höndunum á honum. Tamla Motown, sem er hljómplötufyrirtáeki • sérstaklega ætlað fyrir svarta listamenn, gaf fljótlega út litla plötu með strákn- um, en þá hét hann ekki lengur Steveland Morris. Steveland Morris hljómaði ekki nógu lista- mannslega, svo þeir ákváðu að breyta nafninu. Faðir stráksins hét Judkins að eftirnafni, en móð- irin Hardaway. Hvers vegna strákurinn hét þá Morris, sklldu þeir aldrei og enginn hefur skilið það ennþá. En nýja nafnið handa Steveland Morris var STEVIE WONDER. Hann fæddist í Saginaw i Michi- gan-fylki i Bandarikjunum þann 13. mai 1950. Hann var þriðji af sex systkinum. Fjölskyldan flutti til Detroit, þegar Stevie var á unga aldrien þar var hann settur i blindraskóla. Fyrsta hljóðfærið . eignaðist hann mjög ungur og var það silófónn, eins og þeir gerast einfaldastir. Siðar fékk hann full- komnari gerð af sflófón og tók siö- an til við pianóiö. Hann varö sjálfnuma á öll hljóðfæri og þótti mikið undrabarn. Trommur voru I miklu upp áhaldi hjá Stevie strax á unga aldri og eftirfarandi sögu hafði: Stevie eitt sinn aö '.segja, þegar tekið var við hann viötal nú nýlega. „Ég gleymi þvi liklega aldréi, þegar fjölskyldan fór eitt sinn i smáútilegu. A staðnum var hljómsveit, sem spilaði fyrir fólk- ið. Ég sat nálægt hljómsveitinni og lambdi borðiö f bak og fyrir i "takt við tónlistina. Væntanlega hafa þeir séð mig, þvi allt i einu kallar einn þeirra i hljóðnemann. — Heyrðu strákurinn þarna lem- ur bara helviti góðan takt. Þá kállaði trommuleikarinn á mig og ég fékk að slá nokkra takta . á trommurnar. Hann varð að halda á mér, þvi ég var svo litill. Fólki likaði þetta mjög vel og gaf mér smápeninga, sem það lét á trommurnar. Það voru bæöi papplrsseölar og mynt. Myntin skipti mig mestu, þvi ég heyrði glingrið I henni þegar hún snerti trommurnar”. Eftir þetta fékk hann trommur i jólagjöf I nokkur ár, en þaö voru bara venjulegar barnatrommur. Og að kvöldi jóladags voru báðir botnarnir úr. Strákurinn var þaö sem þeir kalla á ensku „heavy drummer”, þótt hann hafi alltaf i byrjun spilað öfugu megin á trommurnar. Hann gat eðlilega ekki séö, hvað ætti að snúa upp og hvað niöur. Það kom svo að þvi, að hann eignaðist almennilega sneriltrommu. Hún var gjöf frá Lions-klúbbi, sem veitti blindum börnum hjálp. Þannig rak hvert atvikiö á annað i lifi Steveland, Morris, öll eitthvað tengd tónlist. Það var óhjákvæmilegt, — hann fæddist snillingur. Það eru nú tólf ár siðan Stevie Wonderlék inn á sina fyrstu plötu fyrir Tamla Motown. Tólf ár er langur timi, og þau hafa ýmist liðið hægt og bltandi eöa hrein- lega stokkið i burtu. En eitt árið

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.